Léleg og ómálefnaleg stjórnarandstaða

Sennilega er leitun um víða veröld að jafn lélegri stjórnarandstöðu og er á Íslandi þessi misserin. Þar er stöðugt verið að þrefa og allt gert til að grafa undan ríkisstjórninni. Og ekki eru ræður þingmanna sérlega málefnalegar og þetta gildir um suma stjórnarliða einnig.

Segja má að skiljanlegt sé að forsetinn reyni að koma þessari guðsvoluðu stjórnarandstöðu til aðstoðar en hann hefur skaðað mest sjálfan sig á þessu eins og óreynt barn að leika sér að sjóðandiheitu vatni.

Það er alltaf auðvelt að rífa niður, mun auveldara en að byggja eitthvað gagnlegt upp. Við Íslendingar höfum aldrei staðið fyrir jafnmiklum erfiðleikum í fjármálum okkar eftir kæruleysi nær 18 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Eitt af forgangsverkefnum núverandi ríkisstjórnar var að kappkosta að heimta sem mest fé heim og úr höndum útrásarvarganna. Hefur stjórnarandstaðan gert eitthvað í að aðstoða við það? Nei alls ekki enda virðist svo vera að þessir útrásarvargar virðast vera nátengdir og njörvaðir við spillingaöflin í landinu.

Óskandi er að sem flestir átti sig á þessu og varist þau gífuryrði sem allt of margir temja sér oft af litlu og jafnvel engu tilefni.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Nýja-Ísland ekki á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikamylla?

Skil ekkert í þessum tölum. Stautaði mig fram úr bókhaldstölum í nokkrum fyrirtækjum sem eg átti hlut í áður en þeim var rænt. Stjórnendur kepptust hver um annan þveran að lýsa yfir góðum rekstri og töldu að þeir ættu því góð laun skilin.

Svo kom allt í einu í ljós að þessir sömu stjórnendur höfðu hver um annan þveran stofnað til gríðarlegra skuldbindinga og hlutaféð varð að engu.

Síðan lít eg á svona bókhaldstölur eins og hvern annan tilbúning, menn geta þess vegna verið að státa sig af góðum afköstum við að hafa fé af samborgurunum sínum og þar með að hafa fólk að fíflum.

Aldrei hyggst eg kaupa aftur hlutabréf.

Mosi


mbl.is Hagnaðist um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 244224

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband