4.12.2009 | 14:02
Stjórnarandstaðan í varnarstöðu
Greinilegt er að stjórnarandstaðan er í mikilli varnarstöðu. Eina haldreipið virðist vera að flytja aftur og aftur sömu ræðuna án þess að nokkrar nýjar mikilsverðar upplýsingar hafi komið fram í málinu.
Með Icesafemálinu er verið að fórna minni hagsmunum til að bjarga verðmætari og meiri hagsmunum. Við þurfum að bæta lánsfjárhæfni landsins eftir það gríðarlega hrun sem er fyrst og fremst á kostnað þjóðarinnar vegna gríðarlegs kæruleysis og léttúðar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við einkavæðingu bankanna á sínum tíma.
Núverandi forysta þessara syndaflokka vilja klína skömminni yfir á aðra sem ekki bera ábyrgð á þessum afglöpum.
Mín vegna má stjórnarandstaðan halda eins marga fundi í vonlítillri varnarstöðu sinni en óskandi er að hún fari að átta sig á raunverulegum staðreyndum málsins.
Mosi
![]() |
Stjórnarandstaðan boðar blaðamannafund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 13:20
Í þingsköpum Alþingis eru ákvæði um takmörkun umræðu
Núgildandi reglur um þingsköp þingsins eru frá 1991.
í 59. gr. eru mjög ákveðin ákvæði um vald þingforseta :
Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. Skyldi almenn óregla koma upp er það skylda forseta að gera hlé á fundinum um stundarsakir eða, ef nauðsyn ber til, slíta fundinum.
Hvort málþóf sem stendur lengur en eina viku sé óregla þá hefur fundi verið slitið af minna tilefni en þessu endalausa málþófi.
Í 57.gr. þingskaparlaga er eftirfarandi:
Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.
Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.
Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður.
Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
Svo virðist sem vanti í fundarsköpin ákvæði um vald forseta að loka mælendaskrá og svo virðist sem þessir uppivöðslusömu þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa nýtt sér. Þetta ætti eiginlega ekki að vefjast fyrir ákveðnum þingforseta beiti hann heimild 2. mgr. um að hann geti stuyngið upp á að umræðu verði lokið innan viss tíma og að greiða megi atkvæði um það. Ríkisstjórnin er með meirihluta og sjálfsagt eru ýmsir í stjórnarandstöðunni líklegir að taka afstöðu með meirihlutanum í atkvæðagreiðslu þeirrar tillögu. Hvers vegna í ósköpum hefur þingforseti ekki nýtt sér þessa heimild? Á að láta uppivöðslusama þingmenn stjórnarandstæðunnar vaða uppi með dylgjur og vafasaman málflutning?
Mosi
![]() |
Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 12:56
Mótmælum stjórnarandstöðunni!
Síðustu viku hefur ekkert annað mál verið á dagskrá þingsins en Icesafe. Ljóst er að þetta mál er þannig, að ekki verður unnt að komast yfir þann þröskuld. Íslendingar eru bundnir af samningi, fyrst þeim sem Geir Haarde og Árni Mathiesen gerðu við þá félaga Gordon Brown og Alistair Darling. Seinni samningurinn var skárri og það er sem stjórnarandstaðan er að mótmæla!
Í siglingalögum er skipstjóra heimilt að fórna minni hagsmunum til að bjarga stærri og verðmætari hagsmunum. Icesafe eru smámunir miðað við aðra hagsmuni Íslendinga. Það er fyrst og fremst á þeim ástæðum sem íslenska ríkisstjórnin vill koma þessu Icesafemáli í gegn. Þá verður unnt að ganga að erlendum eigum útrásarvíkinga með aðstoð Breta og Hollendinga og takmarka tjón okkar.
Stóru hagsmunirnir eru þeir að bæta lánshæfni Íslendinga erlendis. Margfalt hærri fjárhæðir eru þar um að tefla en þetta Icesafe. Við erum nálægt ruslflokki að mati lánsfjármatsfyrirtækja og það er okkur mjö0g mikilvægt að fá hærra lánsfjármatshæfni.
Þetta virðist stjórnarandstæðan ekki skilja. Þeir hafa bitið sig gjörsamlega í skottið á sjálfum sér og flytja aftur og aftur sömu ræðuna á þingi. Þetta er hneyksli!
Nú þarf að mótmæla þessari siðblindu stjórnarandstöðunnar og koma nauðsynlegum málum í gegnum þingið. Þannig bíður t.d. fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár en því þarf að ljúka í allra síðasta lagi fyrir miðnætti á Gamlárskvölds.
Mosi leyfir sér að mótmæla þeirri lögleysu og siðleysi sem stjórnarandstæðan virðist vera pikkföst í. Það skyldi þó ekki vera að það sé siðlaus valdagræðgi sem býr að baki? Allt er gert til að grafa undan ríkisstjórninni og henni kennt um allt sem aflaga hefur farið. Þó kom hvorki Samfylkingin né VG nálægt einkavæðingu bankanna, mótmæltu kröftuglega á sínum tíma, en nú ætlar stjórnarandstæðan að klína glæpnum á ríkisstjórnina sem nú situr!
Lokum mælendaskránni og ljúkum þessu máli ekki seinna en núna!
Þeim þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem hafa haft sig hlest í frammi, verður ekki fyrirgefið því þeir vita eða mega vita hvað þeir eru að gera!
Mosi
![]() |
Efna til kröfufundar á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 4. desember 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar