Oft bylur hátt í tómri tunnu

Sjálfstæðsflokkurinn situr uppi með klúður allrar sögu Íslands á herðunum. Þessi flokkur beitti sér fyrir einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Í haust setti Bjarni Benediktsson fram hugmyundir að nota eigur lífeyrissjóðanna til að borga Icesave klúðrið. Þá var ekki verið að hugsa neitt um eignarrétt allra þeirra sem greitt hafa í lífeyrissjóðina síðastliðin 40 ár. Þessi réttindi þótti hoinum sjálfsagt að gera upptæk til að draga fjöður yfir klúður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við einkavæðingu bankanna.

Hugmyndaauðgi formanns Sjálfsatæðisflokksins minnir á tóma tunnu.

Kannski væri betra að þegja fremur en að segja einhverja vitleysu!

Mosi


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Gordon Brown geggjaður?

Ýmislegt bendir til að Gordon Brown sé ekki samkvæmur sjálfum sér. Af hverju beitti hann hermdaverkalögunum bresku á friðsama og herlausa þjóð? Á þessu hefur aldrei verið gefin önnur opinber skýring en að verið væri að treysta hagsmuni breskra sparifjáreigenda.

Breski Verkamannaflokkurinn hefur verið málssvari þeirra sem minna mega sín. En með beitingu hermdarverkalaganna varð þetta bankahrun á Íslandi með skelfilegum afleiðingum. Atvinnuleysi hefur verið vaxandi, efnahagskreppan komið harðar niður á okkur og lífskjörin hafa bókstaflega hrunið og farið marga áratugi aftur í tímann.

Með óbilgirni afstöðu sinni er Gordon Brown að fara með efnahag Íslendinga og sjálfsagt fleiri fjandans til. Fyrirvarandir með fyrri Icesave lögunum voru mjög eðlilegir og sanngjarnir. Gordon Brown sló á hendi sem vildi sættir. Ríkisstjórnin íslenska reynir að gera allt sem í hennar valdi stendur að bjarga því sem bjargað verður. Vandræðin eru þau að Icesave skuldbindingarnar eru aðeins 20-25% af heildarskuldum Íslendinga og þessi óvissa hefur eðlilega haft þá afleiðingu í för með sér að vaxtakjör eru afleit og lánamarkaðir mjög torsóttir.

Heima fyrir heldur rannsóknin á bankahruninu vonandi áfram og leiði til að draga þá til þungrar ábyrgðar sem mestum skaðanum olli. Þann 1. febrúar n.k. er von á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsök bankahrunsins. Það verður ábyggilega margt þar athyglisvert en að sömu ástæðum dapurlegt að lesa um þessa gífurlegu fjárglæfra sem fóru með okkur út í þetta skuldafen. Hvernig stjórnarandstæðan tekur á því máli verður væntanlega einnig mjög fróðlegt enda eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fyrst og fremst ábyrgir fyrir einkavæðingu bankanna og að koma þeim í hendur mönnum sem fremur hafa áhuga fyrir að reka fótboltasparkfélag á Englandi en að reka banka með einhverju viðskiptaviti.

Hvort Gordon Brown sé geggjaður skal ekki fullyrt enda Mosi enginn sérfræðingur um slíka sjálfskipaða „snillinga“. En það eru ýmsir fleiri sem eru haldnir þeirri valdagleði að telja sig hafa meira vit en aðrir hvernig málum skuli best vera farið. Kvótabraskið og einkavæðingin eru mestu afglöp sögu Íslands sem við erum að súpa seyðið af.

Mosi


mbl.is Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband