7.1.2009 | 22:32
Blóðflokkurinn - hvenær verður dánarvottorðið gefið út?
Í dag var eg á góðum mannfundi og þar hitti eg gamlan vinnufélaga en afi hans var Jónas frá Hriflu. Spurði eg hann hvernig honum litist á stöðu mála með gamla stjórnmálaflokk afa síns. Hann spurði mig hvort eg meinti Blóðflokkinn?
Lengi vel hefur Framsóknarflokkurinn haft B sem listabókstaf. Það færi vel á því að skíra þessar flokksleifar Blóðflokk enda er spurning hvort honum sé að blæða út.
Það er því nokkuð hlálegt þegar sumir flokksmenn með einn fyrrum flokksformann taka sér í munn orðasamband sem notað er þegar braskarar yfirtaka hlutafélög. Mat þeirr er að braskarar séu að taka þennan flokk yfir og þá er að öllum líkindum stutt eftir að gefa megi út dánarvottorðið.
Á þann reit þar sem getið er um orsök andláts má rita skýrum stöfum: Of margir læknar - eða öllu heldur of margir ráðríkir formenn.
Mosi
![]() |
Fjandsamleg yfirtaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 12:14
Af hverju grímur?
Myndi gjarnan koma og vera með við friðsöm mótmæli spillingar og valdníðslu. En mér finnst vera fyrir neðan allar hellur að bera grímu - öðru vísi er á grímudansleik, þar setur fólk upp grímur í vissum tilgangi.
Það er lítill tilgangur að vera með grímur við mótmæli. Það kann að vera einhver annarlegur tilgangur með því sem eg er ekki tilbúinn að taka þátt í.
Vona eg að sem flestir hafi sömu eða svipaða skoðun og eg.
Mosi
![]() |
Mótmæli boðuð í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.1.2009 | 10:22
Framsóknarflokkurinn: musteri spillingar og valdagleði
Framsóknarflokkurinn er elsti stjórnmálaflokkurinn sem nú á fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Upphaflega var þetta flokkur bænda og sveitafólks en á undanförnum árum og áratugum hafa braskarar verið að hasla sér völl í flokki þessum. Spilling og undirferli hefur verið megineinkenni hans, fyrirgreiðslupólitík viðgengist oft af versta tagi og er ekki gott að segja hvenær púki þessi hefur þrútnað meir: þegar Framsóknarflokkurinn er í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokknum eða stýrir sem aðalflokkur vinstri stjórn. Alla vega hafa ekki verið margir fleiri kostir í stöðunni.
Við sitjum uppi með rústaðan efnahag eftir glórulausar ákvarðanir sem Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð öðrum flokkum fremur:
1. Kvótakerfinu var komið á fyrir forgöngu Framsóknarflokksins. Það hefur lengi þótt bæði ranglátt og hafi fleiri annmarka en kosti. Það er talið vera ein meginástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir efnahag Íslendinga enda varð brask með kvóta til að hvetja braskara til stærri og umfangsmeiri athafna.
2. Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar var fyrst og fremst ákvörðun Framsóknarflokksins. Formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson gerði sér grein fyrir að gengi flokksins væri bundið því, að flokkurinn lofaði einhverjum atvinnubótum á Austurlandi. Og þessi umdeilda framkvæmd var einfaldlega of stór fyrir lítið hagkerfi sem okkar og til varð tímabundið gervigóðæri.
Við Íslendingar sitjum uppi með meiri vandræði af völdum þessa eina flokks öðrum fremur. Fagurgali mikill og djarflegur mjög fyrir kosningar hverjar minnir einna helst á harmónikku. Eftir kosningar dregst belgur harmoníkkuloforðanna saman og heyrist jafnvel ekki múkk meir úr belgnum fyrr en skömmu fyrir næstu kosningar. Þá er tími blekkinganna aftur runninn upp.
Hvort Framsóknarflokkurinn verður stærri eða minni en nú er, gildir einu. Braskið verður áfram meginmarkmið þeirra sem stýra flokknum og upphafleg markmið hans að styðja við atvinnuvegi landsmanna einkum til landsins eru þessum bröskurum fyrir löngu gleymd. Bændur og annað fólk á landsbyggðinni hafa allt of lengi verið haft að fíflum. Nú þurfa allir að snúa sér annað sem ekki hafa gert það nú þegar, - og helst fyrir löngu.
Óskandi er að Framsóknarflokkurinn heyri sögunni til. Saga hans verður héðan í frá best geymd á öskuhaugum sögunnar með öðru glysi og glingri sem kemur engum að gagni.
Mosi
![]() |
Hiti á fundi framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 7. janúar 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar