Hvað felst í þessum gerðardómi?

Gerðardómur er afleiðing þess ágreinings milli tveggja eða fleiri aðila að þeir feli þartilvöldum aðilum, yfirleitt lögmönnum og fagmönnum, að yfirfara mismunadi kröfur, rök og mótrök þegar ágreiningur verður milli þessara aðila og úrskurða hvað rétt er. Nú virðist eins og þessi gerðardómjr gangi að því vísu, að fyrirliggjandi sé það sama magn orku sem talið var að væri fyrir hendi og HS gæti útvegað. Nú hefur annað komið í ljós, jarðhitaorkan hefur verið ofmetin og ekki er til sú orka sem björtustu vonir voru sem samningurinn um orkuveisluna byggðist á.

Margir íslenskir fagmenn vissu það allan tímann að þessi orka væri ofmetin. Og þeir vöruðu við. En það voru vissir stjórmálamenn sem tóku af skarið og töldu að unnt væri að semja um þessa orku. Nú þurfa þessir aðilar að stíga fram og standa reikningsskap gerða sinna. Voru þeir að blekkja og þá hverja? Vissu þeir eða máttu vita að allan tímann var deginum ljósara að orkan sem um var samið var ekki til?

Spurning er hvað felst í þessum gerðardómi? Ljóst er að ef engin brögð hafi verið í tafli og allar forsendur samningsins standist, þá geti HS hafa bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart Norðuráli. Hins vegar er deginum ljósara að hvert uppsett MW er margfalt dýrara en var fyrir 5-7 árum í því bjartsýniskasti sem þá gekk yfir ýmsa á Suðurnesjum.

Þessi gerðardómur er ekki góð tíðindi og er glöggt dæmi um hve mikilvægt er að huga að því fornkveðna: Í upphafi skal endann skoða.

Betur hefði verið að bjartýnismennirnir hefðu verið mun raunsærri á sínum tíma. Þá hefði þessi áldraumur með tilheyrandi martröð verið kannski fremur vond hugleiðing en blákaldur raunveruleikinn.


mbl.is Engin deila milli HS Orku og OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið að því

Útblástur af CO2 og öðrum eiturefnum er nú háð verslun og viðskiptum. Fram að þessu hefur losun mengandi efna verið gjaldfrjáls. Ein skýringin á hve álfyrirtæki hafa verið þaulsætin í íslensku þjóðlífi er m.a. vegna þess að þau hafa ekki greitt eina einustu krónu í þessi mengunargjöld.

Nú er komið að því að mengandi starfsemi nýtur ekki ókeypis starfsumhverfis. Hér eftir þarf að greiða gjald fyrir.

Álbræðslurnar hafa fram að þessu ekki þurft að hafa áhyggjur. Gerðardómurinn á dögunum um óbilgjarna kröfu á hendur Hitaveitur Suðurnesja um afhendingu á miklu orkumagni til fyrirhugaðrar álbræðslu í Keflavík hefur að öllum líkindum haft mark af þessu: að knýja þessa niðurstöðu fram áður en greiða þarf fyrir mengunina af starfseminni.

Við erum að sigla inn í gjörbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nú þarf að taka meira tillit m.a. til umverfis en áður. Vonandi fagna sem flestir en alltaf eru einhverjir sem malda í móinn og sjá þessum breyttu aðstæðum allt til foráttu.

Góðar stundir!


mbl.is Icelandair kaupir losunarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband