22.10.2010 | 15:34
Hvernig væri að skattleggja naglana?
Dekk með nöglum koma sárasjaldan að gagni á götum höfuðborgarsvæðisins. Í þau örfáu skipti sem þeir gætu komið að gagni er einnig nægjanlegt að aka hægt og fara sér ekki að neinu óðslega í umferðinni.
Eins og margt sem tengist mengandi starfsemi ættu nagladekk að vera sköttuð sérstaklega. Sannað er að mikið svifryk má rekja til notkunar nagladekkja. Kannski að mörgum þyki of langt gengið að banna naglana alfarið sérstaklega þeir sem eiga erindi út á land. En telji bifreiðaeigandi naglana ómissandi, hvernig væri að borga fyrir það? Hvort skatturinn væri 5.000, 10.000 eða einhver önnur fjárhæð á dekk, skal öðrum ætlað að ákveða.
Fyrir skemmdirnar á götum höfuðborgarsvæðisins er varið gríðarlegum upphæðum. Mér skilst að fyrir þessar fjárhæð væri unnt að reka strætisvagna hátt í hálft ár, rekstur sem sveitarfélögunum finnst mörgum hverjum mikil ofrausn að sjá um.
Hvernig væri að skattleggja naglana?
Mosi
![]() |
Naglar óþarfir í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2010 | 14:54
Óskiljanlegt
Gylfi á sér óvenjulegan feril innan verkalýðshreyfingarinnar. Eftir að hann komst til æðstu metorða hefur hann að jafnaði tekið sér stöðu með atvinnurekendum, gagnrýnt ríkisstjórnina ótæpilega af hverju minnsta tilefni og farið mikinn. Hann hefur verið talsmaður aukinna umsvifa í þágu álguðsins á Íslandi og ekkert skilið í því af hverju öll þjóðin sé honum ekki sammála. Raunverulega er þjóðin orðin þreytt á þessum álpatentlausnum við að leysa atvinnuleysi. Eins og það sé ein allsherjarlausn?
Þar þarf að byggja upp atvinnulíf af meiri fjölbreytni og hagsýni en að hafa öll eggin í sömu körfunni.
Af hverju hefur Gylfi ekki beitt sér gegn bönkunum og umdeildri okurstarfsemi þeirra á undanförnum árum? Þeim hefur verið og er enn stjórnað af fulltrúum hægra hrægammavaldsins sem átti meginþáttinn í að koma efnahag okkar Íslendinga í kaldakol. Braskaranir höfðu offjár af lífeyrissjóðunum gegnum fjárfestingar í hlutabréfum sem nú eru lítils virði, jafnvel einskis virði. Lífeyrissjóðirnir hafa þurft af þessum ástæðum að stífa réttindi lífeyrisþega sem ekkert eru of góð fyrir. Af hverju beitir Gylfi sér ekki fyrir að þessi mál verði sem fyrst og best rannsökuð og að þeir verði látnir sæta ábyrgð sem hlunnfóru lífeyrissjóðina? Í þessum málum hefur Gylfi ekki sagt svo mikið sem eitt einasta orð!
Af hverju beitir Gylfi sér ekki að því, að efla hvers konar smáiðnað og atvinnurekstur á Íslandi? Mætti þar til dæmis nefna framleiðslu grænmetis og jafnvel ávaxta sem unnt er að rækta hér og gera innflutning á umdeildu Hollandi með öllu óþarfan?
Kannski það sé auðveldara að skamma ríkisstjórnina fyrir allt sem farið hefur út í tóma vitleysu á undanförnum áratug og ganga þannig í lið með þeim spillingaröflum sem höfðu af okkur fjármuni, atvinnu og kannski okkur að fíflum.
Mosi (atvinnulaus bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður)
![]() |
Gylfi endurkjörinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. október 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 244230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar