15.5.2009 | 11:48
Þingkosningar voru óumflýjanlegar
Þegar litið er til baka, þá er alveg ljóst, að þingkosningar voru óumflýjanlegar. Minnihlutastjórnin þurfti aukinn þingstyrk og gat ekki nema með samningum við stjórnarandstöðuna fengið mikilvæg mál fram að ganga.
Þetta sýndi sig í t.d. stjórnarskrármálinu. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að beita málþófi umeinhver smáatriði sem ekkiskipta neinu máli.Og hvernig er með Framsóknarflokkinn í dag? Nú grenjar hans eins og óþekktarangi sem verður að láta frá sér uppáhaldsherbergið þó svo að þessi flokkur sé ekki nema svipur frá sjón þegar hann fékk fleiri þingmenn miðað við atkvæðafjölda að baki hvers kjörins þingmanns.
Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Verkefnin eru ærin, það þarf að taka til eftir veisluhöld Frjálshyggjunnar. Þessir herramenn í Framsóknarflokknumog Sjálfstæðisflokknum sem kölluðu þessi vandræði yfir þjóðina virðast vera gjörsamlega úti á þekju hvað nauðsynlegast þarf að gera. Það var því nauðsynlegt að kjósendur sýndu þeim svart á hvítu hvað þjóðinni fannst um bankahrunið og fjárglæfraliðið sem og afleiðingar þess.
Mosi
![]() |
Þingkosningar töfðu endurreisn en voru nauðsynlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 11:37
Nú þarf að taka skynsamlegar ákvarðanir
Síðastliðin ár, hafa ofurlaun stjórnenda banka, fjármálastofnana, fyrirtækja, lífeyrissjóða og jafnvel verkalýðsfélaga, leitt marga út í blindgötu. Oft er þörf en nú er nauðsyn að færa þessi laun og þessar þóknanir á eðlilegan og skynsamlegan veg.
Sú var tíðin að formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar tók verkamannalaun fyrir formennskuna. Litið var á starf hans sem hvert annað trúnaðarstarf þar sem þjónustan við félagið og félagsmenn voru aðalatriðið.
Síðan litu stjórnendur margra þeirra fjölmörgu aðila sem hér fyrr voru tilteknir, að það væri sjálfsagður réttur þeirra að semja um einhver ofurlaun sem ekki eru í neinu samræmi við neina skynsemi.
Tortryggni gagnvart þessum stjórnendum hefur því eðlilega orðið meiri.
Fæst félög og fyrirtæki geta borið uppi ofurlaun nema gengiðsé á eigið fé eða efna til skuldbindinga.
Mosi
![]() |
Vilja lækka laun stjórnenda lífeyris VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 11:11
Umdeilt bann
Ljóst er, að athygli heimsins beinist alltaf að því þar sem yfirvöld hefta frelsi einstaklingsins. Borgarstjórinn í Moskvu hefur nokkuð gamaldags skoðanir gagnvart samkynhneygðum og hyggst fylgja eftir banni við opinberri götusamkomu samkynhneygðra þar í borg.
Þó svo að slíkar samkomur kunni að þykja umdeildar þá er ekki umdeilt að fram að þessu hafa þær farið friðsamlega fram hvarvetna um heim og ekki orðið nein vandræði af. Það telst því nokkuð glannalegt í landi sem er að feta sig áfram til aukins og betra lýðræðis að banna það sem friðsamlegt er. Spurning er hvort þetta verði ekki tilefni til að fleiri opinberar samkomur og fundir verði bannaðir.
Ef borgarstjórinn rússneski hyggst beita lögreglunni á þá sem hyggjast safgnast saman, kann það að leiða til meiðsla sem veldur vissri tortryggni gagnvart yfirvöldunum.
Við skulum vona það besta.
Mosi
![]() |
Ætla að stöðva gleðigöngur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 10:55
Athyglisverður fundur
Einhverra hluta vegna hafa ekki varðveist margar fornar minjar á Íslandi eins og vænta mætti eftir meira en 11 alda búsetu í landinu. Jarðvegurinn er e.t.v. ekki nógu kalkríkur og fremur súr sem veldur því að það sem jarðvegurinn geymir undir venjulegum kringumstæðum, fer fyrr forgörðum hjá okkur.
Það er því mikill fengur að hverjum þeim merka grip sem fornelifafræðingar og aðrir draga fram úr fortíðinni.
Það verður spennandi þegar fornleifafræðingar og aðrir sérfræðingar hafa komist nær um uppruna og not þessa innsiglishrings. Athygli vekur hve hann er tiltölulega vel varðveittur og því ekki útilokað að um seinni tíma grip sé að ræða. Hvar hann finnst bendir til að ekki sé útilokað að einhver hafi týnt honum eftir að kirkjustéttin var lögð.
Mosi
![]() |
Fornminjar koma í ljós á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 15. maí 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar