21.9.2009 | 15:01
Stofnum fyrirtæki um hreindýramosann
Eigum við að stofna fyrirtæki?
Á ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður er eg iðulega spurður um hreindýramosann sem þýskir nefna Islandsmos.
Þeir þýsku horfa agndofa á hreindýramosann með undrun að ekki skuli hann nytjaður sem annar jarðar gróður.
Það er ábyggilega grundvöllur að reka fyrirtæki t.d. á Austfjörðum við að tína fjallagrös þ. á m. hreindýramosa. Þá þarf að hreinsa, meðhöndla, vinna og pakka varninginn með útflutning og sölu til ferðamanna í huga. Hreindýramosinn nýtist til margs kyns skreytinga t.d. í þýsku jólajötuna, Krippe eins og þeir þýsku segja og finnst vera ómissandi á öllum kristnum heimilum þýskum. Auk þess er vinsælt að hafa Ísalandsmosa á leiði ættingja og hann þykir ómissandi sem ígildi trjágróðurs við gerð umhverfis leikfangalesta (Modelbahn). Í lyfjaframleiðslu er hreindýramosi einnig mjög mikilvægur enda ýms eftirsótt virk efni í honum. Þá er unnt að útbúa te og aðra heilsudrykki úr hreindýramosa og öðrum fjallagrösum.
Hugmynd væri að selja ferðafólki te með hreindýramosa sem og hæfilega stórar neytendapakkningar á Seyðisfirði á fimmtudagsmorgnum þegar beðið er eftir að aka um borð í Norrænu.
Kostnaður við að koma þessu fyrirtæki á koppinn gæti varla verið meira en útgerð trillubáts.
Við gætum orðið rík á þessu og vaðið í peningum eins og útrásarvíkingarnir forðum. Kannski að fyrirtæki sem þetta myndi skila umtalsvert meiri arðsemi en til samans álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun sem kostuðu okkur gríðarlegar náttúrufórnir á Austurlandi og kollvörpuðu íslenskum efnahag með hruni bankakerfisins.
Mosi
21.9.2009 | 11:57
Tökum upp umhverfisskatta
Sífellt erum við Íslendingar minntir á vaxandi vandræði vegna koltvísýringsmengunar. Það á að hvetja okkur til að taka upp umhverfisskatta á alla mengandi starfsemi.
Í Evrópu eru umhverfisskattar n.k. neysluskattar þar sem sá sem stuðlar að mengun, beri að greiða fyrir það. Í sænska blaðinu Dagens nyheter er í fjármálakálfi skrá yfir losunarkvóta á CO2. Í úrklippu frá 25.8.2008 kostar 25,06 hvert tonn miðað við ár. Áætlað er í þessari úrklippu sem eg hefi undir höndum að þessi kvóti verði kominn í tæpar 30 evrur, eða 29,27 á ári eftir 3 ár.
Leggja ber umhverfisskatt á alla mengandi starfsemi eftir góða reynslu víðast hvar í Evrópu. Þar er eldsneyti efst á blaði, tóbak, flugeldar, nagladekk og nánast hvað sem er sem hefur mengun í för með sér. Skattkerfi þarf að aðlaga sig breyttum tíðaranda og viðhorfum í samfélaginu.
Ef Landsvirkjun ætti að greiða 25 evrur fyrir hvert tonn, þá væri reikningurinn upp á 1.900.000 sem þetta fyrirtæki ætti að greiða.
Álbræðslunar á Íslandi með framleiðslu upp á um milljón tonn áls bæri eftir því að greiða um 50 milljónir evra en þumalputtareglan er að um tvöfalt meira magn af CO2 verður við framleiðslu á hverju tonni. Þessi fjárhæð er hátt í 10 milljarða og það mætti gera ýmislegt með þennan mikla auð sem fyrri ríkisstjórnir hafa bókstaflega gefið. Það mætti stórefla skógrækt í landinu, efla heilbrigðiskerfið og skólana. Ljóst er að bæta þarf íslenskum skólanemendum upp þann menntunarskort sem þeir hafa farið á mis við en rík áhersla er lögð á umhverfismennt í öllum nágrannalöndum okkar.
Sinnuleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart stóriðjunni er mjög varhugavert. Líklegt er að álver hér geti selt mengunarkvóta frá sér ef sú hugmynd kemur að leggja niður starfsemi. Svona gjafakvóti er með öllu óþolandi, rétt eins og fiskveiðikvótinn sem var afhentur nokkrum kvótagreifum á sínum tíma.
Sumarið 2007 var eitt mál á þinginu sem hafði í för með sér að skattar á álbræðslunni í Straumsvík leiddu til hálfs milljarðs lækkun á skattgreiðslum til íslenska ríkisins. Því máli var frestað af þáverandi ríkisstjórn fram yfir vorkosningarnar 2007 til að styggja ekki kjósendur!
Mosi
![]() |
Kolefnislosun Landsvirkjunar 1,3% af heildarlosun Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 21. september 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar