17.3.2009 | 16:33
Einhver fyrirtæki standa vel
Eigi fylgir fréttinni hvernig staða mála sé hjá fyrirtæki þessu en þeir virðast bera sig vel karlarnir hjá Shell þegar allt er að hrynja í heiminum. Nú kemur ekki fram hverjar forsendurnar séu fyrir þessari arðgreiðslu né neinn samanburður t.d. við fyrri ár eða hliðstæð fyrirtæki.
Gott væri ef e-ð af þessum mikla arði rataði að Íslandsströndum. Ekki veitti nú af þegar íslenski ríkiskassinn verði að greiða hátt í 100 miljarða í vexti á þessu ári. Þvílíkur viðskilnaður fyrri ríkisstjórnar á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.
Svo er verið að fárast út í 8% arð hjá stærsta útgerðarfyrirtæki landsins!
Mosi
![]() |
Shell greiðir arð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 16:10
Fleiri hliðar málsins
Sjálfsagt er að taka undir með þeim sem málið varðar en það eru fleiri hliðar á þessu máli:
Þegar hlutafé eru stofnuð, þá greiða þeir sem vilja taka þátt í rekstrinum fé sem þeir vænta þess að skili þeim einhverjum arði. Arðgreiðslur Granda hafa undanfarin ár verið 12% af hlutafé. Þannig fær sá sem á 100.000 króna hlutafé 12.000 krónur af hlutafjáreign sinni. Hann greiðir 10% fjármagnstekjuskatt þannig að hann fær 10.800 krónur í raunarð. En nú hefur gengið á hlutabréfum verið í 10 þannig að markaðsverð hlutarins er 1.000.000.
Nú hefir stjórn Granda ákveðið að arðgreiðslur séu einungis 8% og lækki sem sagt um 33% frá undanförnum árum.
Það þykir fremur léleg arðsemi af milljóninni þegar einungis rúmlega 1% vextir er um að ræða. Útgerð hefur ætíð verið með áhættusamari atvinnurekstri í landinu þó svo að áður hafi tíðkast ofsagróði af útgerðinni t.d. fyrir daga svonenfdra Vökulaga. Þá höfðu sjómenn nánast engin mannréttindi umborð og voru umsvifalaust reknir ef þeir ekki stóðu sína plikt.
Ef stjórnvöld átta sig ekki á þessum einföldu staðreyndum, þá má reikna með að hefðbundinn atvinnurekstur verði sunginn íbann og enginn vilji eiga lengur hlut í fyrirtækjarekstri sem þó telst vera undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.
Sem hugsanleg lending í þessu vandræða máli þá mætti hugsa sér að með því að frysta launahækkanir, þá mætti bjóða launafólki að eignast hlut í fyrirtækinu. Með því væri stuðlað að traustari rekstri og að sem mest rekstrarfé verði áfram í fyrirtækinu.
Um þessi mál þyrfti að hefja umræður í samfélaginu.
Í Japan ríkir allt annað siðferðisviðhorf þeirra sem starfa hjá fyrirtæki til þess: Eg er Sony maður! Eg er Toyota maður. Þar þykir fólki upphefð í að vinna og starfa í eigin fyrirtæki,eiga örlítinn hlut í því og eru jafnframt traustir og góðir starfsmenn þess.
Því miður höfum við lítt kynnst þessari hlið þessara viðkvæmu mála.
Mosi
![]() |
Siðlausir eigendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 12:50
Nú er eitthvað að gerast - loksins!
Skynsamlegt er af Gylfa viðskiptaráðherra að vilja draga úr bankaleynd. Tilgangur bankaleyndar var upphaflega sá að viðskiptavinir banka gætu treyst banka sínum og haft viðskipti sín trygg og örugg fyrir opinberum afskiptum.
Þegar um bankahrun og rökstuddan grun um að stjórnendur bankanna hafi ekki farið eftir settum reglum sem landslögum, þá er engin ástæða að hafa þessa bankaleynd áfram. Bankaleyndin á ekki að vera skálkaskjól fyrir einhvern og víða um heim er verið að takmarka hana verulega, m.a. vegna þess hve gríðarlegir fjármunir fara um bankareikninga þar sem uppruni fjársins og not kunna að varða við lög.
Því miður fara stjarnfræðilegar fjárhæðir um bankareikninga þar sem verið er að reyna peningaþvott og að leyna raunverulegum uppruna hins mikla fjárs.
Fagna ber því að væntanlegir séu sérfræðingar í rannsókn á þessum erfiðu málum. Við Íslendingar erum ófærir að geta séð um þetta sjálfir. Til þess skortir okkur bæði reynslu sem nægs víðsýni og þekkingu sem nauðsynleg er til að ná árangri.
Mosi
![]() |
Fráleit bankaleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er þessi breski huldumaður?
Aftur og aftur sprettur nafn þessa breska athafnamanns og braskara í íslenskum fjölmiðlum. Hann virðist vera nátengdur íslenskum fjárglæframönnum, situr í stjórn tryggingafélagsins Exista sem nú hefur verið eins og bankarnir, etið innan frá og eru hlutabréf þess sem bankanna einskis virði.
Skyldi þessi maður ásamt íslensku viðskiptamönnum sínum hafa komið við sögu auðgunarbrota hjá Scotland Yard? Miðað við umsvif þessa manns getur vart hafa farið fram hjá neinum árvökulum augum breskra lögreglumanna að ekki sé allt með felldu.
Mjög vel skipulagt brask varð íslensku bönkunum að falli. Þeim hafði smám saman verið breytt í ræningjabæli. Stjórnendum bankanna var ljóst eða mætti vera ljóst, að þeir væru að höndla með hagsmuni bankanna á ystu rönd þess sem löglegt er. Þeir hafa fyrir löngu yfirgefið það sem siðareglur viðurkenna. Með svikum og blekkingum hafa þeir vafið vef svikamyllu sem tengist ýmsum skuggalegum fyrirtækjarekstri víða um heim sem rekja má til skattaskjóla.
Spilin á borðið!
Á þessi breski braskari sögu hjá Scotland Yard?
Mosi
![]() |
Lán til Tchenguiz mögulega brot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 10:32
Aðsent efni í Morgunblaðinu vikuna 9. - 15. mars
Á laugardaginn var, 14. mars voru prófkjör í mörgum helstu kjördæmum stjórnmálaflokkanna. Þar sem mér fannst aðsent efni vera óvenju fyrirferðarmikið að þessu sinni, tók eg mig til að brjótast gegnum allt þetta lesefni og flokka. Ekki var tekið efni sem birtist í Velvakanda né ágrip af bloggfærslum. Athygli vekur hve frambjóðendur á vegum Sjálfstæðisflokksins voru með margar greinar. Flestar þeirra fjalla um svipað efni með mjög áþekkum áherslum en eðlilega eru efnistökin mismunandi. Greinar annarra frambjóðenda voru mun fjölbreyttari.
Niðurstöðurnar eru þessar:
Alls birtust 126 greinar eða 18 greinar að meðaltali á degi hverjum.
Almennar greinar, ritaðar af blaðamönnum Mbl., fræðimönnum sem og öðrum sem ekki var að sjá að tengdust beint stjórnmálaflokkum: 49 að tölu eða um 40%.
B - Framsóknarflokkur: 2 eða tæp 2%
D - Sjálfstæðisflokkur: 46 eða um 37%
F - Frjálslyndi flokkurinn: 4 eða tæp 4%
L - Listi sjálfstæðra frambjóðenda: 3 eða tæp 3%
S - Samfylkingin: 16 eða rúm 12%
V - Vinstri-Græn: 6 eða tæp 5%
Athygli vekur hve margir virðast vera hófsamir en ekki er loku fyrir skotið að einhverjar greinar hafi ekki birst, einkum ef einhver áberandi galli hefur verið á þeim.
Mosi vill taka fram að hér er ekki um sérlega vísindalega könnun að ræða en sjálfsagt er að hvetja þá sem gjarnan vilja sitt af mörkum leggja, að skoða þessi mál betur. Kanna þyrfti betur, flokka og skrá málefni, lengd og e.t.v. greina þau orð sem vinsælust eru.
Í Morgunblaðinu þessa viku auglýstu flestir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sig og sitt ágæti nokkuð rækilega. Fróðlegt væri að vita e-ð um útlagðan kostnað enda skiptir fátt jafn mikið í heimi stjórnmálanna og greiður aðgangur að auði. Það er nefnilega svo að hér er um eitt alvarlegasta feimnismálið í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðismenn hafa ekki gert opinberlega grein fyrir fjármálum sínum og vilja síður en aðrir frambjóðendur hinna flokkanna. Ekki hafa neinar spurnir farið af ársreikningi hvorki Framsóknarflokks né Sjálfstæðisflokks fyrir árið 2007 þó svo að lög um fjármál stjórnmálaflokka geri ráð fyrir því.
Vonandi verður bætt úr áður en langt um líður.
Auðurinn á ekki að vera forsenda þingmennsku og pólitískrar virkni heldur málefnalegar forsendur þar sem byggist á víðsýni og traustri menntun og reynslu.
Mosi
17.3.2009 | 09:46
Vandmeðfarið efni
Samskipti mannsins við náttúru geta tekið á sig ýmsar myndir. Hugmyndin að þessari bíómynd er vafalaust mjög góð en alltaf er spurning um efnistök og annað sem máli skiptir. Sjálfum finnst mér allt of mikil áhersla vera lögð á ofbeldi á margvíslegan hátt og þykir miður.
Þetta sýnishorn er auðvitað allt of stutt. Kvikmynd þessi á ábyggilega eftir að vekja upp miklar umræður og finnst sjálfsagt mörgum rétt að beita ýmsum tilfinningalegum rökum í máli sínu. Vonandi er að listræn sjónarmið hafi ráðið meiru en sjá má í þessu sýnishorni. Landslagið sem sjá má benda til þess enda er náttúran óvenju fögur við strendur Íslands sem og á landinu sjálfu. Útlendingar hafa auga með því og það veltur á hvort mynd þessi verði Íslendingum og íslenskri kvikmyndagerð til einhvers framdráttar.
Mosi
![]() |
Kvalafull hvalaskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. mars 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar