14.10.2011 | 18:08
Náttúruvernd og skógrækt
Ekki sat eg þetta þing enda leiðast mér öll ferðalög í leiðinlegu veðri.
Við búum í erfiðu, köldu, vindasömu og umhleypingasömu landi. Í mínum huga er náttúruvernd aukin skógrækt í þessu skóglausa landi. Við skulum minnast þess að í byrjun 12. aldar er Íslandi lýst sem landi sem var viði vaxið milli fjalls og fjöru. Á dögum Ara fróða (1067-1148) var með öðrum orðum orðin umtalsverð eyðing skóga.
Víða mætti nú á dögum bæta landsgæði með aukinni skógrækt, öryggi, vatnsbúskap, afköst og meiri arðsemi í landbúnaði. Þá mætti með öflugum skjólbeltum draga úr varhugaverðum veðuraðstæðum við fjöll eins og í Melasveit undir Hafnarfjalli, Kjalarnesi, Eyjafjöllum og Öræfum þar sem oft hafa orðið óhöpp jafnvel stórslys vegna vindstrengja. Kornrækt er mjög háð veðri. Við getum stuðlað að meiri kornþunga, hraðari þroska korns og þar með aukinni uppskeru til hagsbóta bændum og landsmönnum öllum.
Því miður líta ýmsir á skógrækt með tortryggni og benda á í gagnrýni sinni að skógræktarfólk vilji oft planta erlendum trjátegundum. Nú er það svo að sumar þessara tegunda eins og sitkagreni og stafafura hafa alið af sér nokkrar kynslóðir. Hvað þurfa tré að þrífast lengi og hversu margar kynslóðir þess teljast að tegundin sé innlend?
Stafafura er talin vera ágeng tegund af náttúrufræðingum. Hún er dugleg að sá sér en er mjög verðmæt náttúruafurð sem mörgum yfirsést. Greni, þinur, aspir og ýmsar fleiri tegundir vaxa með góðri umhyggju og geta orðið til mikils yndisauka.
Hefði íslensku þjóðinni borið sú gæfa að leggja meiri áherslu á skógrækt undanfarin ár fremur en að hrífast með stórgróða frjálshyggjunnar sem hófst með byggingu Kárahnjúkavirkjunar og einkavæðingu bankanna sem endaði með bankahruni og allsherjarupplausn í boði vissra stjórnmálamanna, þá ætti næsta kynslóð aðgang að gríðarlegum náttúruauðlindum.
Með Kárahnjúkavirkjun var land lagt sem nemur um 15% þess lands sem hefur verið ræktað upp með skógi undanfarna öld. Það land er í dag með öllu glatað um aldur og ævi. Skógurinn dafnar og grær, verður síðar að verðmætum.
Mosi
![]() |
Fjölmenni á Umhverfisþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2011 | 10:38
Gamall draugur vakinn upp
Við Íslendingar hafa verið blessunarlega lausir við hernaðarstúss. Í því liggur kannski mesti hernaðarstyrkur okkar. Við höfum lögreglu og landhelgisgæslu. Það dugar yfirleitt öllum menningarþjóðum þar sem réttarríki er.
Hernaðarumsvif hentar yfirleitt þeim best sem selja hergögn. Þeir sjá alls staðar tviðskiptatækifæri og eru ætíð viðbúnir að beita mútum og byggja upp spillingarkerfi valdhafa til að halda völdum.
Mosi
![]() |
Þreföld kreppa á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. október 2011
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 244222
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar