Réttlátur dómur

Við lauslegan yfirlestur á dómnum þá er sennilega um réttlátan dóm yfir þessum erlenda manni sem gerði tilraun að smygla umtalsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Nú hefur þessi maður sem mun vera kominn af léttasta skeiði hafa komið við sögu sakamála áður og sumt alvarlegt þá er ljóst að um sé að ræða sakborning sem líklegt er að hafi verið tilbúinn í e-ð sem ekki er löglegt.

Dómurinn er tiltölulega stuttur og er miður að ákærði virðist ekki hafa vitað mikil deili á þeim mönnum sem hann var í tengslum við og hafi að sögn hans komið honum til að fremja smygltilraun þessa.

Eina formlega aðfinnslan er að ekki komi fram fæðingardagur ákærða í dómnum eins og venja hefur verið. Vonandi verður þessi maður sendur í afplánun í heimalandi sínu enda er svona „sending“ ekki til að bæta ástandið í fangelsismálum þjóðarinnar sem stendur. Mjög umtalsverður kostnaður fylgir rekstri fangelsa og mun vera mun ódýrara fyrir samfélagið að hafa afbrotamenn í dýrustu hótelum á borð við Hótel Sögu en vista þá bak við rimlana á Litla-Hrauni.

Mosi


mbl.is Þýskur maður dæmdur í fimm ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivextirnir

Hvenær skyldu nátttröllin á Íslandi átta sig á að himinháu stýrivextirnir hafa verið að sliga einstaklinga, fyrirtæki og sveitafélög? Mættum við fá svona bankakalla eins og Ungverjar til starfa í okkar Seðlabanka?

Mosi


mbl.is Ungverjar lækka vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju fötin keisarans?

Raunverulegar breytingar eða aðeins til málamynda?

Viðtalið við þennan nýja og unga formann er góðra gjalda vert svo langt sem það nær. Hann talar fyrir nýjum áherslum og stefnubreytingu í áttina til vinstri. Þetta hefur verið reynt áður og það meira að segja margsinnis. Framsóknarflokkurinn hefur leitt nokkuð margar ríkisstjórnir en þær voru ekki meira til vinstri en svo að í skjóli flokksins dafnaði ýmiskonar pólitísk fyrirgreiðsla. Þaðmun að öllum líkindum ekki breyta neina þó svo ungur maður með ferskar skoðanir komi til sögunnar.

Í ljós kemur að hann hefur aðeins verið tæpan mánuð í flokki þessum. Hann hefur að öllum líkindum ekki kynnst þeim aðilum sem í raun hafa haldið um taumana í flokknum. Það eru auðmennirnir og braskaranir í flokknum sem nú eru margir hverjir tengdir mestu og verstu spillingaöflunum í landinu.

Í annarri frétt í netútgáfu Vísis http://www.visir.is/article/20090119/FRETTIR01/958114659 segir frá því að hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur hafi lokað bókhaldi sínu fyrir 2007. Hvers vegna skyldi svo vera? Er það vegna þeirra miklu spillingar sem nú hefur komið landi og þjóð í verstu vandræði frá upphafi vega? Það skyldi ekki vera meginskýringin?

Kannski þessi nýja forysta Framsóknarflokksins minni einna helst á nýju fötin keisarans? Verið er að draga athyglina frá því sem í raun og veru er að gerast og fá einhverja málamynda uppstokkun í Framsóknarflokknum sem gjarnan mætti heyra sögunni til.

Það verður erfitt hlutskipti fyrir ungan mann að axla þá miklu ábyrgð sem hvílir á Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn ber ásamt Sjálfstæðisflokknum meginábyrgð á einkavæðingu bankanna, ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem í raun er dýrasti kosningavíxill sem um getur. Með þessum tveim ákvörðunum varð braskið, undirferlin, græðgin, svikin, slægiðn og prettirnir að megineinkennum efnahags íslensks þjóðlífs.

Mosi

Mosi


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liður í umfangsmiklum blekkingavef?

Þessar nýjustu fréttir benda til að sá grunur eigi við rök að styðjast að flest hafi verið notað til að halda uppi margvíslegri blekkingastarfsemi. Bankarnir voru í höndum þessarra manna eins og leikfang. Þeir virtust hafa fremur litla þekkingu haft á bankamálum, höfðu kannski meiri þekkingu og reynslu að reka bjórverksmiðju og fótboltafélög.

Ríkisstjórnin íslenska, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitsómyndin hafa gjörsamlega með öllu brugðist þjóðinni. Bankarnir fengu að vaxa þjóðfélaginu langt upp fyrir höfuð, spillingaþræðirnir virðast liggja víðar en talið er í fyrstu. Umsvif íslensku grafaræningjanna tengjast greinilega fjarlægum löndum og spurning hversu miklu fé hefur verið flutt leynilega á bankareikninga í skattaparadísum þar sem bankaleyndin er algjör.

Nú þarf að efla skatteftirlit og koma lögum yfir þessa herramenn sem hafa grafið svo svívirðilega undan efnahg þjóðarinnar.

Mosi

 


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yngingin í flokki spillingarinnar

Alltaf þykir vera í kurteysiskyni ástæða að óska til hamingju þeim sem náð hafa góðum árangri. En í þessum Framsóknarflokki, stjórnmálaflokki sem alltof lengi hefur verið tengdur mjög alvarlegri spillingu af ýmsu tagi þá er spurning hversu lengi ungliðarnir standi spillingaöflunum í flokknum snúning.

Varðandi þessa nýju flokksforystu sem kjörin var í gær þá er spurning hvenær „flokkseigendurnir“, peningamennirnir sem raunverulega stjórna bak við tjöldin, grípa fram fyrir hendurnar á unglingunum og setji inn stefnuna eins og þeir vilja. Þá skiptir nýr kompás í brúnni sáralitlu máli.

Spurning er hvort ekki hefði verið hyggilegra að leggja Framsóknarflokkinn niður með manni og mús. Betra hefði verið að stofna nýjan flokk tengdan hagsmunum bænda og annarra dreifbýlinga þar sem tengslin við spillinguna hefðu verið algjörlega rofin.

Mosi


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband