Hvaða mælistika er notuð?

Ljóst er, að ekki er auðvelt að greina spillingu og ekki alltaf unnt að beita sömu mælistöku.

Fyrir nokkrum árum var talað um Ísland sem eitt minnst spilltasta land heims. Gott ef þáverandi ríkisstjórn og forsætisráðherra hafi ekki oft skreytt ræður sínar með þeirri fullyrðingu.

Þegar farið var að tala um nauðsyn þess að setja lög um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna á Íslandi brugðust ýmsir illa við. Þannig lenti undirritaður í ritdeilu við fjármálaritara Framsóknarflokksins sem taldi enga þörf fyrir slíkum reglum. Var m.a. rökin þau að spilling þekktist ekki á Íslandi!

Ljóst er, að líkindi eru fremur meiri en minni að alls konar spilling hafi þrifist ágætlega í skúmaskotum ýmsum þar sem fjármál og stjórnmál koma við sögu. Oft er fyrirgreiðsla stjórnmálamanna umbuð með einhverjum hlunnindum. Margar sögur eru til um t.d. óhóflegar gjafir til hinna og þessara í samfélaginu. Þegar heildsalar voru fyrirferðamikil stétt í samfélaginu áður en Jóhannes í Bónus gróf undan henni, þá voru oft starfsmenn uppteknir langt fram á aðfangadagskvöld að koma sposlum til velunnara fyrirtækisins. Hvernig er með t.d. þá sem hafa gríðarlega hagsmuni við að tekin sé „skynsamleg“ ákvörðun í opinberri stjórnsýslu þannig að t.d. byggingalóðir verði margfalt verðmeiri en áður var? Hvernig skyldi vera með stóriðjuna? Skyldu mútur og aðrar fyrirgreiðslur vera stundaðar til að „liðka fyrir“ og hraða ákvarðanatöku? Hvernig stóð á því að Impregilo stóð á baki gjaldþrots um mitt ár 2002 en gengið var til samninga við fyrirtækið á undraverðum hraða þá um haustið. Sama fyrirtæki lenti í miklu hneyksli í Suður Afríku nokkrum árum fyrr og hvers vegna skyldi ekki svipuðum aðferðum verið beitt gagnvart íslenskum aðilum?

Það var hreint furðulegt hve margir urðu blindir á ýmsar staðreyndir og vildu óðfúsir vaða í þessar stórkarlalegu framkvæmdir þrátt fyrir aðvaranir hagfræðinga um glannalega lendingu. Í framhaldi af þessu voru ríkisbankarnir einkavæddir og sumum þeirra komið í hendur á mönnum sem kannski höfðu meiri þekkingu á fótboltasparki á Englandi fremur en rekstri bankastofnunar. Þar var farið mjög frjálslega með frelsið svo ekki væri meira sagt. Samfélagsleg ábyrgð var að engu höfð undir lokin og bönkunum breytt í ræningjabæli.

Margt ótrúlegt kom yfirvöldum í opna skjöldu varðandi þessa Kárahnjúkaframkvæmd. Þvílík uppákoma strax í upphafi með ótrúlega lélegar aðstæður verkamanna á hálendinu. Þáttur þessara starfsmannaleigna virðist ekki hafa verið undirbúinn þar sem eðlilegar skattgreiðslur starfsmanna til ríkisins og sveitarfélaga voru hindraðar. Hver skyldi hafa notið góðs af þessu? Þjóðlendubrambolt ríkisstjórnar Geirs Haarde var til þess fallið að draga sem mest úr væntanlegum bótagreiðslum til landeigenda. Auðveldara var að leggja einfaldlega lönd bænda og sveitarfélaga undir ríkið með aðferð Stalíns og annarra áþekkra kumpána.

Eftir höfðinu dansa limirnir. Voru ekki fleiri margvíslegir maðkar í mysunni?

Íslenskt samfélag er mun spilltara en við höfum talið fram að þessu. Við verðum að viðurkenna það og gera upp við fortíðina. Því fyrr þess betra!

Mosi

 


mbl.is Ísland lækkar á spillingarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpir borga sig ekki

Sú var tíðin og sagt að glæpir borgi sig ekki. Það hefur þessi innbrotsþjófur heldur en ekki reynt og sannað eftirminnilega.

Sennilega hefði einhver af gamla skólanum gripið kauða glóðvolgann þar sem hann sat fastur í gluggaborunni, dregið niður nærurnar og rassskellt hann opinberlega honum til enn meiri háðungar og öðrum illum skálkum til strangrar aðvörunar!

Mosi


mbl.is Þjófur gripinn með allt niðrum sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókostir smáþjóðar

Þegar upp kemur stór vandkvæði á borð við bankahrunið þá koma ókostir að vera smáþjóð augljóslega í ljós: víða eru hagsmunatengsl og þeir sem vilja fylgja lögum og reglum reka sig á að hvarvetna eru ljón á veginum. Meðal smáþjóðar er stjórnkerfið meira og minna gegnumsýrt af samábyrgð og jafnvel spillingu af ýmsu tagi.

Meðal stærri þjóða komast menn ekki upp með annað eins og á Íslandi. Þar er eftirlit og aðhald miklu virkara. Þar verða menn að haga sér eftir þeim réttarreglum og venjum sem gilda. Frænsemi og vinskapur nær ekki upp á pallborðið.

Þegar Ísland var hluti af danska ríkinu þá gerðu stjórnarherranir í Kaupmannahöfn sér fylliglega grein fyrir þessu. Hingað voru ráðnir erlendir háembættismenn en íslenskir menntamenn gátu vænst frama annað hvort í Danmörku eða Noregi þar sem engir frændur og vinalið var fyrir. Jafnskjótt og dönsku stjórnarherrarnir „gleymdu“ sér þá var eins og spillingin og samábyrgðin fengi að skjóta hér rótum. Margir Íslendingar telja það hafi verið mikið lán að Skúli Magnússon hafi verið skipaður landfógeti árið 1749. Um það þarf sennilega ekki að deila en hann átti þátt í að Ólafur Stefánsson bókari við Innréttingarnar var skipaður varalögmaður og síðar amtmaður. Sá maður tók sér ættarnafnið Stephensen og varð stiptamtmaður, landsstjóri Dana á Íslandi árið 1790. Hann var ættfaðir Stephensen ættarinnar sem bar ægishjálm í stjórnkerfinu á Íslandi frá lokum 18. aldar og fram yfir aldamótin 1900. Ólafur þótti mjög duglegur embættismaður en ráðríkur, kom ættmönnum sínum í æðstu embætti og var mjög drjúgur til auðssöfnunar.

Kunn eru ummæli Sveins Pálssonar náttúrufræðings og síðar landlæknis um Yfirréttinn á Öxarárþingi árið 1793. Þessi dómstóll var skipaður sjö mönnum: Ólafur stiptamtmaður var í forsæti og með honum í réttinum voru 3 synir hans. Auk þeirra voru sýslumenn tveir, báðir systursynir Ólafs. Aðeins einn dómari Yfirréttarins var ekki í fjölskyldunni eða tengdur henni. Þótti Sveini þetta vera einkennilega skipaður dómstóll sen svona tíðkaðist það fyrrum. Einkavinavæðingin hófst snemma til vegs og virðinga á Íslandi!

Aldrei kom fyrir að Yfirdómurinn væri ruddur vegna hagsmunaárekstra. Þó urðu oft deilur og málaferli á þessum árum sem snertu hagsmuni Stephensenættarinnar.

Mosi


mbl.is Ráðherrar fyrir dóm?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband