Betri er skattur og hafa öryggi

Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér á 17 ára samfelldu valdaskeiði sínu fyrir miklum skattalækkunum einkum gagnvart þeim sem betur máttu sín. Afleiðingin var sú að þúsundir lögðu sparnað sinn til hliðar og keyptu m.a. hlutabréf.

Sami flokkur átti ásamt Framsóknarflokknum forgöngu í að undirbúa illa ígrundaða einkavæðingu ríkisbankanna og ákváðu með enn verri undirbúning að afhenda bankana vandræðamönnum.

Allt hrundi sem hrunið gat enda töldu allir hlutaðeigandi að þeir bæru enga ábyrgð.

Nánast allir sem áttu hlutabréf og hugsuðu um langtímasparnað í formi þeirra töðuðu áratuga sparnaði, í boði Framsóknarfloksins og Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir mitt leyti vil eg fremur borga nokkra þúsund kalla til viðbótar í skatta til að leggja mitt af mörkum til reksturs þjóðfélagsins. Með því get eg vænst þess að hafa öryggi sem hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið.

Forysta Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru nátengdir bröskurunum og spillingaöflunum sem ábyrgð bera á bankahruninu!

Mosi


mbl.is Skattarnir lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki að sigla á kyrrari sjó?

Þingmaðurinn á fullan rétt að gagnrýna forsetann. Því miður hefur Ólafur Ragnar klofið þjóðina fremur en að sameina hana. Þetta nýjasta leikrit er ekki til að laga ástandið, öðru nær.

Mér finnst að hann mætti taka Ögmund innanríkisráðherra sér til fyrirmyndar. Í stað þess að hefja rannsóknir og efna til átaka varðandi innkaupamál ríkislögreglustjóra, þá vill Ögmundur bera klæði á vopnin. Hann vill sættir.

Ólafur Ragnar mætti læra að sigla á kyrrari sjó. Það hefur engan tilgang að rugga sífellt þjóðarskútunni. Má hún við því?

Mosi


mbl.is Forsetinn friðarspillir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun verður að reka eins og fyrirtæki

Viðtalið við Hörð forstjóra Landsvirkjunar í Kastljósi á dögunum upplýsir okkur landsmenn um sitthvað í rekstri þessa mikilvæga fyrirtækis. Kárahnjúkavirkjun reyndist þessu fyrirtæki vera of stór biti. Nú er reksturinn í járnum, annað sem áður var en fyrir áratug var fyrirtækið nánast skuldlaust. Nú eru skuldir þess himinháar, lán tvöfölduðust í bankahruninu rétt eins og aðrar erlendar skuldir.

Þeir sem trúðu á fagurgala þeirra stjórnmálamanna sem lofuðu gulli og grænum skógum með tilkomu álbræðslna byggðu málflutning sinn á sandi. Nú er hann fokinn út í veður og vind, kannski út í hafsauga. Þessi háttur, að lofa atvinnuuppbyggingu einungis á álbræðslum jaðrar við að vera lýðskrum af versta tagi. Og nú eru ýmsir ævir af reiði. Í stað þess að taka þá til bæna sem buðu upp á virkjanapartý með álbræðslum, þá eru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon skömmuð fyrir að hafa svikið! Ekki hafa þau lagt einn einasta stein í götu þeirra álbræðslumanna síður en svo. Þau hafa verið fyrst og fremst raunsæir stjórnmálamenn sem hafa áttað sig á þeim breytingum sem er að gerast í kringum okkur. Álbræðslumenn gera sér einning grein fyrir því að þeir þurfa að keppa við endurvinnslu sem er mjög vaxandi einkum í Bandaríkjunum en Bandaríkjamenn eru að vakna við vondan draum að þeir hafa verið öðrum fremur í óhemju sóun á verðmætum.

Álbræðslumenn vilja ef þeir ætla að byggja fleiri álbræðslur að fá hagkvæmari aðstæður í landinu, annað hvort lægra rafmagnsverð, lóðir jafnvel gefins og helst lækka kaupið hjá starfsmönnum. Eru menn tilbúnir að vinna við þessi erfiðu störf á lægra kaupi? Eru Norðlendingar tilbúnir að greiða hærra verð fyrir rafmagn svo unnt sé að lækka verðið til álbræðslumanna?

Af hverju treysta Norðlendingar og jafnvel fleiri þessum skýjakastala hugmyndafræðingum? Hvers vegna ekki þeim sem sáu gegnum þetta glys og gjálfur? Eru menn virkilega svona auðtrúa og einfaldir?

Landsvirkjun verður að fá a.m.k. það verð sem kostar að framleiða orkuna, flutning sem og annan kostnað. Annað gengur ekki.

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Landsvirkjun liggur undir ámæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 244222

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband