Springur gufudallurinn?

Þegar Geir forsætisráðherra lætur hafa eftir sér að „ekki mætti missa dampinn“, þá vekur það hugann aftur til upphafs iðnvæðingar á Íslandi. Gufuvélin átti meginþáttinn í að koma Íslandi aftur úr öldum úr stöðnuðu landbúnaðarþjóðfélagi í nútíma ríki. „Þjóðarskútan“ er sem sagt gamall og úr sér genginn „gufudallur“ undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og vonandi verður ekki ketilsprenging þegar ekki er tappað reglulega af katlinum til að jafna gufuþrýstinginn.

Við skulum gæta okkar vel og vandlega að verða ekki fyrir þegar gufusprengingin verður í Sjálfstæðisflokknum!

Mosi


mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað olli reiði dómsmálaráðherrans?

Hvað á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra með þessum orðum:

„Þingmennirnir Álfheiður Ingadóttir og Atli Gíslason hafa beinlínis veist að lögreglunni vegna aðgerða hennar. Álfheiður varð sér hreinlega til skammar með framgöngu sinni í þinghúsinu þriðjudaginn 19. janúar til stuðnings þeim, sem réðust að húsinu, og óvild í garð lögreglu. Að þeim degi loknum lét Atli eins og þinghúsinu hefði verið breytt í lögreglustöð og fangelsi og gaf til kynna, að hann ætlaði lengra með það mál en í fjölmiðla.“ Tilvitnun úr bloggsíðu Björns Bjarnasonar 24.1. s.l. http://www.bjorn.is/

Hvaða ummæli ÁJ og AG er BB ekki sáttur við? Hvað sögðu þau í ummælum sínum sem olli því að sjálfur dómsmálaráðherrann sér ástæðu til að drepa niður penna og rita athugasemdir?

Sennilega hafa þingmönnunum orðið þungt í hamsi vegna þeirrar óvenjuhörðu umræðu sem nú er í þjóðmálunum. Mér sýnist á ýmsu að dómsmálaráðherrann sé að verða óþarflega viðkvæmur og hefur oft ekki þurft mikið út af bera að hann verði nokkuð harðorður.

Rétt er að benda á að stundum kann að orka tvímælis hvenær ráðamenn grípi til þeirrar aðferðar sem BB beitir sér nú fyrir. Meðan enginn rökstuðningur né beinar tilvitnanir í þau ummæli sem BB þykir ótilhlýðileg, þá er þetta væntanlega eins og hver annar sleggjudómur og klámhögg.

Ráðherra ber öðrum fremur að gæta hófs sérstaklega þegar þess ber að gæta að þeir eru ekki ráðherrar eins stjórnmálaflokks heldur allrar þjóðarinnar. Oft vill það gleymast.

Mosi


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður breyting á valdakerfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins?

Björgvin hefur sýnt af sér mikið hugrekki með afsögn sinni.

Nú eykst þrýstingurinn á Geir og Sjálfstæðisflokkinn að axla ábyrgð. Nú er staða Davíðs bankastjóra í Seðlabankanum orðin mjög veik og nú er valdakerfi Sjálfstæðisflokksins að brotna gjörsamlega saman.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur einnig sýnt af sérmikið hugrekki og lýsa þeirri skoðun sinni að Davíð beri að víkja.

Á Kreppuárunum, nánar tiltekið 1937 eða 1938 settust í stjórn Landsbanka fornir féndur: Jónas frá Hriflu og Ólafur Thors. Þeir tóku upp þá stefnu að grafa stríðsöxina en hefja þá nánari samvinnu. Telja má að með þessu hafi fyrirkomulagið um „helmingaskipti“ þessara stjórnmálaflokka hafi hafist. Valdakerfi þessara flokka má rekja til þessara tímmóta. Annar hvor flokkurinn hefur að jafnaði verið í stjórn stundum báðir samtímis. Ef aðeins annar flokkurinn hefur verið í stjórn hefur sá hinn sami verið nánast stöðugt með forsætisráðuneytið og þar með verkstjórnina í ríkisstjórninni. Það eru því miklar breytingar í vændum:

Valdakerfi þessara gömlu stjórnmálaflokka hefur orðið fyrir alvarlegri ágjöf. Ef Davíð verður neyddur til afsagnar, þá er ljóst að þar verður ekki látið við staðar numið heldur haldið áfram og Sjálfstæðisflokkurinn knúinn til að afnema forréttindi sín til valda og embætta.

„Búsáhaldabyltingin“ heldur væntanlega áfram. Við horfðum upp á fyrir 20 árum þegar alþýða Austur Evrópu kom af sér kommúnismanum og krafðist aukins lýðræðis. Við höfum að vísu notið lýðræðis en hvers konar lýðræði? Lýðræði okkar hefur verið undir duttlungum stjórnenda Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins komið. Í stað eins flokks Kommúnistaflokks, hefur valið staðið milli þessara tveggja flokka um hver stýrir landinu. Slíkt lýðræði er umdeilt og ósköp tæpt til að teljast virkilegt lýðræði.

Mosi

 


mbl.is Afsögn Björgvins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipa þarf nýja og betri stjórn Fjármálaeftirlitsins

Mörgum hefur þótt eðlilegt að forstjóri þessa Fjármálaeftirlits hefði átt að hætta strax. Lítið hefur þessi forstjóri afrekað og e.t.v. hefur meginmarkmið hans verið að treysta og viðhalda sem best fallandi valdakerfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Nú þarf að skipa nýja, betri og ekki síst óháða stjórn Fjármálaeftirlitsins sem aftur auglýsir starf forstjóra þess þegar laust til umsóknar. Ekki væri slæmt ef slíkur umsækjandi væri velmenntaður og reyndur erlendur endurskoðandi sem ekki er tengdur á neinn hátt þeim hagsmunasamböndum sem aðilar sem tengjast stjórnmálaflokkum íslenskum.

Þó er óskandi að væntanlegur forstjóri sé íslenskur en sjalfsagt er mjög vandfundinn óháður einstaklingur sem ekki hefur annað hvort fjárhagsleg tengsl við fyrirtæki og flokka eða er í einhverjum hugsanlegum persónulegum tengslum og vinfengi við einhvern.

Nú er boltinn hjá Geir. Spurning hvort hann komi í kring afsögn umdeildasta embættismanna Íslendinga þeirra Davíðs seðlabankastjóra og Árna dýralæknis í Fjármálaráðuneytinu?

Segja má að Samfylkingin hafi axlað ábyrgð. „Eftir er yðvar hlutur“ eins og segir í fornsögu einni frægri.

Mosi


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband