Óviturlegar fullyrðingar þingmanns

Greinilegt er að Ásmundur Einar geri sér ekki grein fyrir forgangsröðun verkefna eftir hrunið mikla. Fyrst þurfti að koma bankakerfinu og efnahagskerfinu aftur af stað. Átti að byrja á því að fella niður skuldir um 20% einsog Sigmundur Davíð vildi fyrir síðustun kosningar? Sú hugmynd byggðist fremur á ábyrgðarlausu lýðskrumi fremur en skynsemi enda til þess fallin að auka fylgi Framsóknarflokksins með vinsælu slagorði eins og 110% lánastefnu eins og Framsóknarflokkurinn vildi fyrir kosningar skömmu eftir 2000 og er rótin að fjárhagsvandræðum langflestra einstaklinga. Framsóknarflokkurinn er ein versta óheillakráka íslenskra stjórnmála enda hafa margir ævintýramenn komið þar við sögu á síðustu árum sem oft hafa hugsað meira um og sýnt vilja sinn í verki með því að hygla sér og sínum fremur en að stuðla að almannahag.

Eg er sem þúsundir fylgismanna VG mjög óánægður með þá ákvörðun að Ásmundur Einar stökk fyrir borð ásamt Atla og Lilju. Sú ákvörðun þeirra varð í raun hvalreiki fyrir þá braskara sem enn eru meira og minna með stjórnartaumana bak við tjöldin. Völd núverandi ríkisstjórnar eru takmörkuð og henni því oft ranglega kennt um það sem aflaga fer í samfélaginu. Öðru máli gildir um þá ríkisstjórn sem hyglaði og efldi hag braskaranna í aðdraganda bankahrunsins. Innan stjórnarandstöðunnar eru margir fulltrúar þessara braskaraafla sem nú þurfa að öllum líkindum að gæta betur að réttarstöðu sinni þegar rannsókn hrunsins nær meiri árangri. Ekki ætlar góður drengur úr Dölum vestur að verja það svínarí? Og að ganga í flokk Framsóknarmanna þar sem eru fyrir ábyrgðarlausir fulltrúar braskaranna er enn meiri vanvirða við kjósendur Ásmundar.

Með von um betri stundir í nánustu nframtíð en án Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is „Gamlir hundar sem engar breytingar vilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengandi starfsemi

Á Vesturlöndum er að verða algengara með hverju árinu að allir aðilar sem hafa einhverja mengandi starfsemi beri að greiða fyrir. Nú þurfa álver og áþekk fyrirtæki að útvega sér mengunarkvóta, oft með miklum kostnaði.

Hér á landi hefur lengi vel verið viðkvæðið: „Lengi tekur sjórinn við“ og lýsir kæruleysi okkar gagnvart umhverfinu. Hingað til hefur ekki verið rukkað fyrir mengun sérstaklega en kolefnisgjald hefur verið sett á innflutt eldsneyti.

Á næstu árum verða að öllum líkindum meir kröfur settar og þá sérstaklega sérstakur skattur á mengandi starfsemi, m.a. á álver. Mengunargjald þekkist hvarvetna í iðnríkjunum og er eðlilegt að vaxandi kröfur séu gerðar til meir hollustu umhverfisins.

Eðlilegt er, að athyglin beinist að flugeldum, blysum og brennum. Gríðarleg mengun er af völdum þessa og ljóst að erfitt verður að leggja umhverfisgjald á iðnaðinn sé þessi starfsemi sé látin afskiptalaus. Kannski mætti draga stórlega úr innflutningi og notum af blysum og flugeldum með því að leggja umhverfisskatt á þetta og leyfisumsókn fyrir brennu sé samsvarandi miðað við magn eldsmatar.

Margt sem fleygt er á brennur má nýta betur. Þannig má nota vörubretti til að mynda skjól fyrir skógrækt á erfiðum vindasömum stöðum eins á Kjalarnesi, undir Eyjafjöllum, Hafnarfjalli og að ógleymdum Öræfum þar sem oft er mjög vindasamt.

Góðar stundir.


mbl.is Á við allan iðnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg yfirlýsing Davíðs

Þetta er vægast sagt mjög kostuleg traustyfirlýsing manns sem hrakti forsetaembættið úr Stjórnarráðshúsinu á sínum tíma. Davíð og Ólafur voru engir perluvinir í þinginu, öðru nær. Man nokkur eftir frægu styggðaryrði sem ÓRG hafði um DO hérna um árið?

ÓRG klauf þjóðina í tvær fylkingar í stað að sameina hana með afstöðu sinni gegn Icesave samningunum. Með þeim var einföld lausn fengin en féll íhaldsmönnum ekki í geð enda hafa þeir ekki viljað fallast á að hafa borið neina ábyrgð á hruninu.

Davíðs verður sennilega minnst fyrir að hafa skipað 26 sendiherra úr röðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks það rúma ár sem hann gegndi sem utanríkisráðherra. Er þetta ekki Íslandsmet í embættaveitingum ef ekki Norðurlandamet ef ekkiEvrópumet og jafnvel heimsmet?

Með þessu voru flestir raftar á sjó dregnir, vildarvinir og velunnarar þáverandi stjórnarherra.

Hvað skyldi þetta hafa kostað fátæka þjóð?

Davíð Oddsson hefur reynst okkur Íslendingum dýr gegnum tíðina, meira að segja rándýr.


mbl.is Samskiptin við Ólaf alltaf verið eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband