Tveir fingurbrjótar í fréttamennsku

Alltaf er miður þegar blaðamenn sem rita fréttir, gleyma gömlu góðu íslensku sögninni „að aka“. Hvers vegna í ósköpum er þessi gamla danska glósa „at køre“ yfirleitt ætíð tekin fram fyrir íslensku sögnina „að aka“.

Annar slæmur fingurbrjótur blaðamannsins er að bera í bætifláka ökumanns við ógætilegt aksturslag hans með því að taka svo til orða að viðkomandi hafi „missti stjórn á bifreið sinni“. Í framhaldi mætti auðvitað spyrja: Var einhver sem greip fram fyrir hendur ökumannsins? Ef svo hefði verið þá hefði verið nauðsynlegt að greina nánar frá því. Auðvitað hefði verið öllu eðlilegra að greina frá því að ökumaður hefði eftir öllum sólarmerkjum ekið of greitt, óvarlega eða einhverra annarra atvika, miðað við aðstæður.

Blaðamennska á ekki að vera þess eðlis að bera í bætifláka til að afsaka stöðu þess sem mistök verða á. Blaðamaður á að halda sig við staðreyndir máls hvernig sem þau kunna að vera. Svona frétt er því fremur lítils virði og fjölmiðlar mættu gjarnan leggja meiri áherslu á í framtíðinni að við verðum að koma í veg fyrir akstur vegna glannaskapar og kæruleysis ökumanna.

Betra væri að ganga, hjóla eða taka sér far með strætisvagni en að ökumenn láti standa sig af óafsakanlegu kæruleysi í umferðinni.

Mosi 


mbl.is Keyrði á staur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverðið og samráð olíufélaganna

Fyrir nokkrum árum var sannað að olíufélögin hefðu með sér samráð um verðlagningu á þjónustu sinni.

Undanfarið ár hefur olíuverð farið mjög hækkandi og s.l. vetur og vor komst verðið í hæstu tölur sem sést hefur. Íslewnsku olíufélögin hafa verið óvenjulega samstíga með verð á eldsneytinu. Þau hafa verið mjög treg að lækka þegar verðið hefur lækkað en verið óvenjufljót að hækka jafnvel um leið og orðrómur kemst á kreik einhvers staðar í heiminum að verð hafi hækkað. Þá þegar hefur verðið hækkað hér heima.

Nú hefur heimsmarkaðsverðið hins vegar  lækkað mjög verulega án þess að verð hafi lækkað hér meira en 10% eða svo. þetta er mjög tortryggilegt. Á dögunum var birt yfirlit þar sem glögglega kemur í ljós að olíufélögin hafi greinilega með samráða halað inn sem nemur allt að 200 milljónum aukalega á mánuði með of hárri álagningu en verið hefur.

Fyllsta ástæða er til að verðlagsyfirvöld og Samkeppnisstofnun fari nú á kreik og skoði þessi mál. Oft er þörf en nú er nauðsyn enda er fátt sem ofarlega er á baugi nú í íslæensku samfélagi en að koma böndum á dýrtíðina sem grassað hefur án þess að nokkuð hefði verið unnt að hemja hana.

Ljóst er að græðgin er undirrót dýrtíðarinnar og allrar ógæfu Íslendinga!

Mosi 

 


mbl.is Hráolíuverð niður fyrir 120 dali á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komast Íslendingar alla leið að gullinu?

Faír spáðu Íslendingum góðu gengi í upphafi hinna ólympísku leika í Kína. En eftir hvern sigurinn á fætur öðrum náði liðið okkar, stolt okkar Íslendinga, að sigra hverja þjóðina á fætur annari. Að vísu tap gegn Suður Kóreu og jafntefli gegn Dönum og Egyptum.  Sigurinn gegn Pólverjum var óvæntur og byrjunin gegn Spánverjum var óvenjuleg: 5-0. Það var ótrúlegt.  Sigur Íslendinga í undanúrslitunum 36-30  var  mjög kærkominn!  Við eigum óvnejulega sterkt og úthaldsgott landslið í handbolta.

Frakkar eiga ábyggilega mjög erfiðan leik fyrir höndum ef þeir ætla sér að stoppa sigurgöngu okkar frábæra liðs! Þeir urðu að láta sér aðeins 2ja marka mun á sigri gegn Króötum nú í morgun.

Við óskum okkur öllum til hamingju og hugur okkar verður með liðinu okkar að 2 dögum liðnum. Óskandi er að lukkan verði áfram með drengjunum okkar!

Mosi 


mbl.is Ísland hefur sett handboltakeppnina í Peking á annan endann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft kemur gaddavír að gagni

Gaddavírinn var fundinn upp á dögum Búastríðsins. Fljótlega eftir að farið var að framleiða hann í massavís var hafinn innflutningur hans til Íslands. Notkun hans við girðingar hafði gríðarleg áhrif. Í fyrsta skiptið gátu íslensk börn til sveita náð almennilegum svefni en áður fyrr voru börnin höfð til taks til að gæta að búsmala og stugga við honum til að hann læddist ekki í slægjurnar á næturnar.

Eftir að unnt var að tryggja heimahagann þokkalega náðu börnin að sofa á venjulegum tíma!

Um þessa uppfinningu og innflutning á framleiðslunni voru sett sérstök lög á Alþingi Íslending, „Gaddavírslögin“. Um ákvæði þeirri henti Halldór Laxness gott gaman af í Brekkukotsannál þar sem börnin græddu fé á því að stökkva yfir gaddavírsgirðingar en háar sektir kváðu á um að þverbrjóta þau lög.

L öngu seinna var tekin upp sá háttur t.d. í lögreglusamþykktum í þéttbýlinu, að ekki mætti nota gaddavír. Sennilega er ekki heimilt skv. lögreglusamþykkt Reykjavíkur að girða af bletti eða tún með gaddavír. En gaddavírinn getur komið að góðu gagni eins og í fréttinni segir. Annað ráð gegn innbrotsþjófum er að hlaða niður kaktusum í glugga. Innbrotsþjófur sem sér eintóma kaktusa fyrir innan glugga forðast að komast inn í híbýli ókunnugs fólks þá leiðina. Og þá er spurning hvort honum sé þá aðrar leiðir færar til að komast yfir verðmæti.

Alltaf er fróðlegt að heyra þegar brotamönnum yfirsést e-ð sem er svo augljóst.

Gaddavírinn kemur því oft að gagni! Ekki aðeins að hindra för búsmalans fyrr og síðar heldur einnig að hindra þjófa og annað illþýði í för þeirra.

Mosi


mbl.is Festist í gaddavír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkt og í Róm til forna?

Hjá Rómverjum var það mikilvægast að hafa nóg framboð af brauði og leikum til að hafa ofan af alþýðunni. Spurning hvort sama eigi við nú. En þessi óvenjugóða frammistaða ísdelnska landsliðsins er sigur allrar þjoðarinnar en ekki aðeins vissra stjórnmálamanna sem hafa því miður ekki staðið sig nógu vel.

Það er því alltaf tortryggilegt þegar stjórnmálamenn vilja gjarnan útnýta sér velgengni í íþróttum með því að ná sér á strik til að uppfylla ekki nógu góða frammistöðu. Það má ekki vera, því þarna er fyrst og fremst um góða frammistöðu í íþróttum að ræða - en ekki stjórnmálum. Þar hafa því miður ekki náðst einu sinni viðunandi árangur og margt hefur verið ákveðið sem er þjóðinni til vansa.

Við erum hins vegar fámenn þjóð sem er mjög stolt af íþróttamönnunum okkar sem hafa sýnt af sér ótrúlegan árangur á ólympýsku leikunum í Kína.

Mosi 

 


mbl.is Ráðherra boðar þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband