Furðulegt fyrirbæri

Það má segja að margt sé einkennilegt í mannlegu samfélagi. Sumir þurfa að láta á sér bera og svo er með þá aðila sem vilja skjóta öðrum skelk í bringu.

Nú hafa lögregluyfirvöld bæði erlendis sem hér á landi ítrekað bent á, að áhangendur „Hells engels“ tengist margsinnis glæpsamlegum saknæmu athöfnum þar sem eiturlyfasala, misneyting, mútustarfsemi, ofbeldi, vændi og ýmsir fleiri saknæmar athafnir koma við sögu. Spurning er hvers vegna slík starfsemi er ekki upprætt enda segir í stjórnarskránni að félag megi stofna í sérhverjum löglegum tilgangi. Með gagnályktun er öll félagastarfsemi sem hefur ólöglega starfsemi í för með sér því ólögleg og nýtur af þeim ástæðum ekki friðhelgi stjórnarskrár.

Í mörgum löndum gæti svona starfsemi ekki þrifist. Kannski vegna þess að í þeim löndum ríkir einræði eins stjórnmálaflokks og sá stjórnmálaflokkur þolir enga samkeppni í glæpaverkum sínum.

En hvað með þetta lið, „Hells engels“? Nýtur það skilnings eða velvildar einhverra í samfélaginu? Af hverju eru svona félög ekki upprætt og aðstandendur þeirra ekki látnir sæta ábyrgð?

Ein skýringin kann að vera sú, að töluverð hætta sé á að svona starfsemi myndi skjóta rótum í neðanjarðarhagkerfinu ef upprætt yrði og valda þar mun meiri skaða en ella. Að mörgu leyti er æskilegra að hafa svona þokkapilta sjáanlega fremur en að lögregluyfirvöld missi sjónar af þeim. En tölvutækni nútímans gefur möguleika á að fylgjast gjörla með athöfnum þeirra sem liggja undir grun um afbrot og aðra ólöglega starfsemi.

Á dögum Al Capone, eins frægasta afbrotamanns bandarískrar glæpasögu, tókst lögreglunni aldrei að sanna neitt á hann persónulega þó mjög sterkar líkur væru á því að hann fyrirskipaði morð á tugum ef ekki hundruðum andstæðinga sinna. En það voru skattyfirvöld sem komu honum loksins undir réttvísina og hann var dæmdur fyrir skattsvik og til þungrar refsingar. Gott ef hann hafi ekki verið vistaður í því fræga Sing-sing fangelsi. Í skattamálum er sönnunarbyrðin yfirleitt töluvert léttari enda víða unnt að finna átyllur til skattrannsókna og sá sem liggur undir grun getur ekki alltaf þurrkað út slóðina. Tölvurnar gleyma engu.

Kannski „Hells engels“ verði loksins komið undir réttvísina fyrir tilstuðlan skattyfirvalda.

Í mínum friðsömu augum finnst mér þetta fyrirbæri vera aumkunnarverð sýndarmennska. Sumir stjórnmálamenn vilja gjarnan slá um sig og vera stöðugt í sviðsljósinu. Það veitir þeim jú völd og athygli.

Sjálfsagt fá atferlisfræðingar nóg að gera í nánustu framtíð og óskandi er að lögreglan njóti sérfræðiþekkingu þeirra. „Hells engels“ er fyrirbæri sem er hreint furðulegt, fyrirbæri sem ætti í raun að vera engum til framdráttar.

Mosi


mbl.is Úr landi í lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuskapandi

Sjálfsagt þykir mörgum að skógræktarfólk fari nokkuð bratt með yfirlýsingum sínum. En skoðum málið betur:

Skógrækt hefur sannað sig að fleira er mögulegt á Íslandi en fyrr var talið. Landfræðilega erum við í barrskógabeltinu sem teygir sig þvert yfir hnöttinn milli nokkurn veginn 55 og 70 breiddargráðu. Nokkur lönd eins og Grænland og Ísland, hafa vegna síðustu ísaldar verið undanskilin en á ísöldinni urðu barrtrén í þessum löndum útdauð í fimbulvetrinum mikla. Framboð á fræi eftir náttúrulegum leiðum eftir ísöldina með vindum og fuglum, voru nánast útilokaðar.

Nú hafa barrtré verið ræktuð á Íslandi meira en öld. Fyrst fóru fram tilraunir þar sem tilviljun réð hvaðan efniviðurinn kom. Markvisst starf að leita uppi tegundir og kvæmi sem gátu þrifist hér hófst fyrst og fremst með starfi Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra og samstarfsmanna hans. Það hefur borið mjög góðan ávöxt sérstaklega eftir að sjónum hafði verið beint að sunnanverðu Alaska þar sem loftslag er mjög líkt og hér á landi.

Við getum haft gríðarleg not af skógi og skógarhöggi. Nú sem stendur eru um 30 ársverk tengdu skógarhöggi og við skógarstarf eru um 140 ársverk talin vera á Austurlandi eingöngu. Það er um 30% af þeim störfum sem álbræðslan á Reyðarfirði veitir. En þau störf voru mjög dýru verði keypt.

Skógrækt og skógarnytjar geta orðið mun meira atvinnuskapandi í okkar samfélagi. En þar þarf að huga snemma að undirbúingi til að tryggja sem bestan ávinning.

Við flytjum inn allt of mikið af jólatrjám sem við Íslendingar getum auðvitað ræktað sjálfir. Okkar ræktun hefur verið mjög umhverfisvæn þar sem nánast engin eiturefni eru notuð sem geta valdið náttúrunni skaða. Þess má geta, að innflutt jólatré eru ræktuð með aðferðum sem ekki hefur verið beitt hér á landi. Þar er töluverð notkun eiturefna sem ekki hafa góð áhrif hvorki þá sem kunna að hafa viðkvæma húð eða eiga við önnur ofnæmisviðbrögð að stríða.

Mikill hugur er í mörgum sem tengjast skógrækt, að við getum jafnvel snúið þessu við og flutt út jólatré. Til þess þarf að standa vel faglega að verki til þess að árangur verði sem mestur.

Ef okkur Íslendingum hefði borið sú gæfa að stjórnvöld okkar hefðu haft rænu á að koma í veg fyrir alla þá kollsteypu sem við lentum í vegna bankahrunsins og einhverju af því mikla fé sem fór í súginn hefði verið beint í aukna skógrækt á Íslandi, ættu næstu kynslóðir okkar greiðan aðgang að nýrri og stórkostlegri náttúrurauðlind þar sem skógarafurðir eru. Við erum því miður enn í fyrsta bekk hvað nýtingu á þessari náttúruauðlind viðkemur. Skógrækt er ekki ávísun á skjótfenginn gróða, tréð vex hægt til að byrja með en þegar það hefur komið sér vel fyrir í jarðveginum og umhverfinu fer að togna úr því. Talið er að arðsemi skógræktar sé um 2-3% sem mörgum skyndigróðamönnum þykir allof lítið. Þess vegna hefur skógrækt oft verið „töluð niður“.

En gott er að huga betur að þessu þó seint sé.

Með bestu óskum til allra sem vilja auka skógrækt á Íslandi!

Mosi


mbl.is Ætla að flytja út jólatré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 244227

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband