15.10.2010 | 00:40
Jón Bjarnason á réttri leið
Líklegt er rétt ákvörðun að veiða eitthvað meira en Hafrannsókn hefur lagt til. Veiðireynsla sjómanna bendir til að meira sé af fiski í sjónum en talið hefir verið. En sjálfsagt er að fara með ítrustu varfærni og ef rökstuddar vísbendingar koma fram að þetta hafi ekki verið rétt ákvörðun, verður að afturkalla heimildirnar.
Athygli vekur að ráðherra vilji að útgerðarmenn greiði fyrir þennan aukakvóta. Þetta á að vera greiðsla fyrir tímabundinn afnotarétt en ekki sala á kvóta eins og sumir virðast leggja skilning í ákvörðun ráðherrans.
Mjög mikilvægt er að kvóti sé ekki gerður að féþúfu eins og því miður var ákveðið á sínum tíma. Fyrst var heimilt að veðsetja kvóta og síðan selja.
Auðvitað á kvóti að ganga aftur til úthlutunaraðila ef hann er ekki lengur notaður af útgerðarmönnum. Kvóti á að vera tengdur afnotarétti en ekki vera andlag eignarréttar eins og því miður varð og má segja að sé undanfari þeirrar miklu kollsteypu sem bankahrunið er afleiðing af. Kvótabraskið er eitt hrikalegasta hneyksli Íslandssögunnar og er þeim til mikils vansa sem ákváðu á sínum tíma að unnt væri að gera sameign þjóðarinnar að féþúfu.
Með von um að þessi ákvörðun létti okkur róðurinn í þeim efnahagslegu erfiðleikum sem nú er við að etja í samfélaginu.
Mosi
![]() |
Hyggst selja aukinn kvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2010 | 00:12
Merk tímamót
Þessi dómur Hæstaréttar í skaðabótamáli Skógræktarfélags Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ felur í sér merk tímamót. Með honum er viðurkenndur réttur skógræktarfélags til að gæta hagsmuna skógræktar gagnvart framkvæmdaaðilum sem oft hafa seilst inn á svæði þar sem áratuga skógrækt hefur verið stunduð. Oftast hafa skógræktendur bölvað í hljóði en ákveðið að gera sem minnst í málinu og hafa framkvæmdaaðilar mjög oft fært sig upp á skaftið og eyðilagt starf þeirra sem vilja gjarnan prýða landið okkar með skógrækt.
Í þessum dómi er staðfestur eignaréttur skógræktaraðila til skógar síns þó svo landið sé ekki í eigu hans.
Hér eftir þurfa allir þeir sem vilja fara í framkvæmdir í skógræktarsvæði að undirbúa þær betur og semja fyrirfram við alla hlutaðeigandi aðila sem málið kann að varða.
Við Íslendingar búum í einu skógfátækasta landi heims. Í löndum þar sem skógur er umtalsverður hluti lands eins og í Þýskalandi eru ákvæði í skipulagslögum, að ef fara þarf í framkvæmdir í skóglendi, verði að rækta skóg í annað svæði ekki minna en það sem tekið er. Þessa einföldu, sjálfsögðu og sanngjörnu reglu mætti einnig setja í landslög hjá okkur.
Líklegt er að þessi dómur verði eftirleiðis góð leiðbeining fyrir alla þá sem málið varðar og einnig mikilvæg hvatning fyrir okkur sem viljum auka skógrækt á Íslandi.
Til hamingju góðir félagar í Skógræktarfélagi Reykjavíkur!
Mosi (ofurlítill skógarbóndi)
![]() |
Kópavogur greiði skógræktarfélagi bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. október 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 244230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar