8.10.2009 | 18:57
Forgangsverkefni
Ljóst er að mjög mikilvægt er að vönduð rannsókn á þessu ótrúlega máli nái fram að ganga. Þetta er eitt meginverkefni núverandi ríkisstjórnar og því má ekki undir neinum kringumstæðum hætta núverandi stjórnarsambandi meðan rannsókn hefur ekki farið fram að öllu leyti.
Þessar deilur um Icesafe eru smámunir sem skipta minna máli. Ekki er undir neinum kringumstæðum unnt að komast fram hjá því skeri, þar verður að ganga til samninga við ofureflið til þess að tryggja að atvinnuvegirnir og fyrirtækin geti starfað.
Ef þetta Icesafe mál verður að því skrýmsli sem sumir vilja draga upp með dökkum litum, þá er ljóst að réttarríkið íslenska líði undir lok. Við getum ekki slegið um okkur að við greiðum ekki fyrir óreiðumenn. Þessi yfirlýsing hefur reynst okkur það dýr að hún kallaði yfir okkur að bresk yfirvöld beittu hermdarverkalögum á íslensku þjóðina. Ef Icesafe fellir ríkisstjórnina þá er mikil hætta á að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komist í Stjórnarráðið. Markmið margra pólitíkusa í þeim flokkum er að koma félögum sínum til bjargar sem nú eru hver á fætur öðrum að festast í net réttvísarinnar. Mikil hætta er á að steinar verði lagðir í götu Evu Joly, saksóknara og þeirra sem vinna að þessu erfiða opg umfangsmikla sakamáli. Græðgin og léttúðin á ekkert erindi í Stjórnarráðið aftur! Það yrði rothögg á annars þokkalegt orð sem Ísland hefur haft fram að þessu. Ætli yrði ekki litið á stjórnmálin á Íslandi eins og tíðkast víða í svörtustu Afríku?
Siðferði á sviði stjórnmála hefur ekki verið upp á marga fiska á undanförnum áratug. Einkum hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn aukið spillinguna þegar þeir hafa ráðið í Stjórnarráðinu og gert sitthvað til að draga þjóðina á tálar.
Réttvísin verður því að fá frið og aðstöðu til þess að vinna sig áfram gegnum allt svínaríið.
Mosi
![]() |
Rannsókn á hruni fær aukið fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2009 | 10:05
Til hamingju íslenska þjóð!
Í fréttinni segir að alls hafi útskrifuðust 2810 stúdentar úr 32 skólum skólaárið 2007-2008, 251 fleiri en skólaárið áður sem er 9,8% fjölgun. Ekki hafa áður útskrifast svo margir stúdentar frá íslenskum skólum á einu skólaári.
Þegar Mosi útskrifaðist frá Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 1972 voru útskrifaðir stúdentar á öllu landinu rúmlega 700 frá 4 skólum: Menntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Laugavatni, Menntaskólanum í Reykjavík auk Menntaskólans í Hamrahlíð sem útskrifaði í 3ja sinn. Það þóttu sumum afarslæm tíðindi og raddir voru uppi sem töldu að íslenska þjóðfélagið hefði ekkert við slíkan fjölda að gera. Litið var oft niður til okkar sem höfðum aflað okkur bóklegrar menntunar, einkum var það áberandi í stopulli sumarvinnu þessara ára.
Meðal annarra voru gamlir íhaldsmenn sem töldu Menntaskólann í Reykjavík eiga einan þann rétt að hafa að útskrifa stjúdenta. Sem kunnugt er var það lengi vel fyrst og fremst forréttindi embættismanna og auðugri borgara að koma börnum sínum til mennta. Fram undir miðja 20. öldina voru nánast allir forystumenn í íslensku samfélagi útskrifaðir frá Menntaskólanum í Reykjavík.
Á þessu varð breyting þá Jónas frá Hriflu heimilaði Gagnfræðaskóla Akureyrar að efna til sérstakrar lærdómsdeildar og útskrifa stúdenta. Þetta var í vetrarbyrjun 1927 og þar með hófst starf MA.
Rúmlega 2.800 stúdentar eru tæp 1% þjóðarinnar. Fullyrða má að með betri menntun sé lagðar traustari og betri undirstöður fyrir íslenska þjóðarbúið.
Í fréttinni segir ennfremur:
Brautskráningar úr starfsnámi á framhaldsskólastigi voru 3165 og hafa ekki verið fleiri á einu skólaári. Brautskráðir nemendur með sveinspróf voru 678. Sveinum fjölgaði um 14 frá fyrra ári (2,1%) og eru karlar rúmlega þrír af hverjum fjórum sem ljúka sveinsprófi (76,7%) en konum fjölgaði um fimmtung (21,5%) meðal sveina frá fyrra ári. Þá voru 878 brautskráningar með ýmiss konar starfsréttindi á framhaldsskólastigi. Brautskráðir iðnmeistarar voru 178 og hafa ekki áður verið fleiri.
Menntun hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og nú. Múrar milli háskóladeilda hafa verið rofnir en áður var allt framhaldsnám mjög í föstum skorðum og mátti engu hnika til. Nú geta t.d. þeir sem útskrifast sem smiðir frá starfsmenntaskóla bætt við sig stúdentspróf og haldið áfram námi í tæknifræði eða jafnvel byggingaverkfræði.
Góð menntun er eitt það dýrmætasta í samfélaginu sem bæði kemur því sem einstaklingnum til góða.
Mosi
![]() |
Aldrei fleiri stúdentar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 8. október 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar