VG er lýðræðislegur flokkur

Þar sem lýðræði er að fullu virt, þar fá allir að setja fram skoðanir sínar. Sú var tíðin að í Sjálfstæðisflokkur var einn maður sem réð öllu með harðri hendi og ef einhver hafði aðra skoðun en foringinn, þá mátti hann taka pokann sinn og hverfa á braut. Man nokkur eftir þegar Ólafur F. Magnússon kom með tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og „foringinn“ gerði lítið úr Ólafi sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum að svo komnu máli ásamt nokkrum fleirum. Hefði verið betur að fleiri hefðu gert það enda var lýðræðið ekki upp á marga fiska hjá þeim stjórnmálaflokki sem lengi vel bar haus og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka á Íslandi.

Ljóst er, að einhver erfiðasta ákvörðun um fjárlög eru nú. Eftir bankahrunið hafa tekjur ríkissjóðs skroppið mjög mikið saman og spurning er hvaða leið er farsælust. Margir telja rétt að ráðast á stærstu útgjaldaliðina en þess ber að gæta að þar er vegið að grunnstoðum samfélagsins. Mikil hætta er á því, að ef skorið er ótæpilega niður í heilbrigðismalum,menntamálum og samgöngumálum, verði það jafnvel til frambúðar. Margir óttast að við lendum þá í sama fari og Bandaríkin en harkalegur niðurskurður á kreppuárunum olli því að opinber heilbrigðisþjónusta nánast hrundi saman og hefur aldrei náð fyrra þjónustustigi enda náði einkarekin heilbrigðisþjónusta undirtökunum. Fyrir vikið standa borgarar þar vestra misjafnlega að vígi þar sem aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum er háð efnahag sem vinstri menn vilja alls ekki.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hvetur íslensku ríkisstjórnina til að koma ríkisfjármálum sem fyrst í æskilegt horf, þ.e. hallalaus fjárlög. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert en má ekki verða til þess að mismuna borgurunum þegar fram líða stundir. Við sem höfum borgað skattana okkar í áratugi teljum okkur eiga rétt á þeirri þjónustu sem við höfum kostað þegar við þurfum á henni að halda en ekki að þurfa að borga aleiguna okkar fyrir það sem við höfum kostað þó til.

VG er vel treystandi til að ráða fram úr þessum vanda. Það mun kannski taka eitthvað lengri tíma að komast upp úr þessum erfiðleikum sem léttúð Sjálfstæðisflokksins olli og leiddi til bankahrunsins. En auðvitað verður að vona það besta enda margt afbragðs gott fólk sem nú stýrir landsstjórninni sem hugsar meira um fólkið en braskarana.

Mosi


mbl.is Mikil átök hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband