15.6.2008 | 12:02
Eru maðkar í mysunni?
Í málflutning margra sem tjá sig um sum mál t.d. umhverfismálum eru oft miklar og alvarlegar veilur. Þeir sem eru fylgjandi álverum og færa þau rök fyrir máli sínu að það sé svo sérstaklega umhverfisvænt að reka álbræðslur og aðra stóriðju hér á landi sé vegna þess að fremur lítil mengandi starfsemi er vegna orkuöflunar. En það virðist þessum ágætu löndum okkar gleymast að flutningar á hrááli eru mjög umhverfisspillandi. Þegar hráál er flutt á stórum skipum jafnvel allar götur frá Ástralíu, þá gleymist að þessi skip eru yfirleitt látin sigla tóm til baka, sem sagt engrar hagkvæmni er unnt að finna til að nýta ferðina og draga þar með úr kostnaði.
Svo má ekki gleyma því að ekki verður endalaust unnt að virkja á Íslandi. Nú er orkukreppa að tröllríða heimsbyggðinni með mjög hækkandi verði á bensíni og olíum. Við höfum nánast ekki sinnt í neinn hátt að koma okkur upp umhverfisvænum almenningssamgöngum eins og það liggur þó beinast við í landi þar sem á þó búa yfir svo mikilli orku! Hvernig skyldi standa á þessu? Hafa stjórnvöld lítinn sem engann áhuga fyrir þessu verkefni? Kannski að stóriðjan hafi það mikil áhrif að ráðherrar og bæjarstjórar eru fyrr tilbúnir að hlaupa til með skóflurnar sínar ef fréttist um vilja að reisa álver í einhverju krummaskuðinu? Mér hefur því fundist að stóriðjan sé hreinlega með ríkisstjórnina í vasanum og er sennilega ekki einn um þá skoðun. Hefur stóriðjan slík hreðjatök á íslenskum stjornvöldum að það verður að koma til nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi með ný og breytt viðhorf ef ekki á að fara illa?
Við Íslendingar fáum engu ráðið hvernig samið er um rafmagnsverð við þessar álbræðslur. Í reikningum Landsvirkjunar er ekki einu sinni hirt um að sundurliða hvað kemur inn í kassann annars vegar frá almenningsveitum eins og Rarik og Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar stóriðjunni. Nemur velta Landsvirkjunar þó mjög umtalsverðum fjárhæðum enda ekki eins og einhver ómerkileg sjoppa á næsta götuhorni. Bankarnir sundurliða tekjur sínar og er það þeim til mikillrar fyrirmyndar enda eru þeir að lögum sem almenningsfyrirtæki að vera galopnir með bókhald sitt sem Landsvirkjun er einhverra hluta vegna ekki. Þar fáum við ekkert að lesa né sjá. Er ástæða fyrir því? Er verið að fela e-ð og hvað þá? Eru tekjurnar af stóriðjunni feimnismál? Það er mjög mikil ástæða til þess að gruna um að einhverjir maðkar kunni að leynast í mysunni.
Íslenskur réttur er ákaflega einfaldur á mörgum sviðum og á fyrst og fremst við ástand sem áður ríkti í fámennu og frumstæðu landbúnaðarsamfélagi. Sem betur fer hefur ýmislegt verið bætt úr en annað lítt eð janfvel ekki. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum með sitthvað sem snertir t.d. störf stjórnmálaflokka. Þeir eru ekki nefndir í stjórnarskrá lýðveldisins og eru þó meginvettvangur til að móta skoðananmyndun á sviði stjórnmála eins og öllum löndum. Í stað þess að þeim séu settar eðlilegar og skunsamar reglur þá gekk t.d. ekki þrautalaust fyrir nokkrum árum að koma því að hjá ríkisstjórninni að nauðsyn bæri að setja sanngjarnar og skynsamlegar reglur um starfsemi stjórnmalaflokka. Þar sem kæmi fram greinargóð skilgreining um hlutverk þeirra í lýðræðislegu samfélagi, um uppruna, meðferð og not þess fjár sem þeir fá til ráðstöfunar. Hvaða flokkur sýndi einna mestu andstöðu í þessari umræðu? Það var Framsóknarflokkurinn og lenti Mosi í ritdeilu á síðum Morgunblaðsins við þáverandi fjármálaritara Framsóknarflokksins. Sá kvaðst í fyrstu engrar þörf vera á svona fáranlegum reglum enda allt í besta lagi í þessum málum! En Sjálfstæðisflokkurinn lét eiginlega Framsóknarflokkinn einan um að hafa frumkvæði að samningu þessara einföldu reglna um fjármál flokkanna, auðvitað þannig um búið að þær gætu ekki skaða flokkinn! Svona er pólitíkin einslit og þröngsýn á Íslandi í dag.
Í öllum löndum eru þessar reglur mun umfangsmeiri og ítarlegri. Þær eru settar til að koma í veg fyrir að hagsmunaaðilar geti keypt sér pólitíska stuðningsmenn og vildarvini sem áhrif hafa í samfélaginu. Í hvaða frjálsu og lýðræðislegu samfélagi vill maður horfa upp á að hagsmunaaðili kaupi sér þingmenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkanna? Á mannamáli er rætt um mútugreiðslur og fyrirgreiðslu en þær hafa tíðkast afarlengi í öllum samfélögum, einnig á Íslnadi þó svo að enginn virðist vilja kannast við það fyrirbæri.
Þjóðverjar mega minnast þess að í ársbyrjun 1933, nokkrum vikum fyrir valdatöku Adolfs Hitlers, komu saman helstu samstarfsmenn hans saman við hóp þýskra stóriðjuhölda, nokkra yfirmenn þýska hersins Reichswehr og landeigendanna gömlu júnkaranna. Allir voru þeir sammála um að vinna saman, með góðum vilja og gagnkvæmu trausti að styðja þennan flokk svo hann fengi tækifæri að leiða þjóðina út úr þeim erfiðu ógöngum sem kreppan í kjölfar efnahagshrunsins í Þýskalandi á sínum tíma hafði leitt til. Í dag vilja fæstir vita um þetta afar umdeilda mál en á það reyndi auðvitað mjög augljóslega í réttarhöldunum í Nürnberg þegar þetta glæpagengi hafði verið upprætt og varð að standa fyrir rétti og látnir sæta einhverri ábyrgð.
Gott væri að rifja sitthvað af þessu tagi til alvarlegrar umhugsunar. Vítin eiga jú að vera til að varast þau. Það gæti leitt til óeðlilegs valdamisrétti á Íslandi ef stóiriðjan verður allt of sterk í þessu litla íslenska samfélagi. Er nokkuð annað sem gæti verið í samkeppni við hana eins og fiskur eða ferðaþjónusta? Eða landbúnaður? Varla. Ekki er sérstaklega mikill skilningur ráðamanna fyrir þeim atvinnugreinum.
Eigum við ekki að minnast að lokum Einars þveræings þegar hann sagði í frægri ræðu á þingi þegar þingheimur stóð frammi fyrir því hvort gefa ætti Ólafi konungi Noregs Grímsey: þá ætla eg mörgum kotbóndunum þykja verða þröngt fyrir dyrum.
Ætli lýðræði sem byggir fjárhagslegan grundvöll sinn á eintómri stóriðju sé upp á marga fiska, rétt eins og gervilýðræðið hjá Hitler?
MosiBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 10:22
Einkennilegt kæruleysi
Segja má að Bretar hafi sýnt af sér ótrúlega léttúð í ýmsu sem tengist meðferð upplýsinga sem ber að fara leynilega með. Nú er þessi mistök önnur á stuttum tíma þar sem mikilvæg leyniskjöl eru skilin eftir í lestum. Spurning hvort þetta sé vegna sparnaðar að þessir sendimenn eru ekki á ferðinni í farartækjum þar sem svona mistök eru útilokuð.
Fyrir nokkru komu upp alvarleg mistök þar sem bresk skattyfirvöld komu við sögu. Þar voru viðkvæmar upplýsingar sem vörðuðu milljónir manna.
Spurning er hvernig þessi mistök hafa orðið til og hver beri ábyrgðina á þeim?
Mosi
![]() |
Fleiri bresk leyniskjöl finnast í lest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 08:47
Endurmat söguskoðunar
Eðlileg viðbrögð sagnfræðinga við gamalli klisju
Því miður eigum við Íslendingar oft til að einfalda flókna hluti og fra styttri leiðina að raunveruleikanum. Við horfum upp á að margir vilja einblína um of á eina tegund atvinnu eins og þessi álversdraumur allt of margra. Er það raunverulega eini möguleikinn til að útvega nokkrum hundruðum Íslendinga atvinnu? Þar eru fjölmargir möguleikar fyrir hendi eins og fram kemur í máli sem betur fer í máli margra.
Söguskoðun Íslendinga á uppruna þjóðarinnar er umvafin rómantískri klisju um einhverja frelsisþrá um að setjast í í landi með betri landkosti en voru í Noregi. Þetta auðvitað smellpassaði við söguskoðun þeirra aldamótamannanna um 1900 sem áttu þátt í að efla baráttuanda gegn yfirráðum Dana hér á sínum tíma. Eins og kunnungt er voru raunverulegar ástæður landnáms Íslands mjög mikil fjölgun íbúa í Noregi og breytingar á stjórnarfari sem heimildir geta um að ekki hafi allir verið sáttir við. Það var ekki frelsið sem slíkt heldur fyrst og fremst öryggið. Þeir höfðu tekið þátt í uppreisn gegn Haraldi konungi og voru því rúnir trausti hans. Svipað er uppi á teningnum þegar Snorri Sturluson flýr Noreg eftir að Skúli hertogi beið algjört afhroð í uppreisn hans gegn Hákoni konungi 1238. Snorra beið ekkert nema ofsóknir og dauði enda ber öllum landsmönnum skylda að verja konung landsins þegar hann er í hættu.
Sagnfræðingar eiga heiður skilinn að vekja athygli á þessu. Söguskoðun verður að vera í fullu samræmi við allar staðreyndir sem máli kunna að skipta. Sagnfræðingarnir minnast á niðurstöður fornleifarannsókna og þurfa þeir að greina okkur betur frá færa betur rökstuðning sinn til stuðnings máli þeirra.
Ljóst er að lítt numið land hafi heillað þá sem komu frá landi þar sem landþrengsli og ófriður voru fyrir hendi. En Ísland skorti sitthvað í gæðum sem Noregur gnæfð af: furu- og greniskógur þar sem sækja mátti sér við til bygginga húsa og skipa. Sennilega hafa þeir landkostir verið landnámsmennirnir sáu mest eftir.
Mosi
![]() |
Yfirvöld með úrelta söguskoðun? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 15. júní 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar