Óreiðan mögnuð

Eigi er að sjá að þetta Magma fyrirtæki eigi bót fyrir boruna á sér. Það er jafnvel skuldsettra en Geysir Green Energy og Atorka jafnvel til samans.

Svo er að sjá að þeir sem enn eru í forystusveit „hrunflokkanna“ séu enn við sama heygarðshornið og að enn sé 2007.

Árni Sigfússon á sér nafna sem uppi var á Sturlungaöld. Hann var að vísu Magnússon og bjó í Brautarholti á Kjalarnesi. Ásamt Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni síðar jarl, var hann fyrrum tengdasonur Snorra Sturlusonar. Þeir ákváðu að hittast einu sinni og voru þá samantekin ráð þeirra að ríða í Reykholt um miðjan septembermánuð 1241 og ryðja fyrrum tendaföður sínum úr vegi. Varð Árni til að leggja til Snorra fyrstur manna sem sagði: „Eigi skal höggva“.

Sturla Þórðarson sagnaritari kvað Árna þennan hafa fengið viðurnefnið „óreiða“ enda varð þvílík vitleysa og vandræðagangur í öllu sem Árni þessi kom nærri.

Nú mun Árni í Brautarholti búinn að fá sér annan nafna sem gjarnan mætti klína við sama viðurnefni: Árni Sigfússon bæjarstjóri í Keflavík mætti gjarnan vera nefndur „óreiða“  enda mun líða langur tími uns greitt verður úr allri flækjunni sem þessi bæjarstjóri hefur magnað upp með hverju árinu sem líður.

Mosi


mbl.is Magma fær 14,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 244232

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband