Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri!

Sú var tíðin að ekkert nauðsynlegra íslensku þjóðlífi væri einkavæðing bankanna. Davíð var aðalforsprakkinn í því máli. Hann réð því að farið væri út í þetta umdeilda Kárahnjúkaævintýri sem er upphafið að ógæfu okkar og niðurlægingu. Þessi framkvæmd sprengdi upp efnahag Íslendinga að úr varð einkennileg bóla sem falsaði kaupmátt og olli ferðaþjónustu og útflutningsvegum erfiðleikum með of háu gengi íslensku krónunnar. Háa gengið kallaði yfir okkur að braskaranir gátu haft það í gegn sem þeir vildu. Þeir voru megin styrkveitendur Sjálfstæðisflokksins sem nú er bókstaflega í uppnámi og logar stafnanna á milli í illdeilum. Von þeirra og þrá er að geta klínt á ríkisstjórnina einhverjum skömmum þegar þeir eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður eftir gjaldþrotastefnu Sjálfstæðisflokksins.

Þegar Davíð Oddsson fer mikinn þá er eftir tekið. Hann hefur oft verið staðinn að því að segja eitt í dag og annað á morgun. Hann er hugmyndasmiður einkavæðingu bankanna með hávaxtastefnunni 2002-2007 sem við erum nú að súpa seyðið af.

Gott er því að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

Mosi


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband