Þjófaræði var á Íslandi

Á dögunum kynnti einn kunningi minn mér nýtt hugtak: Þjófaræði sem er n.k. þýðing á erlenda hugtakinu „Krimokratie“. Fyrri liðurinn vísar á háttsemi sem varðar við refsilög en þjófnaður er eitt elsta fyrirbæri sem tengist háttsemi sem varðar refsiábyrgð. Með þessu hugtaki er því átt við að þjófar og aðrir álíka misyndismenn ráði þjóðfélaginu en ekki meirihluti þings eða meirihluti þegnanna sem sem vilja sýna af sér heiðarleika og árverkn i í störfum sínum öllum þar sem ekki er gert neitt á kostnað annarra.

Á undanförnum árum á tímum hinnar frjálsu óheftrar einkavæðingar voru nokkrir tugir fjárglæframanna nánast ofvirkir í íslensku samfélagi. Þeim var hampað og þeir voru dýrkaðir enda sáu margir ofsjónum yfir óvenjulegri snilld þeirra að komast í álnir. En síðar kom í ljós að þeir voru að höndla með eigur almennings, lífeyrissjóða og grunlausra smáhluthafa sem freistuðust að leggja sparifé sitt í hlutabréfakaup ýmissa forréttinga.

Nú hefur þjófaræðið verið upprætt að mestu. Enn sprikla sumir þeirra eins og þeir sem juku hlutafé í almenningshlutafé einu um 50 milljarða án þess að ein einasta króna var greidd inn í félagið! En það er fremur spurni9ng um hvenær fremur en hvort slíkir fjárglæframenn komast upp með svona blekkingar og svik.

Tími stóru uppgjöranna er upprunninn. Nú skulu þeir sem stóðu sig að svikum og prettum standa reikningsskap gjörða sinna frammi fyrir guði og mönnum.

Mosi


mbl.is Reikningar bankanna þriggja rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband