10.9.2009 | 19:56
Nauðsyn sátta
Í þessu máli kemur augljóslega fram hvað mikilvægt er að kröfur séu skýrt settar fram. Undirbúningi málsóknar virðist vera að einhverju leyti áfátt og því hafi málið tapast.
Fyrrum voru erfðadeilur mjög algengar og eins landamerkjamál þar sem bændur flugust á vegna nokkurra þumlunga lands. Eftir að fjölmiðlar urðu algengari og með setningu fyrstu prentlaganna um miðja 19. öld urðu málaferli vegna ærumeiðinga algeng. Ritstjórar blaða voru iðnir við kolann og storkuðu hvorum öðrum, mörgum til mikillrar skemmtunar. Í slíkum málaferlum er oft sitthvað rifjað upp sem flestir vildu gleyma í hita leiksins.
Oft er því betra að láta ýmislegt yfir sig ganga en að fara í málssókn. Málaferli eru vandasöm, dýr og oft seinleg. Sjaldan hefst nokkuð úr þeim annað en fyrirhöfnin og tapað fé. Þá er allur tíminn og ergelsið sem fer í þetta þras sem maður gæti sparað sér.
Er ekki oft betra að kappkosta að ná einhverjum skynsamlegum sáttum en að láta kanónurnar tala?
Mosi
![]() |
Máli Jónínu vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 19:20
Engin friðhelgi?
Ljóst er að nauðsyn kann að vera að yfirvöld hafi alla möguleika til að upplýsa glæpi. En hvar eru mörkin og hver kann að vera tilgangurinn?
Ef yfirvöld eru að koma á einræði eða styrkja það, þá er þessi heimild þeim sjálfsagt kærkomin og þá notuð mjög frjálslega. Í frjálsu réttarríki þarf hinsvegar að hafa þessar heimildir mjög þröngar og þær aðeins nýttar þegar um rökstuddan grun um alvarlega glæpi er að ræða.
Upplýsingar í farsímum, tölvum og öðrum rafeindatækjum kunna að vera mjög viðkvæmar og persónulegar. Hvað með ef þessar upplýsingar lendi í höndum óviðkomandi, jafnvel misyndismanna og glæpamanna? Þær gætu orðið vegna eðlis þeirra óbætanlegar þeim sem missa slíkar upplýsingar í hendur þeirra sem kunna að misnota þær.
Kunnugt er að Bush stjórnin afnam mjög mikilvæga siðareglu starfsmanna bókasafna sem kvað um að þeim væri ekki heimilt að gefa öðrum upplýsingar um útlán einstakra lánþega. Bush stjórnin taldi mikilvægt í þágu rannsóknar vegna hugsanlegra hermdarverka, að bókasöfn skyldu afhenda yfirvöldum slíkar upplýsingar ef óskað væri eftir.
Ætli CIA fái gegnum bresk yfirvöld slíkar upplýsingar um íslenska lánþega bókasafna eftir að Íslendingar voru beittir bresku hermdarverkalögunum? Það skyldi ekki vera?
Fróðlegt væri að fá vitneskju um það. Svo virðist að ekkert sé ómögulegt þegar tölvutæknin er annars vegar.
Mosi
![]() |
Tollurinn getur afritað harða diskinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 10:50
Góður bæjarstjóri hættir
Því miður er vinstri meirihlutinn á Álftanesi fallinn. Mjög hæfur og góður bæjarstjóri hættir eftir erfitt en farsælt starf. Sigurður hefur ætíð verið sanngjarn í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir höndum. Hann hefur viljað stýra bæjarfélaginu með hagsmuni allra bæjarbúa í huga en ekki dregið hagsmuni eins fram yfir og á kostnað annarra. Má t.d. geta um deilu vegna lóðar þar sem eigandi hennar vildi byggja á lóðinni sem var þvert á fyrri ákvarðanir um verndun fjörunnar. Af þessu urðu háværar deilur sem því miður rötuðu í fjölmiðla. Sigurður setti niður þessa alvarlega deilu áður en verra stóð af. Mátti viðkomandi nokkuð vel við una en hann hafði teygt sig nokkuð langt í hagsmunagæslu sinni.
Í Reykjavík er svipaða sögu að segja: forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt ofurkapp á að endurheimta meirihlutastjórn. Því miður verður að segja að borginni hafi verið fremur slælega stýrt á þessu kjörtímabili, a.m.k. með hliðsjón af löngu en krefjandi starfi vinstri meirihlutans í borginni.
Nú hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins með sínum alkunna bægslagangi sprengt upp nauman vinstri meirihlutann á Álftanesi. Þessi flokkur ætti nú um þessar mundir að láta sem minnst á sér bera enda er hneyksli hvernig hann stýrði landinu í nær 18 ár sem endaði næstum með þjóðargjaldþroti. Því miður virðast þeir ekki kunna sér neitt hóf en eru alltaf til að taka slaginn í nýtt valdaævintýri.
Það er greinilegt að þessir valdamenn láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þeir halda áfram að sprengja og sundra í þeim eina tilgangi að komast til valda á þann hátt sem ekki er sæmandi stjórnmálaflokki á 21. öld sem þó telur sig vera fylgjandi lýðræði.
Svona vinnubrögð þekkjast í löndum þar sem lýðræðið á í varnarbaráttu. Valdagræðgin leiðir marga út á varhugaverðar brautir og eru víða vítin til að læra af. Kannski að forysta Sjálfstæðisflokksins sé gjörsamlega blind á söguna í reikulli baráttu fyrir tilveru sinni.
Mosi
![]() |
Sigurður lætur af störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. september 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar