Gönguferð um Árbæ, Elliðaárdal og Bústaðahverfi

Í gær kom eg við á Ábæjarsafni til að bera undir starfsmenn grun minn um að bútar af Bútur af járnbrautarteinum?járnbrautarteinum hafargerðarinnar í Reykjavík á árunum væru enn til. Eins og kunnugt er var járnbraut byggð vegna hafnargerðarinnar á árunum 1913-17 og voru fluttar inn 2 eimreiðar Minör og Pionér ásamt fjölda flutningavagna. Af öllum þessum hlutum hafa einungis eimreiðarnar verið varðveittar. Er önnur sú elri í Árbæjarsafni en hin hefur prýtt gömlu höfnina yfir sumartímann. Svo er máli vexti að fyrir nokkru var eg á ferð um hlað á bæ einum í grennd við Reykjavík og þar kemur í ljós að járnbrautateinabútar höfðu verið sveigðir sitthvoru megin við hliðstólpa þeim til styrktar. Myndir sendi eg Árbæjarsafni og e.t.v. kemur í ljós við vettvangskönnun sem og rannsókn heimilda og samtöl við heimildafólk að grunurinn sé staðfestur.

Eftir stutt en gott samtal hélt eg áfram um stífluna yfir Elliðaárnar. Á lóninu fyrir ofan stífluna voru nokkrar álftir, grágæsir og stökkendur. Auk þerra mátti telja um tug dugganda. Áfram hélt eg niður með Kermóafossi sem skartaði sínu fegursta og öðru sinni yfir Elliðaárnar um göngubrúna í Elliðahólma. Þessi skógur er dæmi um hve vel getur tekist til við skógrækt. Mun hún hafa hafist um miðja síðustu öld að frumkvæði Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra. Mikið var gaman að sjá hversu skógur þessi er vel hirtur, hann hefur verið grisjaður og snyrtur og er hinn fegursti. BranduglaGekk eg víða um til að skoða einstök tré og sjá hvernig unnið hefur verið, allt eftir réttum og viðurkenndum aðferðum. Undir einu vöxtulegu grenitré gekk eg fram á nýdauða branduglu. Það var fremur dapurlegt að sjá hana þarna en eitthvað hafði komið fyrir. Gott tækifæri gafst að skoða ugluna nákvæmlega: hvassan ránfuglsgogginn og sterkar klær þar sem fiðrið nær að þekja fæturna. Fjaðrir og fiður skrautlegt leirgráir flekkir um ljósgráan grunn.

Lét eg fuglafræðinga Náttúrustofnunar vita af þessu, lýsti staðnum hvernig finna mætti hana. Vegna anna þeirra, þá gerði eg mér leið aftur í Elliðaárdalinn fyrir myrkur í gærkveldi og sótti fuglinn. Súld var og rigndi dálítið. Eg hafði ástæðu til að ætla að mýs, hundar, rottur, minkur og jafnvel refur gætu spillt hræinu og af þeim ástæðum fannst mér ekki rétt að bíða næsta morguns.

Undir greninu var uglan

Í nótt sem leið var branduglan í frysti heima hjá mér eftir að hafa fengið leiðbeiningar fuglafræðings um æskilega meðferð. Athyglisverð voru viðbrögð kattanna á heimili mínu, annar kötturinn leit ugluna ekki viðlits eins og hann hugsaði með sér: séð hefi eg annað eins! Hinn varð skelfingin uppmáluð og læðupokaðist framhjá með skottið milli lappanna. Í dag var uglan afhent sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar til rannsóknar og verður hún væntanlega krufin til að finna út dánarorsök hennar.

Branduglur eru tignarlegir fuglar. Fyrir tæpum 8 árum tjaldaði eg með fjölskyldu minni að áliðnu sumri 2003 í Vaglaskógi. Veður var hið fegursta eins og það best gerist á Íslandi og um kvöldið gengum við víða um skóginn fram í ljósaskipti. Þegar draga fór úr birtu heyrðum við kvak nokkuð og vængjatök, litum upp og þar voru branduglur tvær og hnituðu hringa yfir okkur. Þær vildu greinilega fylgjast gjörla með ferðum okkar, kannski vorum við nærri ungunum eða góðum veiðistað.

Mjög gott tækifæri var að virða ugluna fyrir sér. Sterklegar klær og kjaftur, mjög fallegar fjaðrir með skrautlegu munstri.

Um daginn gekk eg um Bústaðaveg og kom að brunarústum Birkihlíðar sem kveikt var í á dögunum. Húsið er að sjá illa farið og spurning hvort gert verði við það. Arkitektúr þessa húss er mjög fallegur og samræmist vel bæði hæð og stærð. Og í umhverfið fellur það nánast fullkomlega. Birkihlíð lét byggja merkur maður, Hákon Guðmundsson að nafni sem gegndi um allanga hríð starfi hæstarréttarritara. Margir eldri borgarar minnast vinsælla þátta hans í útvarpi um nýgengna hæstaréttardóma. Fjölmargir höfðu gagn og gaman af enda var starf hans frábært. Aðaltómstundastarf hans var skógrækt ásamt fjölskyldu sinni og má gjörla sjá ávöxt þeirrar iðju í næsta nágrenni. Oft var þeim nöfnum ruglað saman Hákoni Guðmundssyni og Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra en þeir skildu eftir sig djúp spor á sviði skógræktar á Íslandi sem vonandi fennir aldrei yfir.

Vonandi verður ekki byggt stærra hús á lóðinni né trjágarðurinn eyðilagður eins og sumir vilja þegar þeir sjá barrtré. Í skógræktinni má sjá fegurstu hliðar einkaframtaksins þó svo skuggahliðarnar hafi verið allt of áberandi með kolröngum ákvörðunum á undanförnum árum. En það er önnur saga.

Kínverskt máltæki segir, að sá sem plantar trjám, lifi lengi. Ekki svo að skilja að maðurinn sem lífvera lifi lengi, heldur fremur sá góði hugur sem að baki býr. Gildir einu hvort um lauftré eða barrtré sé að ræða.

Góðar stundir!

Mosi 


Bloggfærslur 31. mars 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 244227

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband