Til hvers er bankaleynd?

Upphaflega var bankaleynd til að fá frið fyrir skattyfirvöldum. Núna er svo komið að allar upplýsingar um innistæður og viðskipti fara sjálfvirkt til skattyfirvalda og auðvelda þannig öllu heiðarlegu fólki að telja fram á sem auðveldastan og hagkvæmastan hátt.

Að braskaralýðurinn vaði núna uppi og nái að beita Fjármálaeftirlitinu fyrir sig til að klekkja á blaðamönnum er með öllu óþolandi.

Óheiðarlegir viðskiptamenn og braskarar eiga að vera með öllu óalandi og óferjandi. Það er sjálfstætt rannsóknarefni blaðamanna að kanna hvernig þau tengsl eru. Hafa braskaranir einhver hreðjatök á Fjármálaeftirlitinu? Það skyldi ekki vera.

Bankaleyndin er smám saman að heyra sögunni til. Bankarnir eiga ekki að vera staðir þar sem skattsvik, peningaþvottur og önnur glæpastarfsemi á að geta sótt skjól í. Sá sem vill fela skal ekki stela!

Allt skynsamt og heiðarlegt fólk vill að þessi mál séu upplýst. Rannsóknablaðamenn eiga mikla þökk fyrir að hafa farið í þessi mál.

Mosi


mbl.is Viðskiptaráðherra vill blaðamenn úr snörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkadót Sjálfstæðisflokksins

Gagnrýni Sjálfstæðisflokksins 

Áður fyrr þegar forystumenn Sjálfstæðisflokksins lentu undir í valdabaráttunni í Valhöll, var þeim gjarnan fengin dúsa sem fólst í því að „endurskoða stjórnarskrána“. Yfirleitt kom sáralítið út úr þessu starfi enda hafa halaklipptir stóðhestar sig ekki mikið í frammi.

Nú þegar ákveðið hefur verið af núverandi ríkisstjórn ásamt Frtamsóknarflokknum að ráðast í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, þá rís Sjálfstæðisflokkurinn upp og mótmælir stöðugt, organdi og veinandi sem óþægur krakki. Kannski Sjálfstæðisflokkurinn telji stjórnarskrána og endurskoðun á henni einkamál Sjálfstæðisflokksins. Er stjórnarskráin „dótið“ hans sem engir aðrir krakkar mega leika sér að?

Í stað þess að auðvelda Íslendingum að upplýsa bankahrunið og gefa upp viðhlítandi skýringar á því hvers vegna Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögunum, þá láta þingmenn sig hafa það að haga sér eins og óþægir krakkar.

Kannski Gordon Brown hefði átt að beita hryðjuverkalögunum gegn Sjálfstæðisflokknum?

Mosi

 

 


mbl.is Harðar deilur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir 40 árum

Ástandið í smafélaginu minnir að mörgu leyti á hinstu ár Viðreisnarstjórnarinnar. Vorið 1969 varð langvinnt verkfall Dagsbrúnar, öll millilandakaupför voru bundin við bryggju hlaðin varningi frá útlöndum.

Þá var loksins samið um miðjan júní. Við menntaskólanemendur hópuðumst hundruðum saman ásamt gömlu köllunum á Eyrina í þeirri von að fá einhver snöp. Verið var að undirbúa losun og affermingu skipanna. Verksstjórar með gula hjálma gengu fram og aftur um Sprengisand og pikkuðu út þá sem þeir þekktu. Tugir ef ekki hundruðir gengu í humátt á eftir þeim í þeirri von að verða útvalinn og fá vinnu. Þetta var sérkennileg og áhrifamikil sjón. Kolakraninn var minnir mig enn uppistandandi og var rifinn þá um sumarið.

Þá var það að einn kunningi pikkar í mig og segir mér að koma með sér, þetta væri hvort sem er alveg vonlaust. Við fórum í grænmálaðan skúr sem var við ausanverða Bugtina hjá Togarabryggjunni og Ingólfsgarði. Þar stóð skrifað skírum stöfum: Togaraafgreiðslan. Okkur var kippt upp í rútubíl vel við aldur, eða var það vörubíll, þetta er farið að gleymast. Svo var okkur ekið vestur á Ægisgarð en þar var bundið við bryggju Arnarfell eitt af skipum Skipadeildar Sambandsins. Við unnum kappsamlega langt fram á kvöld, þetta var erfitt verk fyrir skólapilt sem aldrei hefur talist vera mikill verkamaður. Úr hverri lest skipsins voru tvær bómur og vindur notaðar. Þurfti oft að gæta sín aðekkert dytti niður í lestina þegar heysið rakst í við lestaropið. Vindurnar voru nefnilega miskraftmiklar. Þetta var á þeim tíma þegar stórir og öflugir bílkranar voru notaðir við affermingu. Við þessar aðstæður urðu oft alvarleg slys, stundum dauðaslys. Oft stafaði þessi slys sökum þess að vindukallarnir höfðu fengið sér af pyttlu að lítið bar á, eða lúgumaðurinn sem benti ekki nógu vel þeim sem hafði taugarnar í hendi sér. 

Óskandi er að sem flestir námsmenn fái vinnu við sitt hæfi í vor. En nú er ekki að vænta neinna uppgripa eins og á veltiárunum. Nú má láta sér nægja e-ð sem minni launum fylgir. Skógrækt og ýmiskonar umhirðustörf í náttúrunni þyrfti að efla. Sjálfur starfaði eg öll skólaárin mín í Garðyrkjunni í Reykjavík. Þar var unnið við að raka saman grjóti og aka því burtu í hjólbörum, sá í flög og sitthvað fleira. Þá var einnig unnið við sitthvað annað sem starfa þurfti, var eitt sumarið í Hljómskálagarðinum undir stjórn Sveinbjarnar garðyrkjumanns. Þar voru tveir synir eins af ágætustu prófessorunum í Háskólanum sem einnig sat á Alþingi Íslendinga. Hann hafði mikil áhrif sem hagfræðingur en því miður urðu áhrif annarra smám saman meiri. Iðni, nægjusemi og sparsemi voru meginlífsviðhorf eldri kynslóðar áður en allt var látið vaða á súðum.

Margt er líkt með tímunum þegar betur er að gáð. Endurtekur sagan sig ekki öðru hvoru?

Mosi

 


mbl.is Spurst fyrir um sumarannir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband