3.6.2008 | 18:22
Mosfellsheiði
Í dag gekk Mosi á Mosfellsheiði og lagði upp vestan við Leirvogsvatn. Veður var hið besta, heiðskýrt, mikil sól til að byrja með en síðdegis þykknaði smám saman upp með nokkurri austanátt. Eftir að hafa gengið suður með vatninu að vestanverðu lagði eg á Heiðina skammt frá þar sem vermennirnir urðu úti í mars 1857 í aftakaveðri. Stefnt var í suðaustur og ekki linnt ferðinni fyrr en hjá vörðunni skammt austan við yngri sæluhústóftina við Þingvallaveginn , sjá mynd: Gamli Þingvallavegurinn. Á myndinn sést greinilega hve vegurinn er orðinn illfær enda er allur ofaníburður löngu farinn. Síðast mun vegurinn hafa verið lagfærður vegna Lýðveldishátiðarinnar 1944.
Tóftin af sæluhúsinu sem er þarna örskammt frá veginum. Húsið var byggt fyrir um 120 árum en þakið gaf sig, fauk út í buskann og þá voru dagar hússins taldir enda mikið veðravíti þarna á vetrum. Næsta mynd er tekin skammt vestan við tóftina sem sjá má bera í Ármannsfell milli Botnssúlna og Þórisjökuls til veinstri en Skjaldbreiðar hægra megin. í forgrunni má greinilega sjá djúp nýleg för eftir vélknúin ökutæki. Steinahleðslan sem sjá má þvert yfir veginn eru leifar af ræsi. Þegar vegur þessi var lagður, var þetta vandaðasta vegagerð á Íslandi og þá mun fyrst hafa verið lögð ræsi við vegagerð. Er mjög miður að þessi mannvirki eru nánast eyðilögð fyrir hugsanaleysi.
Það er mjög mikil þörf að friðlýsa þennan veg og loka honum fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Sumir telja sér heimilt að djöflast þarna yfir á jeppum, fjórhjólum og torfæruhjólum. Akstur eftir þessum gamla vegi er orðinn mjög torveldur enda hafa víða myndast aukaspor þar sem ökumenn hafa ekið utan við veginn.
Síðasta myndirnar ættu að skýra sig sjálfar: afleiðingar utanvegaaksturs geta orðið mjög afsrifaríkar. Við eina torfæruna var hluti bílnúmers sem rifnað hefur af. Og þetta stóra púströr tók eg með ásamt fleira rusli sem eg hirti upp, fullt fangið af drasli af Heiðinni. Allt tók eg með til byggða og kom í Sorpu.
Hvet eindregið Umhverfisráðuneytið að taka á þessu máli: friða Þingvallaveginn gamla sem merka mannvirkjagerð frá lokum 19. aldar. Í Mosfellsbæ hefur komið upp sú hugmynd að bæjarstjórn Mosfellsbæjar geri Mosfellsheiði að friðlandi.
Á leiðinni til baka ákvað Mosi að taka á sig dálítinn krók, gekk á Borgarhóla og þaðan um Háamel og í átt að Leirvogsvatni. Á leiðinni rakst hann á þessa gömlu reiðleið úr Mosfellsdal um Bringur og á Háamel sem vonandi fær að vera í friði fyrir þeim sem gjarnan vilja fara á sínum vélknúnu ökutækjum. Þeir gera sér ekki grein fyrir að þeir eru að eyðileggja fornar minjar.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 07:09
Mikilvæg réttindi og samfélagsleg ábyrgð
Mikil óvissa er um rétt Landsvirkjunar og ríkisvaldsins að 3 með því að breyta straumvatni í uppistöðulón. Réttur Títansfélagsins á sínum tíma kvað á um rétt félagsins að byggja rennslisvirkjanir í byggð við Þjórsá en ekki að byggja stórar stíflur til að útbúa uppistöðulón. Rétturinn er því takmarkaður við mun minni virkjaáform en Landsvirkjun hyggst beita sér fyrir.
Þessi lög frá 1952 eru jafngömul Mosa. Þau kveða á um aflýsingu kvaða á jörðum. Fyrr á tímum voru ótrúlegar kvaðir lagðar á bændur, ítök sett og þeim voru sett takmörk um nytjar jarða sinna. Sumar þessar kvaðir má rekja aftur til miðalda, aðrar komu til með siðskiptunum þegar konungsvaldið með kúgun sinni gerði klaustursjarðirnar upptækar og breytti kvöðunum með þörfum Bessastaðavaldsins í huga. Fógetar konungs vildu hafa það náðugt og þægilegt, kvaðirnar gengu út á ýms réttindi af landinu þ. á m. að bændur skyldu útbúa svo og svo marga hestburði af viðarkolum og flytja á eigin kostnað og fyrirhöfn til Bessastaða. Þetta var gjaldtaka fyrir leiguafnot af gömlu klaustur- og kristfjárjörðunum en áður voru ostar sá gjaldmiðill sem afnotin voru greidd með. Þeir konungsmenn fluttu sjálfir inn að mestu þær matvörur sem þeir þörfnuðust en létu sér ekki nægja að bíta í gamla osta eins og munkarnir og nunnurnar forðum daga.
Konungsvaldið færði sig því upp á skaftið eftir siðskiptin. Svo er að skilja að áform ríkisvaldsins og Landsvirkjunar sé einnig að færa sig upp á skaftið og reyna að komast eins langt með rangindi sín og ágirni. Bændur þurfa einkum í byggð á öllu því landi sem þeir eiga. Bætur sem þeir hafa fengið gegnum tíðina þegar um er að ræða orkumál, þá eru það smámanrbætur sem eru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Vegna Kárahnjúkavirkjunar fengu bændur um 48 þúsund króna bætur fyrir hvern rafmagnsturn sem byggður var í landi þeirra. Er þó ljóst að töluverð landræma glatast vegna þess að þar sem háspennulínur eru, verða ekki byggð nein hús né önnur mannvirki. Og er þá ekki talin sú útsýnisröskun og sjónmengun sem af þessum línutröllum stafar. Fyrrum framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins fékk nokkrum árum yfir 200 milljónir í bætur fyrir tæpa 4 hektara lands við Reyðavatn í Reykjavík.
Það verður því mjög spennandi hvernig dómstólar taka á þessari deilu bænda fyrir austan. Atli Gíslason er mjög flinkur lögfræðingur og er mjög líklegt að honum takist að gæta hagsmuna bænda og rétta hag þeirra í hvívetna. Þó svo að vel kann að vera nauðsynlegt að afla orku þá er ekki lengur verið að rafvæða sveitirnar eins og var viðkvæðið í fyrstu. Nú er nóg af rafmagni framleitt í landinu. Því miður er lunginn af þessu rafmagni seldur allt of ódýrt til stóriðjunnar sem á að greiða hærra verð ekki aðeins fyrir orkuna heldur einnig skatt vegna umhverfismengunar. Svo er í velflestum löndum þar sem stjórnvöld sinna betur samfélagslegri ábyrgð. Ef ganga á rétt bænda eða annarra í samfélaginu ber að greiða þeim fullar bætur og má hafa í huga sem góða fyrirmynd úrskurð nefndar þeirrar sem fjallar um eignarnámsbætur, þegar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fékk 208 milljónir fyrir 36.000 fermetra lands. Dýr myndi Hafliði allur ef meta ætti öll þau lönd bænda sem þeir verða að sjá af, ef sama viðhorf væri uppi og þegar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var úrskurðaður fullar bætur fyrir land sitt.
Mosi
![]() |
Landeigendur stefna ríkinu og Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 3. júní 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar