5.1.2009 | 19:02
Undirbúningur málshöfðunar - Athafnamenn í kreppunni
Að höfða mál kallar á vandasaman undirbúnig þar sem allar forsendur og staðreyndir sem málið varðar þurfa að liggja fyrir. Eftir því sem tíminn hefur liðið, virðist staðreyndin vera sú, að bresk stjórnvöld réru því öllum árum að fá íslensk stjórnvöld til viðræðna um lausn þessarar deilu og ágreinings sem tengist Icesafe reikningum Landsbankans. Í ljós hefur komið að Bretar höfðu tillögu um að taka að sér ábyrgð á þessum vandræðum gegn 200 milljóna punda gjaldi. Ríkisstjórn Geirs Haarde virðist annað hvort hafa verið úti á þekju eða ekki skilið Bretana heldur tekið þá stefnu að láta eins og ekkert væri að. Fjármálaeftirlitinu var meira að segja notað til að beita vísvitandi blekkingum með kolrangri yfirlýsingu um að íslenska bankakerfið stæðist svonefnt álagspróf. Geir Haarde vissi eða mátti vita hvernig málin stóðu alla vega frá því snemma í vor. Hann hefur talið þjóðinni trú um aðallt hafi verið í góðu lagi en upplýsingar frá Bretlandi virðast ekki styðja gáleysi hans gagnvart þessum gríðarlegu ábyrgðum sem ekki var undir neinum kringumstæðum að skauta fram hjá.
Sem yfirklór hefur Geir Haarde látið Alþingi samþykkja fjárhagslegan stuðning við þá sem vilja reyna sig í glímu við breska ljónið. Þú glíma verður hvorki létt né árennileg. Bretar virðast hafa haft sínar ástæður fyrir þvíhvers vegna þeir beittu bresku hryðjuverkalögunum á hagsmuni Íslendinga. Þeir áttu kannski engra annarra kosta völ fyrst Geir Haarde og ríkisstjórn hans sigldi þjóðarskútunni með bundið fyrir bæði augu að feigðarósi.
Það ótrúlegt að Geir Haarde sem sagður er hafa mjög ítarlega og góða hagfræðimenntun hafi ekki áttað sig á þessu. Skýringin kann að vera sú að hann hefur talið að allt þetta reddist! Að forða heilli þjóð frá kollsteypu er auðvitað ekki létt verk en hvers vegna sitjum við uppi með fagmann sem forsætisráðherra sem liggur á öllum mikilvægustu upplýsingum og sinnir ekki þeim skyldum að leysa þessi mál í samráði við Bretana.
Þegar skuldari veit, að hann geti ekki staðið í skilum, er besta ráðið að fara til kröfuhafans og ræða við hann, greina frá stöðu mála og fá einhvern gjaldfrest. Þetta heitir meðal innheimtumanna að biðja um gott veður. Viðkomandi hefur þá reynt með því að greina frá stöðu mála sinna, kannski reitt fram greiðslu upp í kröfuna eftir því sem geta hans leyfir þannig að kröfuhafinn veit þó að viðkomandi sé viðræðuhæfur og reyni að standa við skuldbindingar sínar. Málflutningur er bæði vandasamur, fyrirferðamikill, tímafrekur og rándýr. Það verður því að meta með ísköldu mati hvort það yfirleitt borgi sig að leggja út í málatilbúnað.
Athafnamenn í kreppunni:
Sjálfsagt á sitt hvað eftir að koma í ljós. Sumar upplýsingar um stöðu mála verða sjálfsagt staðfestar og þá reynir á raunverulegan hátt hvaða leiðir kunna að koma best við málsókn gegn Bretum. En sjálfsagt er ekki eftir miklu að búast þó hátt sé reitt til höggs.
Margir litu á hlutabréf í bönkum vera nánast gulltryggingu. Undir venjulegum kringumstæðum eru flest ef ekki öll fyrirtæki farin fjandans til áður en bankar leggi upp laupana. Meira að segja í upphafi Kreppunnar á sínum tímavar grundvöllur fyrir stofnun tveggja banka á rústum Íslandsbankans eldri. Það hefur mörgum þótt vera einkennilegt.
Sjálfur átti eg nokkuð af hlutabréfum í bönkunum sem féllu eins og spilaborg í upphafi október s.l. Sum bréfin hafði eg keypt síðan fyrir um 20 árum: Verslunarbankinn, Framkvæmdabankinn,Íslandsbanki, Fjárfestingarsjóðurinn Auðlind og fl., allt afgangur af sjálfaflafé, arður af eldri hlutabréfum og annar sparnaður. Þar var samankomið andvirði um meðalstórs jeppa. Nú er allt þetta horfið fyrir afglöp af völdum kæruleysis stjórnvalda og léttúðar stjórnenda banka og útrásarvíkinga.
Nú vaða hrægammarnir uppi. Í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá einhverju braskfyrirtæki í eigu tveggja bræðra sem nefna sig Bakkabræður. Þar er hluthöfum fyrirtækisins Exista boðnir heilir 2 aurar fyrir hverja krónu hlutafjár. Sjálfur á undirritaður ásamt fjölskyldu minni um 1.100 krónur að nafnvirði í fyrirtæki þessu. Hlutur okkar sem var um 25.000 króna virði fyrir nokkrum misserum er núna í augum þessara sömu Bakkabræðra 22ja króna virði. Það rétt dugar fyrir umslaginu utan um bréfið sem væntanlega er inn um bréfalúguna. Frímerki fyrir sama umslag kostar um þrefalt þessa smánarboðs.
Svona er kreppan í allri sinni dýrð - og hörmungum. Sumir ætla sér stóran hlut meðan flestir tapa sparnaði sínum í formi hlutafjár. Við áttum þessi hlutabréf meðan braskaranir stofnuðu ný braskfyrirtæki, keyptu bankana með manni og mús en vilja erfa allt það sem slægur er í.
Gamalt þýskt máltæki segir: Das letzte Hemd hat keine Taschen. Því má snara á okkar tungu: Líkklæðin hafa enga vasa. Við eigum gamalt og gott orðatiltækium svipaða hugsun: Margur verður af aurum api.
Nú er helsta von okkar og ósk, að skattyfirvöld hafi hendur í hári þessara braskara og að þeir fái að taka þátt í rekstri þjóðfélagsins ekki síður en við hin sem höfum haldið uppi þunga og erfiði samfélagi dagsins.
Mosi
![]() |
Vítaverð hagsmunagæsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2009 | 16:15
Stríðsundirúningur í 18 mánuði!
Í fréttum kemur fram að yfirvöld hafi undirbúið stríðið gegn Gaza í heila 18 mánuði! M.ö.o. hefur stríð þetta verið í undir frá miðju ári 2007. Nú er skiljanlegt að þessi sömu yfirvöld hafi dregið lappirnar að kappkosta að leysa þetta grafalvarlega mál á friðsamlegan hátt sem hefði verið æskilegt.
Hversu mikið þetta stríð kostar bæði í mannslífum, tilfinningum sem og fjárhagslegum verðmætum er ekki gott að segja. En alla vega hefði verið öllu skynsamlegra að vilja fórna einhverju til að koma í veg fyrir stríðsbrjálæði eins og virðist vera eina leiðin yfirvalda í Ísrael.
Ísland var fyrsta sjálfstæða ríki heims að viðurkenna sjálfstæði Ísraels. Kannski það hafi verið mjög óskynsamleg og örlagarík ákvörðun. Þá höfðu Gyðingar nýstofnað sjálfstætt ríki eftir mikið basl og erfiðleika á ýmsar lundir sem við Ísalendingar skyldum mjög vel enda fundum við til mikillrar samúðar í garð þeirra. En nú virðist þetta sama ríki vera eitt alversta hernaðarbröltsríki heims og erfitt að gera sér grein fyrir hvaða skelfilegu afleiðingu árásarhneigð þessara stríðsherra kann að leiða til.
Framkomin tillaga um að slíta stjórnmálasambandi við Ísraela er að mörgu leyti eðlileg. Það ríki sem fyrst viðurkennir Ísrael hlýtur að vega þungt. Við hefðum getað gefið þeim mjögskýr skilaboð með því að láta verða af því. Og alltaf hefði verið unnt að taka upp stjórnmálasamband aftur þegar Ísraelar átta sig betur á að þeir verða að taka tillit til granna sinna og taka upp friðsamleg samskipti við þá.
Mosi
![]() |
Deilt um stjórnmálasamband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 5. janúar 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar