6.10.2010 | 00:17
Opið bréf til Þráins Bertelssonar
Háttvirti þingmaður og bráðskemmtilegi rithöfundur!
Það verður ábyggilega bráðskemmtilegt fyrir hina sem sitja í Þingvallanefnd að fá þig í nefndina. Þú munt alveg ábyggilega lífga vel upp á hana sem oft er þörf en nú nauðsyn.
Verkefnin þín verða sjálfsagt ærin: taka þarf til eftir stórkarlalegar framkvæmdir eftir að nokkrir skítblánkir útrásarvíkingar sem þóttust vera ríkustu menn norðan Alpafjalla hugðust reisa gríðarstór hús með vínkjöllurum sem eru það stórir að inn í þá mætti hæglega koma fyrir frístundahúsi venjulegs fólks.
Á sínum tíma var Jónas frá Hriflu sem sumir nefna Hriflon, nánast einræðisherra varðandi Þingvöll. Hann er guðfaðir þeirrar hugmyndar að útdeila lóðum til fjármálamanna, vina og jafnvel vandamanna innan þjóðgarðsins og var hugsun hans sú að koma upp n.k. þrýstihóp gagnvart aðstandenda virkjanafrmkvæmda en mikill hugur hófst að byggja stíflu og hækka vatnsyfirborðið sem mest til að auka arðsemi Sogsvirkjana. Er sennilega Jónas einn helsti virkjanaandstæðingur á vissan hátt og langt á undan sinni samtíð.
Þá beitti Hriflon sér fyrir því að útbúa svonefndan heiðursgrafreit að baki Þingvallarkirkju, n.k. þeim þekkta Arlington kirkjugarði vestur í jú-ess-sei. Eins og kunnugt er voru tvö skáld dysjuð þar með mikillri fyrirhöfn sitt hvoru megin án þess að vera spurð um, eru jafnvel áhöld um hvort í annarri gröfunni sé danskan leir að finna sem einu sinni var drykkfelldur bakari og jafnvel kannski portúgalskar sardínur.
Útlendingar sem mér er stundum trúað fyrir á sumrin spyrja mig iðulega og benda á grafreit þennan hvort þetta sé þyrlupallur, kannski ætlaðum byskup várum eða öðrum mikilvægum persónum samfélagsins?
Í dag er þar að kirkjubaki sem víðar á Þingvelli mikill gæsagangur iðkaður bæði seint og snemma.
Það má nefnilega benda hinum nýja nefndarmanni Þingvallanefndar á þá augljósu staðreynd að eftir að barrtré voru söguð niður í einhverju bríaríi í stórum stíl hérna um árið hefur grágæsum stórfjölgað í þinghelginni. Suma daga er jafnvel fleiri gæsir en mannfólk á Þingvelli. Er nú svo komið að sökum þess að gæsir þessar eiga til að skilja stykkin sín hvar sem er án þess að gæta þess að Þingvellir eru sagðir vera einna merkastur staður á gjörvöllu Ísland og jafnvel þó víðar sé leitað. Af þessu ástæðum hefur Þingvallakirkja verið lokuð fyrir túristum í allt sumar.
Tilefnið er að töluvert hefur borið á því að gæsaskítur hafi þá náttúru að þegar á er stigið, festist hann undir skótau flestra þeirra sem ganga um göngustíga á Þingvelli og berst jafnvel inn í kirkjuna. Hefur starfsfólk haft ærna vinnu við þrif af þessum sökum og þar sem nauðsyn ber að skera niður öll óþörf útgjöld í rekstri opinberra stofnana á borð við þjóðgarðinn á Þingvöllum - og þar með kirkjuna, er auðveldara að loka kirkjunni fyrir hnýsnum útlendingum sem og Íslendingum sem hvort sem er kunna ekki að koma í veg fyrir að þessi ófögnuður frá gæsunum berist inn í kirkjuna enda á hann ekkert brýnt erindi þangað.
Kannski mætti planta aftur barrtrjám á Þingvelli svo koma mætti í veg fyrir óþarflega mikið magn af gæsaskít sem nóg virðist vera nú af í þinghelginni og kringum kirkjuna.
Vonandi rekst okkar bráðskemmtilegi Þráinn á þessar línur með þeirri ósk að hann beiti sér sem best og mest í þágu þjóðgarðsins.
Og gangi þér vel í þínum góða praxís, kæri Þráinn!
Mosi
![]() |
Þráinn í Þingvallanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. október 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 244230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar