25.1.2011 | 23:45
Nauðvörn?
Nú hefir margt verið gagnrýnt með fyrirtæki þetta. Aflandskrónur voru gjörnýttar til að kaupa hagsmuni tengdum aðgangi að íslenskum orkulindum. Íslenskir ríkisborgarar hafa ekki sama rétt og var því þarna um grófa mismunun milli aðila. Þessi staðreynd virðist vera eigendum Magma fyllilega ljós.
Íslenskir hagsmunir mæla með því að við yfirtökum þessi gæði á þann hátt að viðkomandi fái greitt fyrir í samræmi við það sem hann hefir lagt í fyrirtækið auk sanngjarnar þóknunar sem gæti verið t.d. vextir af kaupverði en ekki eyri fram yfir það.
Geysir Green Energy var vægast sagt furðulegt fyrirtæki en einn af upphafsmaður þess og stjórnarformaður var Hannes Smárason, sá sami sem átti vægast sagt skrautlegan feril í viðskiptalífi Íslendinga og geta margir minnst þess að hafa glatað ævisparnaði sínum í braski hans og hans félaga með hlutabréf og ýmsa furðulega fjármálavafninga í ölduróti sem varð í bankahruninu.
Lífeyrissjóðir töpuðu auk þess offjár sem líklega seint verður tíundað.
Sitthvað bendir til að þeir Magma menn vilji reyna að sigla inn á kyrrari sjó.
Mosi
![]() |
Magma reiðubúið til viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 17:10
Dýr dómur
Stjórnlagaþingskosningarnar voru mjög dýrar, jafnvel dýrari í framkvæmd en sveitastjórnarkosningar og þingkosningar. Það er dapurlegt að Hæstiréttur hafi talið að ágallarnir væru það mikilir að ekki hefði verið talið að unnt væri að horfa í fingur sér við þá.
Umboð kjörinna fulltrúa fellur væntanlega niður.
Nú þarf væntanlega að endurtaka kosninguna og vonandi verður unnt að þræða fram hjá öllum skerjum og boðum þannig að Hæstiréttur ógildi þær ekki öðru sinni. Spurning er hvort rétt sé að setja auknar kröfur t.d. að fjölga meðmælendum en einungis þurfti 30 undirskriftir. Nota verður hefðbundna kjörkassa og hanna kjörseðla í samræmi við gerð þeirra. Þá þarf líklega að breyta einhverju varðandi talningu atkvæða.
Líklegt er að stjórnarandstaðan kætist enda er allt reynt til að grafa undan ríkisstjórninni sem á níu líf eins og kötturinn.
Ein örlítil leiðrétting að lokum: fyrsta stjórnarskráin var sett 5.júní 1849 í Danmörku en ekki 1848. Þessi dagur, Grundlovsdagen hefur síðan verið þjóðhátíðardagur Dana, svo mikils virði er þeim þessi dagsetning.
Mosi
![]() |
Ómar: Erum að flýta okkur of mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 25. janúar 2011
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar