Handvömm á Alþingi?

Þetta er auðvitað e-ð sem ekki má gerast. En þar sem mjög mikið hefur verið að gerast í smafélaginu sem á þingi má alltaf búast við að einhver handvömm verði á og sérstaklega þegar svo stendur á sem nú: upplausn og stjórnarskipti.

Annað mál sem eg skil ekkert í er hvernig í ósköpunum fóru fram mjög róttækar breytingar á hlutafélagalögunum vorið 2008 án þess að nokkrar umræður færu fram. Það mál er miklu alvarlega en umræða um einhverja snobbbíla sem svo virðist að hafi verið margir hverjir mjög illa hirtir, t.d. ekki smurðir reglulega ef fréttin í Morgunblaðinu er lesin.

Sérstaklega er breytingin á 6. gr. hlutafélagalaganna mjög einkennileg þar sem opnuð er leið braskara að yfirtaka félög án þess að nokkur raunveruleg verðmæti séu að baki. Um þetta ritaði eg á slóðinni: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/793678

Fjallar þar um hagsmuni lítilla hluthafa sem og lífeyrissjóða í hlutafélögum.

Umræður og afgreiðsla þingsins á þessum breytingalögum stóð yfir rétt rúmlega stundarfjórðung!

Við verðum að gæta þess, að smámál yfirgnæfi ekki stærri og alvarlegri mál. Auðvitað er af nægu að taka.

Mosi

Mosi


mbl.is Óvirðing við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofneysla er böl

Ofneysla áfengis hefur lengi verið sannkallað böl. Athyglisvert er að líta 100 ár aftur í tímann var algengt að sterkt áfengi væri veitt í staupatali. Var það m.a. í þeim tilgangi að liðka fyrir viðskiptum.

Síðastliðið haust var eg meðal íslenskra ferðalanga á leið frá Moskvu austur til Kamtsjatka austarlega í Síberíu. Biðum við í óvissu um 7 tíma á flugvelli í Moskvu. Ástæða tafarinnar var sögð slæmt veður! Síðar kom í ljós að ekkert var að veðri,meiraað segja hið besta haustveður á leiðinni og á áfangastað. Það rétta kom í ljós að þá um daginn hafði rússnesk flugvél farist af ókunnum ástæðum og því væri allar flugsamgöngur í Rússlandi meira og minna lamaðar. Við ítarlega rannsókn var orsakanna að leita að flugmennirnir voru báðir ofurölvi!

Á leiðinni til baka settist við hlið mér í flugvélinni ungur Rússi velbirgur af áfengi. Hann drakk hverja bjórdósina á fætur annarri ásamt einhverju sterkara. Svaf hann áfengisdauða lungann af leiðinni sem tók 9 tíma. Þetta brennivínsstand er alls staðar hreint ömurlegt og er Rússum virkilega til vansa. Það er því mjög æskilegt að yfirvöld taki á þessu. En fleiri mættu auðvitað líta í eigin barm því ofneysla áfengis og annarra fíkniefna fer ekki vel með mannslíkamann.

Hóflega drukkið vín gleður geð guma og vífa. Allt er því gott í hófi.

Mosi


mbl.is Áfengi bannað í rússneskum flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband