Icesave er aðeins lítill hluti vandans

Allt fjaðrafokið kringum Icesave er undarlegra eftir því sem betur kemur í ljós. Fyrir hálfu ári eða svo var talið að Icesave skuldbindingarnar næmu um fjórðun af erlendum skuldum þjóðarinnar. Nú virðast þessar skuldbindingar vera nær að vera um 10% allra skulda.

Það er því með ólíkindum að stjórnarandstaðan hafi valið þá leið, að setja lánskjör 90% skulda þjóðarinnar í óvissu með það að markmiði að reyna að komast hjá að borga þessi 10% prósent!

Sá skipsstjóri sem veldi þá leið að fórna bæði skipi, áhöfn og öllum farmi án þess að bjarga nokkrum sköpuðum hlut yrði dæmdur í sjórétti gjörsamlega vanhæfur til skipsstjórnar. Það er réttmætt að fórna minni hagsmunum ef bjarga mætti hagsmunum sem taldir eru meiri og verðmætari. Að fá betri lánskjör fyrir 90% hlýtur að vera réttlætanlegt að taka á sig 10% sem Icesave þrasið getur í versta falli kostað okkur.

Þá er það spurning hvort með þessu endalausa þrasi hafi bresk yfirvöld orðið fráhverf að koma eigum Landsbankans og annarra íslenskra banka á Bretlandi í sem mest verð? Við þurfum á aðstoð þeirra til að endurheimta sem mest af þessum miklu fjármunum og einnig koma lögum yfir þá óreiðumenn sem áttu þátt í eða ollu bankahruninu.

Það væri því mikil skammsýni að hafna Icesave samningunum. Líklega verður unnt að takmarka skaðann verulega en ekki með þeim aðferðum þeirra stjórnmálaafla sem áttu þátt í að koma þeirri atburðarás af stað sem endaði með þessu hrikalega banakhruni.

Það ætti að vera öllum sem um þessi mál hugsa, að lesa vandlega grein Einars Jónssonar í Fréttablaðinu í dag: Norður og niður. Þar segir hann frá einkennilegri ákvörðun Charles de Gaulle í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. 

Mosi


mbl.is Líklegt að AGS-lán frestist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur „besserwisser“

Til eru menn sem telja sig vita allt betur en aðrir. Sigmundur Davíð er einn slíkur. Að „vara við“ útskýrir Sigmundur ekki nákvæmlega enda er orðagjálfrið sem þetta Icesave hefur þyrlað upp, valdið þvílíkri glýju að flestir vilja helst ekki heyra það aftur nefnt.

Spurning er hvort þetta moldviðri hafi verið sviðsett með ákveðnu markmiði. Er t.d. verið að draga athygli þjóðarinnar frá útrásarvíkingunum og þeim stjórnmálamönnum sem eru flæktir í svínaríinu?

Nú er stutt í hrunskýrsluna og þar mun ábyggilega sitthvað fróðlegt koma í ljós um aðdraganda hrunsins. Sennilega beinist athyglin að þætti Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og ábyrgð ráðamanna á þeim bæjum á aðdraganda hrunsins.

Það er því alltaf gott að vera vitur - svona eftir á. Sigmundur telur sig vita allt betur  en aðrir, á eftir en af hverju ekki fyrir áður en vitlausar ákvarðanir voru teknar? Hvar var Sigmundur Davíð þegar Framsóknarmafían ákvað að einkavæða bankana með Sjálfstæðisflokknum?

Mætti frábiðja sér svona „besserwissara“, - þeir hafa oft verið til mikillrar óþurftar og dregið fólk út á varhugaverðar slóðir.

Mosi


mbl.is Vöruðum við en ekki var hlustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðstoð okkar og stolt

Þegar jarðskjálftar og aðrar náttúruhamfarir ríða yfir, þá er ekki spurt hjá okkar fólki að bregðast strax við. Margar þjóðir bíða sjálfsagt átekta og bíða hvort aðrir verði ekki skjótari til aðstoðar.

Spurning er hvenær breskar og hollenskar björgunarsveitir verði komnar til Haiti. Ætli í þeim löndum verði kannski fyrst beðið eftir svari hver borgar? Kannski verða engar björgunarsveitir sendar þaðan þrátt fyrir mun meiri efni en hjá blankri, guðsvolaðri þjóð á norðurhjara heims.

Við Íslendingar megum vera stolt þjóð í okkar fjárhagslegu erfiðleikum með því að vera viðbúin náttúruhamförum og að geta sent björgunarlið með skömmum fyrirvara. hér á landi hefur safnast fyrir bæði mjög mikil þekking og reynsla á sviði náttúrurannsókna og við færum hana óspart okkur í nyt.

Það er stolt þjóð en ekki niðurbrotin þjóð sem sendir án nokkurs hiks hóp björgunarmanna í fjarlægt land með töluverðum tilkostnaði til að bjarga mannslífum.

Mosi


mbl.is Erfitt og krefjandi verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband