Atvinnulíf í dróma: endurvekjum plaströraverksmiðjuna á Reykjalundi

Áður var blómlegt atvinnulíf í plaströrum á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Framleiðslan gekk vel, hún stóðst strangar gæðaprófanir og var einnig mjög hagkvæm í verði fyrir kaupendur. Um 2 tugir manna höfðu atvinnu við þessa starfsemi: við framleiðslu, flutninga, þjónustu og samsetningu. Nú er þessi verksmiðja vannýtt meðan innflutningur á hliðstæðri vöru sem væntanlega er óhagkvæmari er flutt um langan veg frá útlöndum.

Í landinu er nú um 7% atvinnuleysi og hliðstætt atvinnuleysi er einnig í Mosfellsbæ. Í sept. s.l. voru 306 á atvinnuleysisskrá í Mosfellsbæ en mest var atvinnuleysi skráð 431 í apríl 2009.

Það er vægast nsagt mjög dapurlegt að þessi röraverksmiðja sé ekki nýtt í þágu samfélagsins. Reynsla og þekking glatast auk þess sem verðmæti verða ekki til meðan hún safnar ryki og ryði.

Því miður eru margir stjórnmálamenn nokkuð brattir og telja að áhersla á aukinn áliðnað sé eini vænlegi vaxtabroddurinn á Íslandi. Nú hefur komið á daginn að slíkar hugdettur beri að dragastórlega  í efa enda virðist margt benda til að komið er að kaflaskilum í þeim efnum. Verð á áli fer væntanlega lækkandi vegna aukinnar endurvinnslu og meðvitundar um að draga sem mest úr urðun.

Það er hyggilegra að hlúa að ýmsum litlum fyrirtækjum sem skapa verðmæti í heimabyggð. Líklegt er, að ef þessi verksmiðja væri starfandi nú, væru atvinnulausir í Mosfellsbæ töluvert innan við 300.

Mættu sveitastjórnir hafa þetta í huga, ekki aðeins í Mosfellsbæ heldur um allt land. Við erum að kaupa dýrar, óhagkvæmar og glutra niður dýrmætum atvinnutækifærum.

Mosi 


mbl.is Danir selja hitaveiturör til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband