28.8.2008 | 15:29
Loksins, loksins...
Loksins hafa Þyrnirósirnar í Viðskiptaráðuneytinu vaknað af löngum dvala. Oft er þörf en nú nauðsyn. Þegar fram fór opinber rannsókn á samráði olíufélaganna hérna um árið, þá var eins og tilgangurinn hafi einkum verið sá að klína sök á Þórólf Árnason af því að þá gegndi hann störfum borgarstjóra í Reykjavík. Allir sem þekkja Þórólf vissu, að hann kom aðeins að þessum samráðsmálum sem miðlari upplýsinga og koma á fundum þar sem forstjórarnir tóku ákvarðanir. Svona er unnt að blekkja þjóðina með áróðurskenndum ofsóknum.
Nú er enginn blóraböggull sem vissir pólitíkusar þurfa að ráðast á. Hins vegar er samráð olíufélaganna augljóst. Borðleggjandi er að forstjórarnir hafa heldur en ekki fært sig upp á skaftið með sín samráðsmál.
Óskandi er að fram fari opinber rannsókn á meintu samráði þeirra að halda uppi verði á eldsneyti.
Mosi
![]() |
Skoðar verðlag á eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2008 | 13:39
Að leika sér að eldinum
Hvað skyldu menn vera að hugsa með því að senda BANDARÍSK STRANDGÆSKLUSKIP TIL SVARTAHAFSINS? Skyldu stjórnendur Nató vera með réttu ráði að ögra Rússum með þessum hætti og svo freklega? Eitthvað heyrðist í Bush ef Rússar væru að koma herskipum sínum fyrir utan New York, Washington og aðrar borgir í Bandaríkjunum.
Georgía er sjálfstætt ríki og þar er við völd vandræðamaður rétt eins og George Bush sem bakað hefur heiminum sífellt meiri vandræði. Georgía er eins fjarri Bush stjórninni og norður heimskautið og þessi auknu hernaðarumsvif á hans vegum eru með öllu óskiljanleg. Bush kemur akkúrat ekkert við hvað er að gerast þarna og ögrun sem þessi er aðeins til að magna deiluna sem mest.
Því miður var mikilhæfur stjórnandi Georgíu hrakinn úr embætti á sínum tíma, Edward Schewardnasse, fyrrum utanríkisráðherra Gorbasjow stjórnarinnar. Eftir að hann lét af völdum hefur allt gengið á afturfótunum í Georgíu og Bush stjórnin og Nató bætir ábyggilega ekki það ástand. Þarna verður að koma á fót friðarliði á vegum Sameinuðu þjóðanna eftir að núverandi valdhafa hefur verið steypt af stóli og komið frá völdum.
Það er mjög vítavert að gefa Rússum tilefni að vígvæðast aftur eins og gerðist í Kalda stríðinu. Er það sem heiminn skortir nú? Mosi leyfir sér að efast stórlega um það.
Mosi
![]() |
NATO neitar vígbúnaðarfréttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2008 | 09:17
Dýr í rekstri
Þegar lagt er fyrir alla ráðherra í ríkisstjórn að fara vel með þá opinberu fjármuni sem þeim er trúað fyrir er eytt á einu bretti um 5 milljónum í tvær ferðir menntamálaráðherra. Hefði ein ferð ekki dugað?
Nú er Þorgerður ráðherra ekki á flæðiskeri stödd heldur þokkalega loðin um lófana. Væri ekki rétt að hún hefði sóma síns vegna greitt seinni ferðina úr eigin vasa en að nýta sér þau hlunnindi sem ráðherrar hafa?
Þessar ferðir eru tæplega strangt tiltekið e-ð sem hefði verið talið nauðsynlegt. Við skulum minnast þess að hundruð kennara hafa óskað eftir því að komast í námsleyfi en árum saman fengið neitun. Hvað hefði verið unnt að verða við mörgum slíkum tilmælum ef menntamálaráðherra hefði veitt þessum 5 milljónum fremur í slík verkefni sem nýtast betur í þágu barna og unglinga sem rétt eiga á betri menntun.
Menntamálaráðherra sýnir af sér óvenjulega léttúð með opinbera fjármuni sem hún er fyrst og fremst vörsluaðili en ekki eyðandi þeirra.
Mosi
![]() |
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 09:08
Hneyksli
Þetta er hreint ótrúlegt að varið sé stórfé í svona nokkuð. Þessar greiðslur eru á kolgráu svæði og spurning hvort þarna sé um mútur að ræða. Greiðslur upp á 22 miljónir bandaríkjadala eru vel á annan milljarð króna.
Bruðl a vegum íslenskra ráðamanna er oft óskiljanlegt með öllu. Menntamálaráðherrann okkar er dýr í rekstri þessar vikurnar í tengslum við ferðir til Kína en þetta tekur yfir allan þjófabálk.
Rétt er að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson geri hreint fyrir sínum dyrum vegna þessa máls.
Mosi
![]() |
22 milljónir til bandarískra lobbýista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. ágúst 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar