Vistakstur er skynsamlegur

Fátt er jafn skynsamlegt og að temja sér vistvænan akstur. Með honum er átt við að haga akstri ökutækis á þann hátt að hraði sé sem jafnastur, einnig að láta sig berast með straumnum hægt en bítandi.

Því miður eru allt of margir ökumenn sem virðast ekki átta sig á þessu: þeir auka hraðann til að komast fram úr sem flestum bílum, fara jafnvel að eins og þeir séu að skíða í Bláfjöllunum eða Skálafelli til að komast sem hraðast á áfangastað og þar með til að komast á undan öðrum í biðröðina við skíðalyfturnar.

Að aka fram úr öðru ökutæki hægra megin er ekki aðeins harðbannað: það er stórhættulegt og beinlínis heimskulegt. Mörg slys má rekja til slíks háttalags og kennsla um vistakstur ætti sérstaklega að vera beint til þeirra sem þannig aksturslag stunda.
Aukinn agi í umferðinni er mjög æskilegt enda er tillitsemin það sem mestu máli skiptir fyrir alla akandi vegfarendur.

Mosi 


mbl.is Vistaksturskennsla styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband