Endurmat söguskoðunar

Eðlileg viðbrögð sagnfræðinga við gamalli klisju

Því miður eigum við Íslendingar oft til að einfalda flókna hluti og fra styttri leiðina að raunveruleikanum. Við horfum upp á að margir vilja einblína um of á eina tegund atvinnu eins og þessi álversdraumur allt of margra. Er það raunverulega eini möguleikinn til að útvega nokkrum hundruðum Íslendinga atvinnu? Þar eru fjölmargir möguleikar fyrir hendi eins og fram kemur í máli sem betur fer í máli margra.

Söguskoðun Íslendinga á uppruna þjóðarinnar er umvafin rómantískri klisju um einhverja frelsisþrá um að setjast í í landi með betri landkosti en voru í Noregi. Þetta auðvitað smellpassaði við söguskoðun þeirra aldamótamannanna um 1900 sem áttu þátt í að efla baráttuanda gegn yfirráðum Dana hér á sínum tíma. Eins og kunnungt er voru raunverulegar ástæður landnáms Íslands mjög mikil fjölgun íbúa í Noregi og breytingar á stjórnarfari sem heimildir geta um að ekki hafi allir verið sáttir við. Það var ekki frelsið sem slíkt heldur fyrst og fremst öryggið. Þeir höfðu tekið þátt í uppreisn gegn Haraldi konungi og voru því rúnir trausti hans. Svipað er uppi á teningnum þegar Snorri Sturluson flýr Noreg eftir að Skúli hertogi beið algjört afhroð í uppreisn hans gegn Hákoni konungi 1238. Snorra beið ekkert nema ofsóknir og dauði enda ber öllum landsmönnum skylda að verja konung landsins þegar hann er í hættu.

Sagnfræðingar eiga heiður skilinn að vekja athygli á þessu. Söguskoðun verður að vera í fullu samræmi við allar staðreyndir sem máli kunna að skipta.  Sagnfræðingarnir minnast á niðurstöður fornleifarannsókna og þurfa þeir að greina okkur betur frá færa betur rökstuðning sinn til stuðnings máli þeirra.

Ljóst er að lítt numið land hafi heillað þá sem komu frá landi þar sem landþrengsli og ófriður voru fyrir hendi. En Ísland skorti sitthvað í gæðum sem Noregur gnæfð af: furu- og greniskógur þar sem sækja mátti sér við til bygginga húsa og skipa. Sennilega hafa þeir landkostir verið landnámsmennirnir sáu mest eftir.

Mosi 


mbl.is Yfirvöld með úrelta söguskoðun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frikkinn

Það er hæpið að við séum öll komin af smákóngum eða óðalseigendum, en í tímaritinu Sagan öll er sett fram sú kenning að landnámið hafi tengst rostungsveiðum og er það skemmtileg tilgáta burtséð hvort það er rétt eða rangt. 

Frikkinn, 15.6.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað voru rotungstennur, fálkar, hvítabjarnarhúnar og spjót náhvelsins mjög eftirsótt verslunarvara og þóttu konungsgersemar.

Kannski að veiðieðli margra landa okkar megi rekja einmitt til þessara veiðiferða til Grænlands. Um þetta má t.d. lesa í ritum Jóns DúasonarLandkönnun og landnám Ílsendinga í Vesturheimi sem er náma fróðleiks en sjálfsagt að taka með fyrirvara.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað voru rostungstennur, fálkar, hvítabjarnarhúnar og spjót náhvelsins mjög eftirsótt verslunarvara og þóttu konungsgersemar.

Kannski að veiðieðli margra landa okkar megi rekja einmitt til þessara ævintýralegu veiðiferða til Grænlands. Um þetta má t.d. lesa í ritum Jóns Dúasonar: Landkönnun og landnám Íslendinga í Vesturheimi, sem kom út í heftum á unum 1941-1945. Ritið er náma fróðleiks en sjálfsagt er að taka með fyrirvara sumar niðurstöður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband