Gjaldskrá björgunarsveita: Nú er gott tækifæri

Björgunarsveitir leggja mikið á sig í þágu þjóðar. Aldrei hafa þær tekið eyris virði fyrir veitta aðstoð hversu mikil sem hún kann að hafa verið. Þetta er með öllu óskiljanlegt venjulegu fólki enda hafa ýmsir samborgarar meðal okkar treyst á björgunarsveitir þegar anað er út í glæfraför sem því miður hafa stundum endað með ósköpum.

Nú ætti að vera gott tilefni fyrir björgunarsveitir að setja upp gjaldskrá:

Fyrir minniháttar aðstoð mætti setja upp gjald t.d. 10.000 krónur.

Fyrir meiriháttar aðstoð þar sem senda þarf sveit langan veg og jafnvel kalla til þyrlu ætti slík aðstoð að fara annað hvort eftir reikningi yfir útlagðan kostnað eða fast gjald sem gæti þess vegna numið allt að einni milljón króna. Kostnaður við björgunarsveitir er gríðarlegur sem fæstir gera sér grein fyrir. Ef Landsbjörg og björgunarsveitirnar hefðu gjaldskrá yfir þjónustu sína, mætti reikna með meiri fyrirhyggju um varhugaverðar og hættulegar slóðir.

Tryggingafélög ættu einnig að hasla sér völl á þessu sviði. Á þeim bæjum ætti að vera viðbúnaður að taka að sér þessa sjálfsögðu þjónustu. Allt eftirlit og tilkynningamál væru mun betra og auðveldari.

Um allan heim þarf að greiða fyrir þá þjónustu sem björgunarsveitir veita. Má t.d. nefna í Ölpunum en í Sviss fær enginn heimild að ganga á hættuleg fjöll nema sýna fram á hæfni til slíks og að keypt hafi verið trygging til greiðslu þóknunar til björgunarsveita ef á slíkt reynir.

Mosi


mbl.is Mjög slæmt veður á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband