Þarna hefði mátt spara

Utanríkisþjónusta er rándýr skítblönku 300.000 manna samfélagi sem tæplega getur boðið upp á sómasamlega heilbrigðisþjónustu. Á tímum Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar tútnaði utanríkisþjónustan út enda er hún vettvangur fyrir bitlinga og vildarvini stjórnvalda.

Þremenningarnir, Atli Gíslason, Ásmundur Daði og Lilja Mósesdóttir, vildu byrja á niðurskurði á utanríkisþjónustunni sem eðlilegt framhald af nauðsynlegum aðhaldsaðgerðum vegna hrunsins. Þau töldu að eðlilegra hefði verið að halda uppi samfélagsþjónustu sem kemur öllum að gagni fremur en vissum dekurverkefnum fyrri valdhafa. Því miður uppskáru þau háð og spott þeirra sem litu á þau sem n.k. svikara.

Hvernig má það vera, að ekki sé unnt að hafa aðra skoðun á ríksfjármálum en þeir sem vilja hlut valdhafa sem mestan? Ljóst er, að unnt hefði verið að spara stórfé með því að draga saman seglin í utanríkisþjónustunni á tímum góðra samskipta gegnum tölvur og telex. Smám saman verða sendiherrar og sendiráð óþörf en við getum ekki verið án heilbrigðiskerfis.

Mosi


mbl.is Sendiherraskipti í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband