Frábærir frambjóðendur

Ólafur Þór Gunnarsson er vel að þessum sigri kominn. Hann hefur lengi verið bæði vakinn og sofinn í velferðarmálum íslensku þjóðarinnar, bæði sem læknir og bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.

Þeir sem eru ofar á listanum, alþingismennirnir Ögmundur og Guðfríður Lilja hafa verið hreint frábærir fulltrúar okkar á þingi þar sem hagsmunir þjóðarinnar hafa verið hafðir í fyrirrúmi. Bæði hafa sýnt af sér hófsemi og víðsýni en umfram allt sanngirni í þeim erfiðu málum sem nú eru efst á baugi.

Ögmundur er mikill heiðursmaður sem á allt gott skilið fyrir öll þau góðu mál sem hann hefur tekið þátt í á þingi. Hann hefur auk þess gegnt árum saman formennsku í BSRB án þess að þiggja krónu fyrir meðan hann var jafnframt þingmaður. Fyrir þessar kosningar ákvað hann að víkja úr öruggu sæti fyrir ungri konu, Guðfríði Lilju og hefur sýnt með því mikinn drengskap. Hvoru tveggja mættu þeir sem eru á hægri væng stjórnmálanna taka sér til fyrirmyndar.

Af sérstökum ástæðum tók Mosi ekki þátt í þessu forvali, hvorki að kjósa né vinna við þessa kosningu. Einhverra hluta vegna dró annað hug hans þessa helgi en blessuð pólitíkin.

Mosi


mbl.is Ólafur Þór í þriðja sæti VG í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband