Ábyrgðarlaust kæruleysi

Að skipuleggja ferðir á varhugaverðar slóðir og sinna ekki aðvörunum um slæmt veður er ámælisverð HEIMSKA. Í öllum vönduðum bæklingum eru fyrirvarar um breytingar eða áskilinn réttur viðkomandi að fella niður skipulagða ferð vegna ófyrirsjáanlegar  forsendur, þ. á m. vegna veðurs.

Fyrir svona heimsku og útkall ættu björgunarsveitir að setja upp sérstaka gjaldskrá og senda velsmurðan reikning til viðkomandi!

Fyrir áratug eða svo var skipulögð ferð þvert yfir Vatnajökul. Sú för endaði með ósköpum en hefði getað farið jafnvel enn ver. Mjög illa útbúinn hópur til jöklaferða fór á vélsleðum þvert yfir jökulinn og lenti í hrakningum undir lok ferðarinnar yfir jökulinn. Kalla þurfti þyrlu til og björgunarsveitir. Þessi aðstoð kostaði skattborgara stórfé og ferðaskrifstofan fékk himinháar kröfur frá erlendum hröktum ferðalöngum. Þetta reið ferðaskrifstofunni að fullu og bar hún ekki barr sitt eftir þetta.

Tryggingafélög mættu skoða þessi mál enda er lítið vit í núverandi fyrirkomulagi þar sem algjört kæruleysi virðist vera í fyrirúmi. „Þetta reddast“ er hugsunarháttur þeirra sem aðhyllast þessi sjónarmið. En það er ekki alltaf sem unnt er að „redda“ öllu. Finnst þessum aðilum vera réttlætanlegt að alltaf sé unnt að kalla á tugi jafnvel hundruði björgunamanna til leitar og aðstoðar og ekki greiða eina einustu krónu til slíks? Hvað segja atvinnurekendur sem þurfa e.t.v. að missa marga af sínum bestu mönnum úr starfi tímabundið vegna þess að þeir eru í björgunarsveit? Hversu mikið tjón má rekja til kæruleysisins sem auðveldlega mætti koma í veg fyrir með skynsamlegum hætti?

Kannski mætti bæta einum málshætti við í páskaegg landsmanna: Sá sem heimskur er, á að halda sig sem lengst heima!

Mosi


mbl.is Gerðu skjól úr sleðanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband