27.2.2009 | 16:17
Konur eru ekki síðri!
Vonandi standa þær sig betur í þessu erfiða hlutverki en þeir sem báru ábyrgð á þessum hörmulegu mistökum. Þær hafa allt að vinna og stýra vonandi bankanum betur.
Mosi
![]() |
Aðeins konur í stjórn Nýja Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 16:08
Hadaka matsuri : Angi af frjósemistrú?
Þessi ærsli eru kostuleg. Kanski væri ekki úr vegi að taka upp svipaða siði hér á landi og ætla þeim sem vilja gjarnan losa sig við reiðina. Það mætti hafa þessa hátíð innanhúss yfir vetrartímann en útivið yfir hásumarið.
Spurning hvort þetta fyrirkomulag væri ekki eiginleg betra en að fólk vaði uppi með skömmum og svívirðingum og ausi yfir hvert annað vægðarlaust úr skálum reiðinnar.
Þarna gætu t.d. skapvargar að fá tækifæri að koma og taka þátt í drulluslettunum.
Mosi
![]() |
Berrassaðir karlar ærslast í drullubaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 16:00
Fengur fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins
Davíð hefur á undanförnum árum reynst þjóðinni mjög dýr, meira að segja rándýr. Nú verður hann að byrja á botninum en getur tæplega vænst þess að njóta fyrrum gæfu í stjórnmálunum. Honum tókst lengi vel að koma ár sinni ótrúlega vel fyrir borð þannig að hann gaf andstæðingum sínum langt nef. Þannig komst hann til valda í Reykjavík með mjög einföldu áróðurstækni sem sló nánast vopnin úr höndum andstæðinga hans. Hann varaði við að byggja á sprungum við Rauðavatnið þar sem nú er nýja Morgunblaðshöllin. Hann gagnrýndi vinstri borgarstjórnarmeirihlutann fyrir skuldasöfnun. Það voru einkum framkvæmdalán vegna Hitaveitunnar sem átti verulegan þátt í að bæta hag allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nú eru tímarnir breyttir: Sá sem hefur misst trúnað og traust hefur beðið mikið afhroð.
Ef Davíð fer fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri það mikill fengur fyrir aðalandstæðinga þessa fyrrum stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar.
Spurning hvort það varðar ekki við heimsku. Því miður verða flest mein mannsins læknuð en heimsku manna hefur lengi reynst einna torveldast að lækna.
Mosi
![]() |
Davíð í framboð á Suðurlandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 15:47
Skynsamleg ákvörðun
Össur sýnir mikla skynsemi með hófsamri yfirlýsingu sinni. Hann hyggst ekki blanda sér í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar og vill gjarnan að Ingibjörg Sólrún verði áfram formaður á meðan aðstæður leyfa.
Þegar Össur var ungur róttækur maður, var allt annað uppi á tengingum. Hann var í fylkingarbrjósti meðal róttækra stúdenta sem fleytti honum í ritstjórn Þjóðviljans. Þar var margt í deiglunni en þetta gamla róttæka dagblað var að renna sitt skeið á enda. Enginn fjárhagslegur grundvöllur var undir því. Þjóðviljinn var ásamt Morgunblaðinu mjög mikilvægir fjölmiðlar sitt hvoru megin við miðjuna.
Þegar Össur var ritstjóri Þjóðviljans var annar framagjarn maður í borgarstjórn Reykjavíkur, Davíð Oddsson. Hann náði völdum sem borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og beitti til þess nokkuð óvenjulegum aðferðum. Hann beitti einfaldri áróðursaðferð sem svínvirkaði. Þegar fyrsti vinstri meirihlutinn var við völd í Reykjavík á árunum 1978-82, var ákveðið eftir olíukreppuna 1979 að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sig til og ynnu í samvinnu undir þáverandi borgarstjóra, Egils Skúla Ingibergssonar verkfræðings, að stækka þjónustusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Þetta var mjög dýrt en Egill hafði reiknað út að framkvæmdin myndi borga sig tiltölulega fljótt. Tekin voru erlend lán til framkvæmda sem Davíð gagnrýndi mjög mikið en ekki lengi eftir að hann hafði náð völdum. Þegar íbúar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði höfðu tengst hitaveitukerfinu, varð nánast sprenging í tekjum Hitaveitunnar.Davíð heimtaði hverja hækkunina á fætur annarri og er það fremur sérkennilegt að iðnaðarráðherra sem þá var Hjörleifur Guttormsson, staðfesti gjaldskrárhækkaninar. Fátt hækkaði jafnmikið á þessum verðbólgutímum og gjaldskrá Hitaveitunnar og má því með góðum og gildum rökum fullyrða að Davíð hafi verið einn sá ötulasti að kynda undir verðbólgu þessara ára.
Digrir sjóðir Hitaveitunnar voru Davíð drjúgir þegar hann ákvað byggingaframkvæmdir sem bera stórhuyg hans skýr merki: Ráðhús Reykjavíkur í Tjörninni, Perlan sem gárungarnir nefndu Kúlusukk enda fór byggingakostnaður töluvert fram úr áætlunum. Þá var Viðeyjarstofa endurgerð og varð siðar mikilvægur staður fyrir frekari völd Davíðs.
Segja má að Davíð hafi ofmetnast smám saman, völdin stigu honum e.t.v. til höfuðs. Þegar líða tekur yfir aldamótin virðist e-ð hafa gerst sem hafi áhrif á dómgreind Davíðs. hann ræðst í hverja umdeildu ákvörðunina á fætur annarri og er ákvörðun um byggingu KJárahnjúkavirkjunar og stuðningur við umdeilt Írakstríð sem stendur einna hæst. Svona ákvarðanir eru ekki teknar af skynsemi heldur fyrst og fremst mjög kaldri framkomu gagnvart þjóðinni. Þessu tengist einnig umdeild sala ríkisbankanna sem segja má að hafi gjörsamlega mislukkast.
Síðustu árin hefur Davíð verið seðlabankastjóri. Þar virðist hann hafa kunnað nokkuð þokkalega við sig en ljóst var, að enginn getur barist nánast einn og yfirgefinn gegn straumi tímans. Vopnin höfðu smám saman hrokkið úr höndum fjölmargra vina hans og er hlálegt þegar einn af nánustu vinum hans vitnaði í virtan hagfræðing máli sínu til stuðnings en gætti ekki að því í málflutningi sínum, að hagfræðingurinn hafði þveröfuga fullyrðingu fram að færa! Það var virkilega vandræðalegt hjá manni sem er einn af auðmönnum landsins.
Betra hefði verið að Davíð hefði sýnt sáttarhug að standa strax úr sæti seðlabankastjóra eftir stjórnarskiptin 1. febrúar s.l. Hann hefur fremur lélega menntun til að geta staðið sig vel í þessu erfiða hlutverki á mjög erfiðum og varhugaverðum tímum. Hann reisti sér hurðarás um öxl og andstæðingar hans hafa ætíð verið tortryggnir í hans garð.
Davíð er eins og hver annar breysklegur maður með sínar skoðanir til manna og málefna. Hann er ekki allra og ætíð mjög umdeildur. Því hefði verið hyggilegra bæði fyrir þjóðina og ekki síður hann persónulega að draga úr víðsjám og ganga út úr þessu dökka húsi strax og ljós var að honum hafði mistekist ætlunarverk sitt.
Sennilega er yfirlýsing Össurar í samræmi við reynslu okkar af Davíð. Aldrei hefur reynst hyggilegt að storka samfélaginu og þar með örlögum sínum. Hver á sinn vitjunartíma og alltaf er hyggilegt að ígrunda hvenær rétti tíminn sé að standa upp og gefa stjórnina eftir til annarra sem líklegri eru til að ná betri árangri.
Mosi - alias
![]() |
Leiðtogaefni á færibandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 10:50
Síðustu þröskuldarnir að baki: Til hamingju Íslendingar!
Loksins höfum við losað okkur við síðstu þröskulda að leiðinni til nýrra tíma. Í Seðlabankann er loksins kominn óháður sérfræðingur í efnahagsmálum sem ekki veitir af. Hann er væntanlega með engin tengsl við gömlu valdaklíkurnar sem stýrðu Íslandi, oft með harðri og óvægri hendi.
Endurreisnarstarfið eftir frjálshyggjudýrð Davíðs getur nú hafist af fullum þunga.
Mosi
![]() |
Skilur vandamál Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 27. febrúar 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar