Opið bréf til Landsbankans

Fjárfestingafélagið Horn í eigu Landsbankans, heldur utan um hlutabréfasafn og jarðasafn Landsbankans. Landsbankinn yfirtók gríðarlegar eignir fjölda aðila sem lentu í þroti vegna bankahrunsins. Yfir 70 jarðir eru sagðir vera í eigu Hornsi-ns og mun ríkissjóður þurfa að greiða Horni umtalsvert fé í formi framleiðslurréttar sem fylgir sumum þessara jarða. En það er önnur saga.

Í hruninu töpuðu einnig allir þeir sem áttu hlutabréf í almenningasfyrirtækinu Atorku haustið 2008 öllum sínum sparnaði í formi hlutabréfa. Í aðdraganda hrunsins var að öllum líkindum beytt blekkingum til að skrúfa eignir þessa fyrirtækis niður. Þannig var ein verðmætasta eign Atorku, plastfyrirtækið Promens sagt vera verðlaust. Ekki líður ár að verðmæti þess er metið milli 11 og 12 milljarðar!

Nú hefur Landsbankinn látið þau boð út ganga, að hann hyggist endurgreiða öllum sem skulduðu bankanum 20% af greiddum vöxtum. Þar með er bankinn að viðurkenna að hann hafi brotið á lánþegum með ofgreiddum vöxtum.

Nú er réttlætismál að Horn fjárfestingafélag Landsbankans geri okku fyrrum hluthöfum Atorku hliðstætt tilboð. Við lögðum áratuga sparnað okkar í kaup á hlutabréfum í Íslenska hlutabréfasjóðnum sem er stofninn í Atorku og einnig Jarðborunum sem Atorka yfirtók á kannski nokkuð vafasaman hátt.

Hvað hyggst Horn-ið gera fyrir þá sem töpuðu sparnaði sínum í hruninu? Þessi forrétting virðist vera gullnáma bankans sem krefst nánari skoðunar.

Guðjón Jensson

 


mbl.is Horn styður við Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt því frá að öll kurl hafi verið dregin til grafar

Rannsóknin á einkavæðingu bankanna og bankahruninu er enn sem komið er stutt á veg komin. Stjórnarandstaðan og fylgifiskar hennar kappkosta að gera ákvarðanir ríkisstjórnarinnar tortryggilegar rétt eins og hún hafi átt hlut að máli. Hafa stóryrði ekki verið spöruð og er mörgum ritsóðum til mikils vansa. Það nær ekki nokkurri átt að grípa til mestu skammaryrða í þessu skyni, t.d. núa núverandi fjármálaráðherra nasir um að hafa framið jafnvel landráð. Þessir aðilar ættu að líta í eigin barm og beina reiði sinni og gremju til réttra föðurhúsa.

Ríkisstjórnin hefur ekki átt auðvelda daga í Stjórnarráðinu. Í þau rúmlega 2 ár hafa skammirnar verið ausið miskunnalaust yfir þá sem hafa verið að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Á meðan hafa þeir sem vandanum ollu setið hljóðir í sínum skúmaskotum, ekki sýnt hvorki iðrun né að koma til samstarfs að hafa upp á þeim gríðarlegu fjármunum sem stolið var úr bönkunum og öðrum fjármunastofnunum.

Árangurinn af að greiða úr þessum flækjum hefur reynst jafnvel betri en björtustu vonir voru um að koma fjárhagsmálum þjóðarinnar í viðunandi horf eftir kollsteypu Sjálfstæðisflokksins eftir 18 ára þrásetu í Stjórnarráðinu. Innan þingliðsins hafa jafnvel leynst aðilar sem komu mjög nálægt bíræfnu braski og óheilindum. Þeir hrópa jafnvel hátt og aðrir götustrákar taka undir!

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!

Mosi

 

 


mbl.is Kostnaðurinn 406 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband