„Oft er í holti heyrandi nær“

Fyllsta ástæða er til gætni hvað sagt er á netinu. Vafasamar fullyrðingar berast oft víðar en ætla má í fyrstu.

Á ofanverðri 19. öld voru málaferli milli ritstjóra vegna ærumeiðinga mjög tíð. Þá var hugsun tengdri stjórnmálum í bernsku á Íslandi og ýmsir misstu frá sér sitthvað það sem betur var ósagt en sagt. Málaferli vegna ærumeiðinga hafa allar götur síðan þótt bæði dýrum dómum keypt og árangur af þeim lítill. Með málaferlum er oft verið að vekja jafnvel enn meiri athygli á brestum okkar og ágöllum.  En fátt er flestum jafn dýrmætt og heiður og æra sem flestir eru tilbúnir að verja töluverðu fé til.

Í dag á tímum internetsins er sérstakt tilefni til varkárni. Fyrrum á tímum blaða og tímarita var unnt að ráða og stýra hvert fullyrðingar bárus. Í dag fer hugsunin víðar en við ætlumst og verður vegið og metið. Þau eitruðu skeyti sem öðrum er ætlað hittir okkur jafnvel ver en þá sem þeim var ætlað.

„Oft er í holti heyrandi nær“ er gamalt orðtæki. Í þýsku er talað um að „veggirnir hafi eyru“ og átt við það sama. Boðskapurinn er sá sami: Við eigum að vanda okkur í samskiptum við aðra og forðast að gefa öðrum tilefni til reiði og tortryggni.

Mosi  


mbl.is Prófmál um ummæli á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlát dómsniðurstaða

Í þessu dómsmáli kemur fram mjög ámælisverð framkoma yfirmanns gagnvart undirmanni sem í þessu tilfelli er kona. Hún hefur greinilega orðið fyrir áfalli hvernig hann hefur komið fram við hana í sumarbústaðnum þar sem hann hefur viljað sýna henni margskonar áreitni og viljað nýta sér aðstöðu sína sem yfirmaður hennar. Eftir þennan atburð hefur hann ekki heldur sýnt af sér annað en fyrirlitningu þar sem iðrun og ósk um fyrirgefningu á ámælisverðri hegðun hans í þessari „vinnuferð“ hefði betur átt við. Sem yfirmaður í fyrirtækinu hefur hann sýnt af sér með þessu einbeittan brotavilja að niðurlægja konuna.

Niðurstaða dómsins er því sanngjörn og eðlileg.

Mosi


mbl.is Ekki nóg að áminna starfsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244228

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband