Áfall fyrir alla þjóðina

Haft er eftir fyrrum framkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins Kjartans Gunnarssonar, að veikindi Geirs Haarde sé mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað eru veikindi mikið áfall fyrir alla hvað veikindi varðar en undarlegt er að framkvæmdarstjórinn gleymi þjóðinni. Er Geir Haarde kannski ekki forsætisráðherra allrar þjóðarinnar eða er hann að áliti fyrrum framkvæmdarstjóra flokksins einungis forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins?

Öll þessi mistök í ákvarðanatöku sem ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa átt þátt í eru hrein skelfileg. Að fara út í hraða einkavæðingu ríkisbankanna og ákvörðun byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma, hvoru tveggja voru ægileg og afdrifarík mistök. Margir hagfræðingar, stjórnmálamenn sem ýmsir aðrir, vöruðu alvarlega við þessu öllu. Nú erum við að súpa seyðið af þessu gervigóðæri sem til varð án þess að nokkur raunveruleg verðmæti voru að baki þess. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest þessi mistök við ákvarðanatöku sem skilur Ísland og Íslendinga sem nánast gjaldþrota.

Veikindi beggja formanna stjórnarflokkanna er gríðarlegt áfall fyrir þjóðina. Ljóst er að nauðsynlegt hefði verið að vinna miklu hraðar en gert var. Skera hefði upp burt meinsemdina strax og vart var við hana í fyrra eða jafnvel fyrr en ekki láta málin lullast áfram eins og gert var. Kæruleysi og léttúð kemur öllum í koll og það hefði Sjálfstæðisflokkurinn mátt sjá fyrir og vara þjóðina við í tíma.

Auðvitað votta allir Íslendingar forsætisráðherra okkar Geir Haarde hluttekningu og samúð. Einnig óskum við eftir að hann nái sem fyrst skjótum bata og komist yfir þessi alvarlegu veikindi. Hins vegar þarf að manna varaáhöfnina í ríkisstjórninni strax ef nokkur dugur er í stjórnarflokknum. Ella á Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að koma nauðsynlegustu verkefnunum yfir á aðra, t.d. með því að SS ríkisstjórnin segi af sér og þjóðstjórn eða jafnvel utanþingsstjórn helstu sérfræðinga okkar á sviðum efnahagsmála, dómsmála, o.s.frv. verði mynduð og taki við stjórninni til að halda samfélaginu gangandi og sem virkastu þangað til ný stjórn verði mynduð.

Ljóst er, að þátttaka í stjórnmálum er bæði slítandi og reynir mjög á einstaklinginn. Alvarleg veikindi gera sjaldan boð á undan sér og þar skiptir efnahagur, búseta, stétt, menntun, trúarbrögð, litarháttur eða stjórnmálaskoðun akkúrat engu.

Mosi

 


mbl.is Veikindi Geirs mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlagasymfónía íslensku ríkisstjórnarinnar

Taktföst „tónlistin“ frá mótmælendum við þinghúsið hefur bergmálaði um allan miðbæinn klukkustundum saman. Sumir vilja meina að þessi langa tónlist sem ómar svo lengi síðustu 3 daga, megi réttilega nefna „Örlagasymfóníu íslensku ríkisstjórnarinnar“.

Sýnum ábyrgð í mótmælum, flytjum ræður og fremjum tónlist en verum ekki meiðandi né móðgandi gagnvart öðrum samborgurum. Tökum okkur samfélagslega ábyrgð til fyrirmyndar!

Mosi


Ábyrg mótmæli!

Við búum því miður í nánast agalausu samfélagi þar sem lögbrot og uppivörslusemi er jafnvel talin vera „dyggð“. Við þurfum að taka okkur hóp mótmælenda sem lagði líf sitt í hættu og gekk á milli lögreglumannanna og lögbrjótanna. Það var til mikillar fyrirmyndar og sýnir að sem betur fer er til fólk sem ber mikla réttlætiskennd.

Að taka þátt í mótmælum er mikill ábyrgðarhluti. Sá sem tekur þátt í mótmælum verður að láta skynsemi ráða og gera sér grein fyrir hvar mörkin eru. Mjög auðvelt virðist hjá sumum að falla í freistni að láta í ljós einhver óviðkunnanlega hegðun annað hvort ummæli eða í verki. Það er engum til sóma og þeim sem beitir einhverju í ofbeldisátt, móðgunar eða miska til mikils vansa. Efsakir eru miklar ber viðkomandi tafarlaust að biðjast afsökunar á framferði eða verða að sæta því að vera gerður ábyrgur gerða sinna.

Við þurfum að efla umræður um þessi mál með það að markmiði að sem flestir geri sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð okkar allra ekki aðeins á gjörðum okkar heldur einnig því sem sett er fram hvort sem er í ræðu eða riti. Og hollt er að huga að því að auðveldara og fljótlegra er að rífa niður en byggja e-ð upp.

Appelsínugula fólkið á mikla þökk skilið að taka í taumana!

Mosi


mbl.is Friðsamleg mótmæli í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins

Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli kreppu nú um stundir hvort sem er hugmyndafræðilegri sem tilvistarlegri. Helstu markmið hans eru meira og minna í uppnámi, góðu gildin og stöðugleikinn hafa verið að víkja fyrir glundroðanum.

Frjalshyggjan og græðgisvæðingin ætlar greinilega að draga Sjálfstæðisflokkinn niður. Traustið er rúið og ef þessi flokkur á að lifa áfram dugar ekkert annað en að horfa ísköldum augum á staðreyndir málsins og afleiðingar af mistökum rangra mikilsverðra ákvarðana. Þar rísa ákvarðanir um einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar hæst. Þau umsvif framkölluðu mjög mikið gervigóðæri í landinu sem við Íslendingar erum nú að súpa seyðið af. Við hvoru tveggja var varað mjög kröftuglega af þáverandi stjórnarandstöðu sem og hagfræðingum og ýmsum málsmetandi fólki af öllum stéttum í samfélaginu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest þessa gagnrýni.

Sem fyrrverandi hluthafi í bönkunum finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn hafa gjörsamlega brugðist. Fyrir nokkru sendi eg Morgunblaðinu til birtingar „Opið bréf“ þar sem vikið er að hag eða öllu leyti réttleysi þeirra sem lögðu sparifé sitt til hlutabréfakaupa síðastliðinn aldarfjórðung. Allt er þetta meira og minna einskis virði vegna rangrar hagstjórnunar. Því miður er þetta opna bréf mitt óbirt.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á núverandi ástandi er mjög mikið og nú er spurning hvort þráseta ríkisstjórnarinnar sé að gæta þess að ekki verði fleiri hneykslismál dregin fram í dagsljósið vegna bankhrunsins og skýri betur hvernig bankarnir voru sviptir eignum sínum innan frá í þágu græðginnar.

Kraftaverk verða aðeins þegar trúin er mikil en ekki er raunsætt að gildir limir Sjálfstæðisflokksins treysti á þau.

Mosi
mbl.is Landsfundur færður nær kosningum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband