9.8.2010 | 11:40
Ánægjulegar breytingar
Í gær fór eg í langa gönguferð um náttúruna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Veður til gönguferðar var hið ákjósanlegasta, hægviðri og hlýtt en ekki mikil sól. Mikil gleði var að ganga fram á ungar birkiplöntur sem víða eru að vaxa upp úr örfoka landi, melum og ásum. Eftir að sauðfé var úthýst með því að koma sauðfjárhaldi í afmörkuð beitarhólf er náttúran sjálf að lækna sig sjálf af þeirri meinsemd sem einnkennst hefur af rányrkju mannsins. Víða settu sig nokkrar steinbrjótstegundir þar sem unnt var að festa rætur af fræjum sem berst víða með fuglum og vindum. Áður fyrr þótti sjálfsagt að gjörbeita land með sauðfé og hrossum á þann hátt að allt var étið niður í rót. Ekkert varð eftir nema örfoka land og fullkomnun eyðileggingarinnar.
Á leið minni til baka varð refur á vegi mínum. Líklega var hann ungur því hann var nokkuð forvitinn og reyndi eg að spjalla við hann mjög vingjarnlega. Líklega hefur hann orðið var við mig þegar eg snæddi nestið mitt og hefur gjarnan viljað fá bita. Því miður varð eg hans ekki var fyrr en eg hafði lokið við nestið mitt en hefði gjarnan viljað gefa honum hluta af því. Ástæðan fyrir því að eg tel að þarna hafi ungur refur átt í hlut er að hann hljóp rakleitt í átt að greninu en um það hefi eg vitjað öðru hverju. Síðastliðinn vetur gekk eg fram á tvo gamla dýraboga sem einhver veiðimaður hefur skilið eftir. Var annar spenntur og auðvitað gerði eg hann hættulausan, kippti með heim og lét hlutaðeigandi vita. Dýraboga má ekki nota nema þegar greni eru unnin og þá til að ná í yrðlingana og má þá veiðimaður ekki yfirgefa nágrenni grensins.
Refir eru sjaldgæf sjón í nágrenni Reykjavíkur enda hafa þeir verið hundeltir og drepnir unnvörpum án minnstu miskunnar. Þeir hafa sér til saka unnið að hafa sömu þörf að eta lambakjöt. Þeir eru sælkerar rétt eins og þeir sem kunna gott að meta. Refi hefi eg fyrst og fremst séð á Vestfjörðum en ekki hér í nágrenni Reykjavíkur að mig minni nema þá auðvitað í Húsdýragarðinum. Af hverju mega þeir ekki lifa óhultir í náttúru landsins, eru þeir þó búnir að vera í landinu lengst allra spendýra að vitað sé?
Refir hafa ábyggilega þann kost að verja lönd fyrir minknum sem er langtum verra meindýr en refurinn. Báðar tegundirnar helga sér óðul og þó svo að minkurinn sé fyrst og fremst við ár og vötn þá skarast búsvæði þeirra víða. Ein ástæðan fyrir gríðarlegri útbreiðslu minksins á sínum tíma voru að öllum líkindum refaveiðarnar. Þær voru stundaðar af meiri hörku frá Kreppuárunum og fram á þennan dag. Minkurinn er hingað kominn vegna innflutnings eftir 1930 og mættu þeir sem aðhyllast lúpínufóbíu taka herferð gegn minki gjarnan á stefnuskrá sína. Minkurinn er til vandræða en lúpínan er gagnleg jurt sé henni beitt hóflega á þar til gerðum stöðum. Má geta þess að birki er í raun mun aðgangsharðari tegund en lúpínan að því leyti að fræ birkisins getur borist tugi kílómetra með fuglum og vindi. Kemur það af því að fræðið er létt en fræ lúpínunnar stórt og þungt sem fellur yfirleitt ekki nema örfáa metra frá móðurplöntunni. Eftir lok ísaldar breiddist birkið mjög hratt og má sjá hliðstæða þróun á Skeiðarársandi.
Ánægjulegur dagur var að baki. Eg kom dauðþreyttur heim eftir eina bestu gönguferð einsamall um náttúru landsins.
Mosi
9.8.2010 | 11:02
Öfgar eiga hvergi að líðast
Þegar umdeildir menn þekktir fyrir öfgar og ósvífni gagnvart öðrum, setja sig í dómarasæti þá er ekki von á góðu. Hitler & Co töldu útrýming Gyðinga vera í fullu samræmi við þýsk lög sem kennd voru við Nürnberg. Sú framkoma var af nákvæmlega sama sauðahúsi og sú sem þessi herramaður fyrir botni Miðjarðarhafsins telur sig vera að framfylgja.
Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna Ísrael á sínum tíma. Þeir höfðu víða átt í erfiðleikum, verið ofurseldir ómannúð og öfgastefnum ýmissa stjórnvalda. Nú vilja þeir framfylgja óréttlæti af fullri hörku gagnvart varnarlítillri þjóð og hafa gengið allt of langt sem ekki verður hægt að færa undir neitt annað en hroka og óbilgirni. Þeir hafa farið mjög illa með Palestínumenn að jaðrar við hliðstæðar ofsóknir sem þeir fyrrum máttu þola. Hafa þessir stjórnmálamenn í Ísrael ekkert lært?
Við eigum hiklaust að hóta að slíta öllum samskiptum við öfgamenn hvar sem þá er að finna, hvort sem þá er að finna í Afríku, Ameríku, Asíu, Ástralíu, Evrópu eða Ísrael.
Mosi
![]() |
Netanyahu: Árásin á skipalestina var lögleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 9. ágúst 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 244230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar