Jón Bjarnason á réttri leið

Líklegt er rétt ákvörðun að veiða eitthvað meira en Hafrannsókn hefur lagt til. Veiðireynsla sjómanna bendir til að meira sé af fiski í sjónum en talið hefir verið. En sjálfsagt er að fara með ítrustu varfærni og ef rökstuddar vísbendingar koma fram að þetta hafi ekki verið rétt ákvörðun, verður að afturkalla heimildirnar.

Athygli vekur að ráðherra vilji að útgerðarmenn greiði fyrir þennan aukakvóta. Þetta á að vera greiðsla fyrir tímabundinn afnotarétt en ekki sala á kvóta eins og sumir virðast leggja skilning í ákvörðun ráðherrans.

Mjög mikilvægt er að kvóti sé ekki gerður að féþúfu eins og því miður var ákveðið á sínum tíma. Fyrst var heimilt að veðsetja kvóta og síðan selja.

Auðvitað á kvóti að ganga aftur til úthlutunaraðila ef hann er ekki lengur notaður af útgerðarmönnum. Kvóti á að vera tengdur afnotarétti en ekki vera andlag eignarréttar eins og því miður varð og má segja að sé undanfari þeirrar miklu kollsteypu sem bankahrunið er afleiðing af. Kvótabraskið er eitt hrikalegasta hneyksli Íslandssögunnar og er þeim til mikils vansa sem ákváðu á sínum tíma að unnt væri að gera sameign þjóðarinnar að féþúfu.

Með von um að þessi ákvörðun létti okkur róðurinn í þeim efnahagslegu erfiðleikum sem nú er við að etja í samfélaginu.

Mosi


mbl.is Hyggst selja aukinn kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merk tímamót

Þessi dómur Hæstaréttar í skaðabótamáli Skógræktarfélags Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ felur í sér merk tímamót. Með honum er viðurkenndur réttur skógræktarfélags til að gæta hagsmuna skógræktar gagnvart framkvæmdaaðilum sem oft hafa seilst inn á svæði þar sem áratuga skógrækt hefur verið stunduð. Oftast hafa skógræktendur bölvað í hljóði en ákveðið að gera sem minnst í málinu og hafa framkvæmdaaðilar mjög oft fært sig upp á skaftið og eyðilagt starf þeirra sem vilja gjarnan prýða landið okkar með skógrækt.

Í þessum dómi er staðfestur eignaréttur skógræktaraðila til skógar síns þó svo landið sé ekki í eigu hans.

Hér eftir þurfa allir þeir sem vilja fara í framkvæmdir í skógræktarsvæði að undirbúa þær betur og semja fyrirfram við alla hlutaðeigandi aðila sem málið kann að varða.

Við Íslendingar búum í einu skógfátækasta landi heims. Í löndum þar sem skógur er umtalsverður hluti lands eins og í Þýskalandi eru ákvæði í skipulagslögum, að ef fara þarf í framkvæmdir í skóglendi, verði að rækta skóg í annað svæði ekki minna en það sem tekið er. Þessa einföldu, sjálfsögðu og sanngjörnu reglu mætti einnig setja í landslög hjá okkur.

Líklegt er að þessi dómur verði eftirleiðis góð leiðbeining fyrir alla þá sem málið varðar og einnig mikilvæg hvatning fyrir okkur sem viljum auka skógrækt á Íslandi.

Til hamingju góðir félagar í Skógræktarfélagi Reykjavíkur!

Mosi (ofurlítill skógarbóndi)


mbl.is Kópavogur greiði skógræktarfélagi bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband