Hagsmunir litla hluthafans og lífeyrissjóðanna

Hlutafélög hafa almennt ekki verið mikið til umræðu á vettvangi Morgunblaðsins né annarra fjölmiðla. Þó verður að fullyrða að um tíma nutu kaup í hlutafélögum mikillar hylli einkum þegar fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkisins voru seldar.

 

Þegar Búnaðarbankinn var seldur fyrir nokkrum árum (2003) þá var hluthafahópurinn einn sá fjölmennasti um víðan heim og var tekið eftir að um 10% þjóðarinnar ætti hlut í bankanum. Síðan hefur allt gengið á afturfótunum, bankarnir hrunið, efnahagskreppa hefur haldið innreið sína og þorri þjóðarinnar átt við sárt um að binda síðan.

 

Athygli vekur að hin síðustu misseri hafa ýmsir athafnamenn orðið aðsópsmiklir í íslensku atvinnulífi og eru ástæður þess sjálfsagt margar. Sem smáhluthafi þá hefi eg verið að lesa mig til og eru hluthafalögin ein af uppáhaldslesningum mínum þessa stundina.

 Litlir hluthafar sem og lífeyrissjóðirnir greiða fyrir hluti sína í beinhörðum peningum. Með breytingalögunum sem voru samþykkt 21. maí 2008. Veturinn 2007–2008 var ákvæðum hluthafalaganna (frá 1995) breytt á þann veg að opnuð var greið leið braskara til að yfirtaka hlutafélögin. Var þar vísað til óljósra ákvæða í EES samninginn. Í nefndaráliti Viðskiptanefndar Alþingis segir: „Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög hvað varðar greiðslu hlutafjár í öðru en reiðufé við stofnun eða hlutafjárhækkun. Breytingin felst einkum í því að verði frumvarpið að lögum verður í ákveðnum tilvikum ekki krafist sérfræðiskýrslu þegar hlutir í hlutafélögum eru greiddir í formi verðbréfs eða peningamarkaðsskjals eða verðmæti greiðslu fyrir hluti kemur beint fram í endurskoðuðum, lögmæltum ársreikningum. Samkvæmt lögum um einkahlutafélög er við stofnun eða hækkun hlutafjár ekki gerð krafa um sérfræðiskýrslu heldur yfirlýsingu frá löggiltum endurskoðanda eða lögmanni, sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Því er lagt til að í sérstökum tilvikum þurfti slík yfirlýsing ekki að fylgja. Í frumvarpinu eru einnig lagðar til rýmkaðar reglur um eigið fé hlutafélaga auk þess sem lögð er til breyting til einföldunar á ákvæði um tilgreiningu á heimili félags í samþykktum þess.“ Heimild: http://www.althingi.is/altext/135/s/0966.html Með þessu eru hagsmunir smárra hluthafa og lífeyrissjóða vægast gerður mjög lítill. Með því að framvísa skjölum og ýmiskonar blekkingartilfæringum er unnt að yfirtaka félög á tiltölulega eindfaldan. Hvorki þarf einu sinni að sýna fram á raunveruleg verðmæti eigna til kaupa á hlutum með eða án yfirlýsinga né þaðan af síður að greiða fyrir hlutina með reiðufé.  Þetta frumvarp tók Alþingi einungis rúmlega kortér að afgreiða í þrem umræðum. Einungis tveir þingmenn tóku til máls, Björgvin Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra og Guðfinna Bjarnadóttir framsögumaður nefndarinnar.  

Afleiðingin hefur verið skelfileg í mörgum fyrirtækjum: þeir sem áttu stóra hluti og gátu myndað meirihluta, hafa nánast yfirtekið fyrirtækin og rænt þau. Gott dæmi þessa er tryggingafélagið Exista sem áður var eitt fjölmennasta hlutafélag landsins. Sumarið 2008 var gjörnýtt af mörgum bröskurum og nú sitja margir litlir hluthafar og lífeyrissjóðir eftir með sárt ennið: Eignir hafa verið verulega skertar eða bókstaflega verið strikaðar út.

Hér í framhaldi er lagafrumvarpið eins og það kemur af skepnunni:  http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.047.htmlMosi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband