Eru ungir íhaldsmenn gengnir af göflunum?

Oft hafa komið kostulegar hugmyndir frá ungum íhaldsmönnum. Þeir eru sérstaklega hugmyndaríkir hvernig skera megi niður og er greinilegt að nú vilja þeir láta hendur standfa fram úr ermum. Þeir setja á oddinn að loka leikhúsum, listasöfnum og ýmissi menningarstarfsemi eins og sinfóníuhljómsveit. Þá leggja þeir til að ýmsar stofnanir á borð við Ríkissáttasemjara, Neytendastofu, Jafnréttisráð, Ferðamálastofa, Skógrækt ríkisins og ýmsar nauðsynlegar stofnanir í opinberum rekstri verði lagt niður með einu pennastriki ef þeir einir fengju að ráða!

Eru verðandi arftakar Sjálfstæðisflokksins með öllum mjalla? Hafa þeir lagt sig fram að finna jarðsamband við raunveruleikann?

Af hverju hafa þeir ekki Varnarmálastofnun á útrýmingarlistanum? Þetta er dæmi um vitaóþarfa stofnun hvers verkefni gæti verið ágætlega sinnt af Landhelgisgæslunni og á mun ódýrari hátt. Kannski mætti þakka þessum þokkapiltum að þeir vilji ekki leggja niður Alþingi, Stjórnarráðið, dómstólana og ríkissaksóknara. Og kannski Háskóla Íslands í leiðinni? Það væri köld kveðja á 100 ára afmæli Háskóla íslands sem fóstrað hefur þó flestar íhaldssálir landsmanna.

Svonefnd „stuttbuxnadeild“ Sjálfstæðisflokksins ætti að taka sér einhver ærleg störf fyrir hendur og kynnast störfum þjóðarinnar betur. Þeir mættu kynna sér fjölbreytt störf til lands og sjávar, framleiðslustörf ýms, umönnun barna, sjúklinga, fatlaðra og eldri borgara,  en á þeim vettvangi þarf að skipta á bleyjum, þrífa óhreinindi og aðstoða við að baða og við aðrar þarfir. Þá gætu þeir unnið við erfiða girðingavinnu, grisjun í skógum landsins sem mikil þörf er fyrir og sitt hvað fleira. Nú þeir gætu að ógleymdu fengið sér störf við sífellt fleiri álbræðslur landsins þar sem þeir vinna í há-rafmögnuðu umhverfi þar sem segulsviðið eyðileggur öll rafræn kort og er sennilega af þeim ástæðum ekki heldur hollt mannslíkamanum. Þá gætu þeir gætt og annast fanga sem ratað hafa vitlausu megin við lögin.

Af nægu er af að taka, hugmyndir að störfum fyrir þessar villuráfandi sálir eru óþrjótandi til að fá jarðtengingu við daglegt líf íslensku þjóðarinnar!

Talið er að listir skilji okkur frá dýrum merkurinnar. Heimdellingarnir vilja draga úr valkostum okkar að njóta listar og menningar í nútímasamfélagi í frístundum okkar. Hlutskipti okkar annarra en Heimdellinga er puð, endalaust puð helst á lágmarkslaunum svo þeir geti sjálfir hrifsað til sín í skjóli valdagleði og hroka Sjálfstæðisflokksins eftirsóknarverðustu og best launuðu störfin.

Mosi


mbl.is Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skynsemi í þessu?

Á sínum tíma líkti Vilmundur Gylfason vissum framleiðsluháttum við „sósíalisma andskotans“. Þá tíðkaðist að sauðfjárbændur framleiddu lambakjöt um tvöfalt eða þrefalt meira en nam sölu innanlands. Sauðfé var nánast friðheilagt og fékk að darka nánast eftirlitslaust út um allt land, öllu ræktunarfólki til mikillrar hrellingar, jafnvel í húsgörðum fólks. Var sauðfé beitt miskunnarlaust jafnvel á gróðurvana viðkvæm svæði t.d. Reykjanesskaga með hugmyndafræði gegndarlausrar rányrkju í hávegum. Þannig var fyrir um 30 árum að vetrarfóðrað sauðfé var um tvöfalt fleira en nú. Gríðarlegar niðurgreiðslur úr ríkissjóði gengu til framleiðenda sem einkum fóru til milliliða. Þá voru greiddar umtalsverðar „útflutningsbætur“ þannig að kostnaður við útflutning var greiddur úr ríkissjóði.

Síðan hefur sitthvað breyst, bæði hafa neysluvenjur landsmanna orðið fjölbreyttari og dregið hefir stórlega úr fjölda sauðfjár. Enginn heilvita maður finnst réttlætanlegt að sauðfjárbúskapur eigi að vera rétthærri en önnur starfsemi í landinu, allir þegnar landsins eiga að sitja við sama borð.

Framleiðsla lamakjöts er mun dýrari en annarar framleiðslu. Þannig er talið að hvert kg lambakjöts kosti bóndann um 10 fóðureiningar en hvers kg af eldisfisk einungis 1 fóðureiningu. Samt er fiskeldi nánast í andarslitrunum þar sem það borgar sig ekki.

Óskandi er að „sósíalismi andskotans“ verði ekki endurvakinn á Íslandi. Við eigum fremur að auka hagkvæmni í þessum atvinnugeira en sauðfjárbændur eru ekki öfundsverðir. Þeir hafa of lítil bú og óhagkvæm, auk þess sem kostnaður er of mikill.

Nú er mikill þrýstingur á ríkissjóð að skera sem mest niður. Heilbrigðisþjónustan hefur verið mikið í deiglunni og hefur verið á það bent og það með góðum rökum að ekki verði skorið meira niður á þeim vettvangi. Komið er að þolmörkum og hætta á að opinber heilbrigðisþjónusta bókstaflega hrynji saman með skelfilegum afleiðingum.

Lambakjötsútflutningur á kostnað skattborgara á sér fáa formælendur og vonandi verður tekið fyrir slíka sóun. Hins vegar ef framleiðendur lambakjöts gera það á eigin kostnað er auðvitað ekkert við það að athuga svo framarlega sem sauðfé valsar ekki um lönd annarra en viðkomandi jarðeigenda.

Mosi


mbl.is Meira flutt út af lambakjöti en seldist heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband