Atvinnubótavinna fyrir sendiherra?

Utanríkisþjónustan tútnaði mikið út á dögum Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar sem utanríkisráðherrar Íslands. Fátt hefur reynst eins dýrar rekið í opinberum rekstri en þessi þáttur enda þurfti að koma mörgum mikilvægum bitlingum á jötuna sem biðu í röðum eftir umbun eftir langa og dyggu þjónustu herra sinna!

Núna á dögum efnahagslegra örðugleika hefur ekkert verið sparað í utanríkisþjónustunni. Hún tútnar út rétt eins og kölski á fjósbitanum hjá Sæmundi fróða í Odda. Svo virðist að þessum rándýru starfskröftum sé núna beitt til að kynna landið rétt eins og Eyjafjallajökull og Ferðamálaráð hafi ekki verið fullfært um það hlutverk.

Sendiráð eru rándýr í rekstri. Raunverulega er unnt að spara milljarða í rekstri ríkisins með samdrætti í þessum efnum. Möguleiki er á að koma á fót konsúlakerfi sem er mun ódýrara sem hefðu að nokkru leyti það hlutverk að veita nauðsynlegar upplýsingar og beina fyrirspurnum og erindum til viðkomandi aðila. Á dögum fremur ódýrrar internetþjónustu er unnt að ná sama árangri og merð rándýrum sendiráðum út um allar jarðir.

Þurfum við á atvinnubótavinnu fyrir sendiherra? Hvernig væri að þeir væru kallaðir heim og sem flestum sendiráðum lokað enda hefur skítblönk þjóð ekki efni á svona flottheitum.

Mosi

 


mbl.is Ísland kynnt víða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 244232

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband