Stofnum fyrirtæki um hreindýramosann

Eigum við að stofna fyrirtæki?

Á ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður er eg iðulega spurður um hreindýramosann sem þýskir nefna Islandsmos.

Þeir þýsku horfa agndofa á hreindýramosann með undrun að ekki skuli hann nytjaður sem annar jarðar gróður.

Það er ábyggilega grundvöllur að reka fyrirtæki t.d. á Austfjörðum við að tína fjallagrös þ. á m. hreindýramosa. Þá þarf að hreinsa, meðhöndla, vinna og pakka varninginn með útflutning og sölu til ferðamanna í huga. Hreindýramosinn nýtist til margs kyns skreytinga t.d. í þýsku jólajötuna, Krippe eins og þeir þýsku segja og finnst vera ómissandi á öllum kristnum heimilum þýskum. Auk þess er vinsælt að hafa Ísalandsmosa á leiði ættingja og hann þykir ómissandi sem ígildi trjágróðurs við gerð umhverfis leikfangalesta (Modelbahn). Í lyfjaframleiðslu er hreindýramosi einnig mjög mikilvægur enda ýms eftirsótt virk efni í honum. Þá er unnt að útbúa te og aðra heilsudrykki úr hreindýramosa og öðrum fjallagrösum.

Hugmynd væri að selja ferðafólki te með hreindýramosa sem og hæfilega stórar neytendapakkningar á Seyðisfirði á fimmtudagsmorgnum þegar beðið er eftir að aka um borð í Norrænu.

Kostnaður við að koma þessu fyrirtæki á koppinn gæti varla verið meira en útgerð trillubáts.

Við gætum orðið rík á þessu og vaðið í peningum eins og útrásarvíkingarnir forðum. Kannski að fyrirtæki sem þetta myndi skila umtalsvert meiri arðsemi en til samans álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun sem kostuðu okkur gríðarlegar náttúrufórnir á Austurlandi og kollvörpuðu íslenskum efnahag með hruni bankakerfisins.

Mosi


Tökum upp umhverfisskatta

Sífellt erum við Íslendingar minntir á vaxandi vandræði vegna koltvísýringsmengunar. Það á að hvetja okkur til að taka upp umhverfisskatta á alla mengandi starfsemi.

Í Evrópu eru umhverfisskattar n.k. neysluskattar þar sem sá sem stuðlar að mengun, beri að greiða fyrir það. Í sænska blaðinu Dagens nyheter er í fjármálakálfi skrá yfir losunarkvóta á CO2. Í úrklippu frá 25.8.2008 kostar €25,06 hvert tonn miðað við ár. Áætlað er í þessari úrklippu sem eg hefi undir höndum að þessi kvóti verði kominn í tæpar 30 evrur, eða €29,27 á ári eftir 3 ár.

Leggja ber umhverfisskatt á alla mengandi starfsemi eftir góða reynslu víðast hvar í Evrópu. Þar er eldsneyti efst á blaði, tóbak, flugeldar, nagladekk og nánast hvað sem er sem hefur mengun í för með sér. Skattkerfi þarf að aðlaga sig breyttum tíðaranda og viðhorfum í samfélaginu.

Ef Landsvirkjun ætti að greiða 25 evrur fyrir hvert tonn, þá væri reikningurinn upp á €1.900.000 sem þetta fyrirtæki ætti að greiða.

Álbræðslunar á Íslandi með framleiðslu upp á um milljón tonn áls bæri eftir því að greiða um 50 milljónir evra en þumalputtareglan er að um tvöfalt meira magn af CO2 verður við framleiðslu á hverju tonni. Þessi fjárhæð er hátt í 10 milljarða og það mætti gera ýmislegt með þennan mikla auð sem fyrri ríkisstjórnir hafa bókstaflega gefið. Það mætti stórefla skógrækt í landinu, efla heilbrigðiskerfið og skólana. Ljóst er að bæta þarf íslenskum skólanemendum upp þann menntunarskort sem þeir hafa farið á mis við en rík áhersla er lögð á umhverfismennt í öllum nágrannalöndum okkar.

Sinnuleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart stóriðjunni er mjög varhugavert. Líklegt er að álver hér geti selt mengunarkvóta frá sér ef sú hugmynd kemur að leggja niður starfsemi. Svona gjafakvóti er með öllu óþolandi, rétt eins og fiskveiðikvótinn sem var afhentur nokkrum kvótagreifum á sínum tíma.

Sumarið 2007 var eitt mál á þinginu sem hafði í för með sér að skattar á álbræðslunni í Straumsvík leiddu til hálfs milljarðs lækkun á skattgreiðslum til íslenska ríkisins. Því máli var frestað af þáverandi ríkisstjórn fram yfir vorkosningarnar 2007 til að styggja ekki kjósendur!

Mosi


mbl.is Kolefnislosun Landsvirkjunar 1,3% af heildarlosun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband