23.8.2009 | 19:29
Villta vestrið?
Þessar aðfarir minna óneitanlega á villta vestrið. En eru þeir sem taka sér lögin í sínar hendur tilbúnir að axla ábyrgð eins og þeir væntanlega ætlast til af þeim sem aðgerðir þeirra beinast gegn? Hvað með ef þeir fara húsavillt eða bílavillt og þessi slettuskapur beinist að aðila sem ekki er grunaður um græsku í bankahruninu?
Að taka sér lögin í hendur er andstætt réttarríkinu. Hver hefur heimild á taka sér slíkan rétt? Við verðum að treysta yfirvöldunum að þau komi lögum yfir þessa þokkapilta sem grófu undan efnahagi okkar með því að draga bankareksturinn út á varhugaverðar brautir.
Við eigum að taka alvarlega til ígrundunar að við getum auðveldlega eyðilagt góðan málstað með því að haga okkur eins og í bófahasar eins og í villta vestrinu.
Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.
Mosi
![]() |
Málningu úðað yfir bíl Björgólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2009 | 11:22
Vatnið er mikilvæg auðlind
Þessi frétt frá norður Kína minnir okkur á hve vatnið er mikilvæg auðlind. Á um 90 þúsund ferkílómetra lands eyðast akrar og hagar væntanlega með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúa þessa svæðis. Þetta er landsvæði sem er næstum jafnvíðfeðmt og allt Ísland!
Við Íslendingar búum vel að eiga mjög ríkulegan aðgang að góðu vatni. Það er fremur dapurlegt til þess að vita, að við Íslendingar sem tökum okkur ferð með færeyska skipinu Norrænu verðum að kaupa danskt vatn á plastflöskum á uppsprengdu veðri! Í fríhöfninni um borð eru 6 hálfslítra flöskur seldar á tilboði fyrir 50 færeyskar/danskar krónur. Það er 1.250 íslenskar vandræðakrónur eða rúmlega 400 krónur lítrinn!
Mosi
![]() |
Fimm milljónir án hreins drykkjarvatns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2009 | 11:12
Hvað leyndist í farminum?
Flutningaskip með fullfermi af timbri nýkomið úr klössun í Kalingrad (Königsberg) sem er þekkt fyrir að vera ein mesta smyglborg heims, getur augljóslega verið í einhverjum slíkum smyglleiðangri.
Á dögunum heyrði Mosi kenningu sem útskýrir nánast allt, hversu yfirvöld Vesturlanda virðast ekki viljað láta neina vitneskju út.
Kenningin gengur út á það að verið væri að smygla plútóni eða öðrum geislavirkum efnum sem unnt er að smíða kjarnasprengju úr. Sjóræningjarnir hafi verið á snærum leyniþjónustu Ísrael sem hefur komist á snoðir um þetta smygl og það eru mjög miklir hagsmunir bæði Ísrael sem Vesturlanda og reyndar Rússa einnig, að kjarnakleyf efni lendi ekki í höndum misindismanna. Ef þessi kenning reynist rétt skýrir það hvarf skipsins, yfirvöld Vesturlanda láta sem ekki sé vitað um ferðir skipsins frá því heyrðist frá því þear það var á ferð um Ermasund.
Þegar leyniþjónusta Ísraela hefur komist að hinu sanna eða numið geislavirka efnið úr skipinu, þá skipti skipið ekki lengur máli fyrir Ísraela og rússneskum yfirvöldum tilkynnt hvar skipsins væri í heiminum að leita. Þetta mál er vandræðalegt fyrir Rússa enda hafa þjófar átt tiltölulega greiða leið að ýmsum verðmætum eftir hrun kommúnismans, þ. á m. birgðum Rauða hersins á þessum hlutum.
Leyniþjónusta Ísraela er ein sú öflugasta í heimi og þeim er eðlilega mikið í mun að gæta fyllsta öryggis enda löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins ein mesta púðurtunna heimsbyggðarinnar, því miður.
Sennilega verður seint gefin út opinber yfirlýsing um dularfulla ferð skipsins frá Eystrasalti og út fyrir strendur Afríku en málið látið liggja í þögninni.
Góður efniviður fyrir rithöfund.
Mosi
![]() |
Nýjar samsæriskenningar um Arctic Sea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. ágúst 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar